Gamla testamentið 2022
12.–18. september. Jesaja 13–14; 24–30; 35: „Undarlega og undursamlega“


„12.–18. september. Jesaja 13–14; 24–30; 35: ‚Undarlega og undursamlega,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„12.–18. september. Jesaja 13–14; 24–30; 35,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Joseph Smith sér himneskan föður og Jesú Krist í Lundinum helga

Lundurinn helgi, eftir Brent Borup

12.–18. september

Jesaja 13–14; 24–30;35

„Undarlega og undursamlega“

Bonnie H. Cordon forseti kenndi: „Ritningar upplýsa huga okkar, næra anda okkar, svara spurningum okkar, auka traust á Drottni og hjálpa okkur að hafa hann að miðju lífs okkar“ („Treysta Drottni,“ , apríl 2017).

Skráið hughrif ykkar

Eitt af því sem Drottinn býður spámönnum að gera, er að vara við afleiðingum syndar. Í tilfellum spámanna Gamla testamentisins, fólst það oft í því að kalla valdamikla stjórnendur máttugra ríkja til iðrunar, ella yrði þeim tortímt. Það var áhættusamt verk, en Jesaja var óttalaus og aðvaranir hans til ríkja hans tíma – þar með talið Ísraels, Júda og aðliggjandi þjóða – voru áræðnar (sjá Jesaja 13–23).

Jesaja flutti líka vonarboðskap. Þótt svo að hin fyrirspáða tortíming hefði að endingu fallið yfir þessi ríki, þá sá Jesaja líka mögulega endurreisn og endurnýjun. Drottinn myndi bjóða fólki sínu að koma aftur til sín. Hann myndi gera „glóandi [sand] … að tjörn og [þyrsta jörð að uppsprettu]“ (Jesaja 35:7). Hann myndi gera „undarlega og undursamlega“ (Jesaja 29:14) hluti og endurreisa Ísrael blessanirnar sem hann hafði lofað honum. Hvorki Jesaja, né nokkur sem þá var uppi, lifði til að verða vitni að þeim undursamlegu hlutum. Við erum þó að sjá endanlega uppfyllingu þeirra á okkar tíma. Við erum í raun hluti af þeim!

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Jesaja 13:1–11, 19–22; 14:1–20

Ranglát ríki heimsins og stjórnendur þeirra mun falla.

Jesaja 13–14 er sagður vera „boðskapur“ (spádómar um) Babýlon (Jesaja 13:1). Babýlon var eitt sinn máttugt ríki með máttugum höfðingja, en heyrir nú sögunni til. Af hverju er boðskapurinn um Babýlon þá mikilvægur okkar tíma? Í ritningunum stendur Babýlon fyrir dramb, veraldarhyggju og synd og á okkar tíma erum við umlukin öllu þessu. Íhugið þessa samlíkingu við lestur Jesaja 13:1–11, 19–22; 14:1–20. Þið gætuð líka íhugað spurningar sem þessar:

Ljósmynd
Jesús í rauðum klæðum

Hann kemur aftur til að ráða og ríkja, eftir Mary R. Sauer

Jesaja 24:21–23; 25:6–8; 26:19; 28:16

Ritverk Jesaja vísar mér til Jesú Krists.

Kenningar Jesaja vísa oft til hlutverks Jesú Krists, þar með talið friðþægingarfórnar, upprisu og síðari komu hans. Hvaða hugsanir vakna hjá ykkur sem tengjast hlutverki hans við lestur eftirfarandi versa: Jesaja 24:21–23; 25:6–8; 26:19; 28:16? Hvaða fleiri ritningarhluta finnið þið sem vekja hugsanir um frelsarann?

Sjá einnig Jesaja 22:22–25.

Jesaja 24:1–12; 28:7–8; 29:7–10; 30:8–14

Fráhvarf merkir að yfirgefa Drottin og spámenn hans.

Jesaja notaði fjölda líkinga til að vara við afleiðingum þess að yfirgefa Drottin og hafna spámönnum hans. Þar á meðal rúna jörð (Jesaja 24:1–12), ofdrykkju (Jesaja 28:7–8), hungur og þorsta (Jesaja 29:7–10) og sprunginn múr eða brotið leirker (Jesaja 30:8–14). Af hverju er mikilvægt að halda sáttmála okkar, byggt á lestri þessara versa? Íhugið hvað þið eruð að gera til að vera trúföst Drottni og þjónum hans.

Sjá einnig M.Russell Ballard, „Verið í bátnum og haldið ykkur fast!, október 2014; Leiðarvísir „Fráhvarf,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp.

Jesaja 29; 30:18–26;35

Drottinn getur endurreist það sem er glatað eða brotið.

Þegar fólk eða samfélag yfirgefur Drottin, reynir Satan að telja okkur trú um að afleiðingarnar séu óyfirstíganlegar. Jesaja greinir þó frá þeim undursamlegu hlutum sem Drottinn mun gera þegar fólk iðrast og kemur til hans. Hvað lærið þið af Jesaja 29:13–24; 30:18–26;35 um Drottin, elsku hans og mátt?

Eitt af því sem sýnir að Drottinn hefur gert mátt sinn ljósan á okkar tíma er endurreisn fagnaðarerindisins. Í Jesaja 29 eru nokkrir ritningarhlutar sem geyma hliðstæður við atburði þeirrar endurreisnar. Dæmi:

Hvaða hugsanir eða hughrif berast um endurreisn fagnaðarerindisins við lestur þessara ritningarhluta?

Sjá einnig „Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists: Tvö hundruð ára afmælisyfirlýsing til heimsins“ (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp/Grunngögn).

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Jesaja 25:4–9.Hefur fjölskylda ykkar einhvern tíma upplifað blessun þess að eiga sér griðarstað í stormi eða hita sólar? (sjá vers 4). Ræðið þetta við lestur þessara versa og annarra lýsinga Drottins í Jesaja 25:4–9. Hvernig er Drottinn eins og þessir hlutir?

Jesaja 25:8–9; 26:19.Að sýna myndir af frelsaranum í Getsemane, á krossinum og eftir upprisu sína, getur hjálpað fjölskyldu ykkar að skilja samhengið á milli þessara versa og Jesú Krists (sjá Trúarmyndir, nr. 56, 57, 58,59). Biðjið fjölskyldu ykkar að segja frá ástæðu þess að við „gleðjumst yfir hjálp hans“ (Jesaja 25:9).

Sjá Jesaja 29:11–18.Þessi vers geta hjálpað fjölskyldu ykkar að ræða hið „undarlega og undursamlega“ (vers 14) verk endurreisnar fagnaðarerindisins og fram komu Mormónsbókar. Af hverju eru þessir hlutir okkur undarlegir og undursamlegir? Biðjið fjölskyldumeðlimi að finna hluti á heimili ykkar sem tákna undursamlegar blessanir endurreisnarinnar.

Jesaja 35.Fjölskylda ykkar gæti notið þess að teikna myndir af myndlíkingunum í þessum kapítula sem hjálpa þeim að skilja hvernig Jesús Kristur er að byggja upp Síon á okkar tíma. Hvað lærum við af þessum myndlíkingum? Hvað getum við gert til hjálpar við að byggja upp Síon?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Vordag fagran,“ Barnasöngbókin, 57.

Bæta kennslu okkar

Látið börnin tjá sköpunargáfu sína. Þegar börn búa til eitthvað sem tengist trúareglu, hjálpar það þeim að skilja betur regluna. Látið þau byggja, teikna, lita, skrifa og skapa. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 25.)

Ljósmynd
María og Jóhannes horfa á Jesú á krossinum

„Þessi er Drottinn sem vér höfum vonað á, fögnum og gleðjumst yfir hjálp hans“ (Jesaja 25:9). James Tissot (franskur, 1836–1902). Kona, sjá son þinn (Stabat Mater), 1886–1894. Mattir vatnslitir yfir grafít á gráum ofnum pappír, mynd: 29,7 x 15,2 cm (11 11/16 x 6 tommur). Brooklyn Museum, keypt í almennri áskrift, 00.159.300

Prenta