Gamla testamentið 2022
19.–25. september. Jesaja 40–49: „Huggið lýð minn“


„19.–25. september. Jesaja 40–49: ‚Huggið lýð minn,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„19.–25. september. Jesaja 40-49,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Jesús læknar blindan mann

Blindur læknaður, eftir Carl Heinrich Bloch

19.–25. september

Jesaja 40–49

„Huggið lýð minn“

Jesaja notaði oft líkingarmál. Gætið að hugsunum og tilfinningum sem líkingarmálið vekur í huga ykkar og hjarta. Það getur hjálpað við að skilja betur það sem hann kenndi.

Skráið hughrif ykkar

„Huggun“ er fyrsta orðið í kapítula 40 í Jesaja. Það markar ólíka nálgun, ólíka áherslu í boðskap spámannsins. Þar sem fyrri ritverk Jesaja vöruðu Ísrael og Júda við tortímingu og ánauð sem kæmi yfir þá vegna synda þeirra, var spádómunum sem síðar komu ætlað að hughreysta Gyðinga í yfir 150 ókomin ár – eftir að Jerúsalem var tortímt, musterið vanhelgað og þjóðin herleidd til Babýlon. Þessir spádómar ná þó lengra í framtíð en til hinna sigruðu og vonlausu Ísraelsmanna. Þeir eiga við um okkur, sem upplifum okkur stundum líka sigruð, vonlaus og jafnvel týnd.

Boðskapur Jesaja til þeirra og okkar er einfaldur: „Óttast þú ekki“ (Jesaja 43:1). Ekki er allt glatað. Drottinn hefur ekki gleymt ykkur og máttur hans er sterkari hverjum þeim aðstæðum sem við höfum ekki stjórn á. Var það ekki Drottinn sem „skapaði himininn og … breiddi út jörðina … og [gaf] lífsanda þeim sem á jörðinni ganga“? (Jesaja 42:5). Er hann ekki máttugri en Babýlon, en syndin, en hvaðeina sem þjakar ykkur? „Hverf aftur til mín,“ sárbiður hann, „því að ég hef endurleyst þig“ (Jesaja 44:22). Hann getur læknað, endurreist, styrkt, fyrirgefið og huggað – hvers sem þið þarfnist í ykkar aðstæðum til að hljóta endurlausn.

Til að komast að því hvernig Nefí og Jakob fengu fólk sitt til að tileinka sér Jesaja 48–49, sjá þá 1. Nefí 22 og 2. Nefí 6.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Jesaja 40–49

Jesús Kristur getur huggað mig og veitt mér von.

Það hlýtur að hafa verið Ísraelsmönnum átakanlegt og niðurrífandi að upplifa sjálfa sig í ánauð í Babýlon. Margir þeirra hafa kannski velt fyrir sér hvort þeir hefðu endanlega glatað stöðu sinni sem hin útvalda sáttmálsþjóð Guðs. Þegar þið lesið Jesaja 40–49, gætið þá að orðtökum sem gætu hafa veitt von og huggun. Íhugið og skráið hvað Drottinn gæti verið að segja við ykkur í hverju þessara versa. Hér eru nokkur vers sem þið gætuð byrjað á:

Hvernig gætuð þið miðlað einhverjum sem þarfnast huggunar og vonar þessum boðskap? (sjá Jesaja 40:1–2).

Sjá einnig Jeffrey R. Holland, „Fullkomið vonarljós,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

Ljósmynd
á í skógi

Hvernig getum við átt „[frið] sem fljót“ (Jesaja 48:18).

Jesaja 40:3–8, 15–23; 42:15–16; 47:7–11

Máttur Guðs er meiri en jarðneskur máttur.

Jesaja minnir fólk sitt stöðugt á óviðjafnanlegan mátt Guðs, jafnvel í samanburði við hinn þjakandi veraldlega mátt umhverfis það. Leitið slíks boðskapar við lestur Jesaja 40:3–8, 15–23; 42:15–16; og 47:7–11 (athugið að kapítula 47 er beint til fangara Ísraels, Babýlon). Hvað kenna þessi ritningarvers ykkur um veraldlega hluti? Hvað kenna þau ykkur um Guð? Íhugið ástæðu þess að boðskapur þessi gæti hafa verið Gyðingunum í ánauð dýrmætur. Hvers vegna er hann ykkur mikilvægur?

Sjá einnig „Dvel hjá mér, Guð!Sálmar, nr. 54.

Jesaja 41:8–13; 42:1–7; 43:9–12; 44:21–28; 45:1–4; 48:10; 49:1–9

„Þú [ert] þjónn minn.“

Hvarvetna í Jesaja 40–49 talar Drottinn um „þjón“ sinn og „vitni.“ Í sumum versum virðast þessi orð vísa til Jesú Krists (sjá Jesaja 42:1–7), önnur vísa til Ísraelsættar (sjá Jesaja 45:4) og enn önnur til Kýrusar konungs, sem leyfði að Gyðingar sneru aftur Jerúsalem og endurbyggðu musterið (sjá 44:26–45:4). Í hverju tilviki, getið þið þó líka íhugað hvernig versin eiga við um ykkur sem þjóna og vitni Drottins. Íhugið til að mynda spurningar sem þessar:

Jesaja 41:8–13; 42:6; 44:21. Hvað hefur Drottinn kallað ykkur til að gera? Hyggið að formlegum köllunum sem og öðrum sáttmálsskyldum sem tengjast þjónustu við hann. Hvernig „heldur hann í hönd“ (sjá Jesaja 42:6) ykkar er þið þjónið? Hvernig hefur hann „hreinsað“ ykkur til að verða þjóna sína? (sjá einnig Jesaja 48:10).

Jesaja 43:9–12. Á hvaða hátt eruð þið vitni Jesú Krists? Hvaða upplifanir í lífinu hafa staðfest ykkur að hann er frelsari ykkar?

Jesaja 49:1–9. Hvaða boðskap finnið þið í þessum versum sem getur hjálpað þegar erfiði ykkar og þjónusta virðast „til ónýtis“ og „einskis“? (vers 4).

Sjá einnig Mósía 18:9; Henry B. Eyring, „Barn og lærisveinn,” aðalráðstefna, apríl 2003.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Jesaja 40:3–4.Til að kanna hugsanlega merkingu þess að „[greiða] Drottni veg,“ gæti fjölskylda ykkar rétt úr einhverju sem er bugðótt, tekið dót upp af gólfi eða búið til slóða í grýttan jarðveg. Þið gætuð líka sýnt myndir af Jóhannesi skírara og Joseph Smith (sjá Trúarmyndir, nr. 35,87). Hvernig greiddu þeir leið fyrir komu Drottins? (sjá Lúkas 3:2–18; Kenning og sáttmálar 135:3). Hvernig hjálpum við við að greiða honum leið? (sjá t.d. Kenning og sáttmálar 33:10).

Jesaja 40:28; 43:14–15; 44:6.Hvaða nöfn og titla Jesú Krists finnum við í þessum versum? Hvað kennir hvert nafn okkur um hann?

Jesaja 41:10; 43:2–5; 46:4.Þessi vers eru endurspegluð í sálminum „Vor Guð hefur spámönnum gefið sitt mál“ (Sálmar, nr. 21). Fjölskylda ykkar gæti notið þess að syngja saman sálminn og finna orðtök í honum sem svipar til orðtakanna í versunum. Hvað kenna þessi orðtök okkur um Jesú Krist?

Jesaja 44:3–4; 45:8.Eftir lestur þessara versa, gæti fjölskylda ykkar vökvað plöntu um leið og þið ræðið um þær blessanir sem Drottinn hefur úthellt yfir þau. Hvað gerist með plöntu þegar við vökvum hana? Hvers væntir Drottinn af okkur er hann blessar okkur?

Jesaja 48:17–18.Íhugið að sýna myndir eða myndbönd af ám og haföldum. Hvernig getur friður verið líkur á? Hvernig getur réttlæti verið líkt öldum?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Vor Guð hefur spámönnum gefið sitt mál,“ Sálmar, nr. 21.

Bæta persónulegt nám

Skilgreinið orð. Reynið að finna skilgreiningar á þeim orðum ritninganna sem þið ekki skiljið – og jafnvel orðum sem þið teljið ykkur skilja. Stundum getur skilgreining varpað öðru ljósi á ritningarvers og veitt nýjan andlegan skilning.

Ljósmynd
Jesús með stúlku og manni

„Drottinn hughreystir þjóð sína og sýnir miskunn sínum þjáðu“ (Jesaja 49:13). Smyrsl Gíleaðs, eftir Ann Adele Henrie

Prenta