Gamla testamentið 2022
26. september–2. október. Jesaja 50–57: „Vorar þjáningar voru það sem hann bar og vor harmkvæli“


„26. september–2. október. Jesaja 50–57: ‚Vorar þjáningar voru það sem hann bar og vor harmkvæli,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„26. september–2. október. Jesaja 50–57,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Kristur með þyrnikórónu og hæddur af hermanni

Kristur hæddur, eftir Carl Heinrich Bloch

26. september–2. október

Jesaja 50–57

„Vorar þjáningar voru það sem hann bar og vor harmkvæli“

Ígrundið efnið í Jesaja 50–57, því það getur hjálpað ykkur að komast nær frelsaranum. Skráið hughrifin sem ykkur berast.

Skráið hughrif ykkar

Í allri þjónustutíð sinni talaði Jesaja um máttugan frelsara (sjá t.d. Jesaja 9:3–7). Spádómar þessir áttu eftir að vera Ísraelsmönnum einkar dýrmætir öldum síðar, er þeir voru í ánauð í Babýlon. Sá sem gæti mölvað múra Babýlons væri vissulega máttugur sigurvegari. Það var þó ekki sá Messías sem Jesaja lýsti í kapítulum 52–53: „Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir. … Vér álitum honum refsað, hann sleginn og niðurlægðan af Guði“ (Jesaja 53:3–4). Með því að senda slíkan óvæntan frelsara, kenndi Guð okkur um sannan frelsara. Til að frelsa okkur frá áþján og þjáningum, sendi Guð þann sem sjálfur var „hart leikinn og þjáður.“ Sumir áttu von á ljóni, en hann sendi lamb (sjá Jesaja 53:7). Vissulega eru vegir Guð ekki okkar vegir (sjá Jesaja 55:8–9). Jesús Kristur frelsar okkur ekki aðeins með því að ljúka upp varðhaldinu, heldur með því að koma þar í okkar stað. Hann leysir af okkur hlekki sorgar og áþjánar og ber þá sjálfur (sjá Jesaja 53:4–5,12). Hann frelsar okkur ekki úr fjarlægð. Hann þjáist með okkur í verki „ævarandi kærleika“ sem „ekki [mun] bifast“ (Jesaja 54:8,10).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Jesaja 50–52

Framtíðin er björt fólki Drottins.

Þótt Ísraelsmenn hafi verið mörg ár í ánauð – og jafnvel þótt sú ánauð hafi verið afleiðing af slæmu vali þeirra – þá vildi Drottinn að þeir litu vonaraugum til framtíðar. Hvaða vonarboðskap finnið þið í Jesaja 50–52? Hvað kennir Drottinn okkur um sig sjálfan í þessum kapítulum og af hverju vekur það okkur von? (sjá t.d. Jesaja 50:2, 5–9; 51:3–8, 15–16; 52:3, 9–10).

Þið gætuð líka skráð allt í kapítulum 51–52 sem Drottinn býður Ísraelsmönnum að gera til að sú vongóða framtíð geti orðið að veruleika. Hvað finnst ykkur Drottinn bjóða ykkur að gera með þessum orðum? Hvað finnst ykkur til að mynda merkja að „vakna“ og „[íklæðast] styrk“? (Jesaja 51:9; sjá einnig Jesaja 52:1; Kenning og sáttmálar 113:7–10). Af hverju teljið þið að boðið að „hlusta“ (eða „hlusta með ásetningi um að hlýða“) sé endurtekið svo oft? (Russell M. Nelson, „Hlýð þú á hann,“ , apríl 2020).

Sjá einnig Mósía 12:20–24; 15:13–18; 3. Nefí 20:29–46.

Ljósmynd
stytta af Kristi berandi kross

Af kærleika, eftir höggmyndarann Angelu Johnson

Jesaja 53

Jesús Kristur tók á sig sjálfan syndir mínar og sorgir.

Fáir kapítular í ritningunum lýsa endurlausnarhlutverki Jesú Krists á fegurri hátt en gert er í Jesaja 53. Gefið ykkur tíma til að ígrunda þessi orð. Staldrið við í hverju versi og hugleiðið þjáningar frelsarans – þær „þjáningar,“ „harmkvæli“ og „misgjörðir“ sem hann tók á sig – fyrir alla menn og einkum fyrir ykkur persónulega. Við lesturinn gætuð þið skipt út orðum eins og „oss“ og „vér“ og sett í staðinn orðin „Ég“ og „mín.“ Hvaða tilfinningar og hugsanir vekja þessi vers ykkur? Íhugið að skrá þær.

Þið gætuð viljað rifja upp Mósía 14; 15:1–13, til að kynna ykkur hvernig Abínadí notaði orð Jesaja til að kenna um frelsarann.

Jesaja 54; 57:15–19

Jesús Kristur vill að ég snúi aftur til hans.

Öll upplifum við tíma þegar við erum fjarlæg Drottni vegna synda okkar eða veikleika. Sumir hafa jafnvel misst von um að verða einhvern tíma fyrirgefið. Jesaja 54 og 57 eru tilvaldir kapítular til lestrar fyrir huggun og hvatningu á slíkum tímum. Hvað lærið þið um miskunn frelsarans og tilfinningar hans til ykkar, einkum í Jesaja 54:4–10; 57:15–19? Hverju breytir það í lífi ykkar að vita þetta um hann?

Hvernig eiga blessanirnar sem greint er frá í Jesaja 54:11–17 við um ykkur?

Jesaja 55–56

Drottinn býður okkur að „halda [okkur] fast við sáttmála [sinn].“

Ísrael hafði um aldir verið skilgreind sem sáttmálsþjóð Guðs. Áætlun Guðs felur í sér fleiri þjóðir en eina, því „[öllum sem þyrstir eru],“ er boðið að „[koma] til vatnsins“ (Jesaja 55:1). Hafið þetta hugfast er þið lesið Jesaja 55 og 56 og ígrundið hvaða þýðingu þetta hafði fyrir fólkið. Hver eru skilaboð Guðs til þeirra sem finnst þeir algjörlega aðskildir honum? ( Jesaja 56:3) Íhugið að merkja við vers sem lýsa viðhorfi og breytni þeirra sem „halda sér fast við sáttmála [hans]“ (sjá Jesaja 56:4–7).

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Jesaja 51–52.Þegar þið ræðið boð Drottins í þessum kapítulum, gætuð þið beðið fjölskyldumeðlimi að leika þau? Hvernig berum við okkur t.d. að þegar við „[hefjum augu okkar til himins],“ „[vöknum og rísum upp]“ eða „[hristum af okkur rykið]“? (Jesaja 51:6,17; 52:2). Hvað kenna þessi orðtök ykkur um að fylgja Jesú Kristi?

Jesaja 52:9.Eftir lestur þessa vers, gæti fjölskylda ykkar sungið „[öll í einu]“ sálm eða barnasöng sem vekur þeim gleði. Hvaða loforð í Jesaja 52 fá okkur til að „[hefja] upp fagnaðarsöng“?

Jesaja 52:11; 55:7.Þessi vers gætu leitt til umræðu um hugsanlega merkingu orðtaksins „hreinsið yður.“ Þið gætuð, sem hluta af umræðunni, rifjað upp efni í Til styrktar æskunni (bæklingur, 2011) eða lesið ritningarvers um blessanir þess að vera andlega hreinn (sjá 3. Nefí 12:8; Kenning og sáttmálar 121:45–46).

Jesaja 53.Til að kynna lýsingu Jesaja á frelsaranum, gæti fjölskylda ykkar rætt hvernig sögur, kvikmyndir og annað efni sýna oft hetjur koma fólki til bjargar. Þið gætuð borið það saman við lýsinguna á frelsaranum sem þið lesið í Jesaja 53. Þið gætuð líka horft á myndbandið „My Kingdom Is Not of This World [Ríki mitt er ekki af þessum heimi]“ (ChurchofJesusChrist.org) og rætt hvernig spádómarnir í Jesaja 53 voru uppfylltir. Hver er einhver sú sorg og áþján sem frelsarinn tekur á sig fyrir okkur?

Jesaja 55:8–9.Hvernig sjáum við hlutina öðruvísi þegar við stöndum hátt yfir jörðu? Hver er merking þess að vegir og hugsanir Guðs séu æðri okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Um Jesú ég hugsa,“ Sálmar, nr. 65.

Bæta persónulegt nám

Notið tónlist. Sálmar eru áhrifamiklir til að kenna trúarreglur. Íhugið að hlusta á eða lesa sakramentissálma til að hjálpa ykkur skilja sannleika um friðþægingu Jesú Krists sem kenndur er í Jesaja 53. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 22.)

Ljósmynd
mynd af Kristi

Ljósið hans, eftir Michael T. Malm

Prenta