Gamla testamentið 2022
3.–9. október. Jesaja 58–66: „Lausnarinn mun koma til Síonar“


„3.–9. október. Jesaja 58–66: ‚Lausnarinn mun koma til Síonar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„3.–9. október. Jesaja 58–66,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Jesús kennir í samkunduhúsi

Jesús í samkunduhúsinu í Nasaret, eftir Greg K. Olsen

3.–9. október

Jesaja 58–66

„Lausnarinn mun koma til Síonar“

Þegar þið lærið Jesaja 58–66, íhugið þá á hvaða hátt orð Jesaja vekja ykkur gleði og von um framtíðina.

Skráið hughrif ykkar

Snemma í sinni jarðnesku þjónustu, fór Jesús Kristur í samkunduhús í Nasaret, þorpsins þar sem hann ólst upp. Þar stóð hann og las ritningarnar, lauk upp bók Jesaja og las það sem við þekkjum sem Jesaja 61:1–2. Hann lýsti síðan yfir: „Í dag hefur ræstst þessi ritning í áheyrn yðar.“ Þetta var ein ákveðnasta yfirlýsing frelsarans um að hann væri hinn smurði, sem myndi „boða bandingjum lausn“ og „láta þjáða lausa“ (sjá Lukas 4:16–21). Ritningin uppfylltist vissulega dag þennan. Líkt og svo margir aðrir spádómar Jesaja, halda þeir áfram að uppfyllast á okkar tíma. Frelsarinn læknar áfram hina þjáðu sem til hans koma. Það eru þó margir þjáðir og þeim þarf að boða lausn. Það er dýrðleg framtíð í vændum – tími er Drottin mun „skapa nýjan himin og nýja jörð“ (Jesaja 65:17) og „láta réttlæti dafna og orðstír frammi fyrir öllum þjóðum“ (Jesaja 61:11). Lestur Jesaja lýkur upp augum okkar fyrir því sem Drottinn hefur þegar gert, því sem hann er að gera og mun gera fyrir fólk sitt.

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Jesaja 58:3–12

Fasta leiðir til blessana.

Í þessum versum er gefið í skyn að mörgum Ísraelsmönnum til forna hafi fundist fasta meiri byrði en blessun. Mörg okkar skilja stundum þá líðan. Ef þið viljið finna aukna þýðingu og tilgang með föstu ykkar, lesið þá Jesaja 58:3–12 til að gæta að því hvernig Drottinn svarar spurningunni: „Af hverju föstum við?“ Hvernig megnar fasta að „leysa fjötra rangsleitninnar“ og „sundurbrjóta sérhvert ok“? (Jesaja 58:6). Hvernig hefur fasta leitt til blessananna sem lýst er í Jesaja 58:8–12? Hvernig hefur Jesaja 58:3–12 áhrif á hvað ykkur finnst um föstu?

Í boðskapi sínum „Sú fasta sem mér líkar“ (, apríl 2015) segir Henry B. Eyring forseti frá nokkrum dæmum um hvernig fólk hefur verið blessað af föstu og föstufórnum. Hvernig hafið þið séð álíka blessanir í lífi ykkar?

Sjá einnig Leiðarvísir að ritningunum, „Fasta; Fórnargjafir“ (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp).

Jesaja 59:9–21; 61:1–3; 63:1–9

Jesús Kristur er frelsari minn og lausnari.

Í Jesaja 58–66 getið þið fundið margar tilvísanir í friðþægingarhlutverk Jesú Krists. Hér eru nokkur dæmi, ásamt spurningum sem hjálpa ykkur að íhuga þau.

  • Jesaja 59:9–21. Hvernig mynduð þið gera samantekt á andlegu ástandi fólksins sem lýst er í versum 9–15? Hvað vekur áhuga ykkar í lýsingunni um að „enginn skarst í leikinn“ í vers 16–21 og sáttmálann sem hann gerir við þá sem koma til hans?

  • Jesaja 61:1–3. Hvernig hefur Jesús Kristur blessað ykkur á þann hátt sem lýst er í þessum versum? Hvaða „gleðilegan boðskap“ hefur hann fært ykkur? Hvernig hefur hann fært ykkur fegurð í stað rústa?

  • Jesaja 63:7–9. Hvaða velgjörðir Drottins munið þið eftir? Hvaða tilfinningar vekja þessi vers um frelsarann í hjarta ykkar?

Hvaða fleiri tilvísanir í frelsarann finnið þið í Jesaja 58–66?

Sjá einnig Mósía 3:7; Kenning og sáttmálar 133:46–53.

kona kveikir á olíulampa úr leir sem karl heldur á

„Drottinn [verður] þér eilíft ljós“ (Jesaja 60:19). Gjöf ljóss, eftir Evu Timothy

Jesaja 60; 62

„Drottinn [verður] þér eilíft ljós.“

Í Jesaja 60 og62 er sagt frá ljósi og myrkri, augum og sjón, til að kenna hvernig fagnaðarerindi Jesú Krists mun blessa heiminn á síðari dögum. Gætið að þessum lýsingum, einkum í Jesaja 60:1–5, 19–20; 62:1–2. Þegar þið lesið þessa kapítula, íhugið þá hvernig Guð er að safna saman börnum sínum úr myrkri í ljósið sitt. Hvert er hlutverk ykkar í verki hans?

Sjá einnig 1. Nefí 22:3–12; 3. Nefí 18:24; Kenning og sáttmálar 14:9; Bonnie H. Cordon, „Til þess að hún sjái,“ , apríl 2020.

Jesaja 64:1–5; 65:17–25; 66

Kristur mun ríkja á jörðu í þúsund ára ríkinu.

Jesaja ræddi um tíma þegar „fyrri þrengingar eru gleymdar“ (Jesaja 65:16). Þótt þessi spádómur hafi uppfyllst að nokkru, þá er sá dagur ókominn að hann uppfyllist algjörlega – er Jesús Kristur mun koma aftur til jarðar og koma á tímabili friðar og réttlætis, sem nefnt er þúsund ára ríkið. Jesaja lýsti þessum komandi tíma í Jesaja 64:1–5; 65:17–25; 66. Gætið að því hversu oft hann notar orð eins og „gleðjist“ og „fagnið.“ Íhugið ástæðu þess að endurkoma frelsarans verður ykkur gleðilegur dagur. Hvað getið þið gert til að búa ykkur undir komu hans?

Sjá einnig Trúaratriðin 1:10; Russell M. Nelson, „Framtíð kirkjunnar: Búa heiminn undir síðari komu frelsarans,“ Líahóna, apríl 2020.

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Jesaja 58:3–11.Fjölskyldumeðlimir gætu skilið betur boðskap Jesaja um föstu, ef þeir leika þá tegund föstu sem lýst er í Jesaja 58:3–5 og þeirrar föstu sem lýst er í Jesaja 58:6–8. Hvernig getum við gert föstu okkar líkar þeirri „[föstu] sem [Guði] líkar“? Hvaða blessanir höfum við séð tengdar föstu?

Jesaja 58:13–14.Hver er munurinn á því að „[sinna eigin] hugðarefnum“ og að „gleðjast yfir Drottni“ á hvíldardegi? Hvernig getum við haft hvíldardaginn sem „fagnaðardag“?

Jesaja 60:1–5.Þegar þið lesið Jesaja 60:1–3, gætu fjölskyldumeðlimir skipst á við að kveikja ljós þegar ljós er tilgreint í versunum og slökkt á því þegar myrkur er tilgreint í versunum. Hvernig er fagnaðarerindi Jesú Krists okkur eins og ljós? Hvað sá Jesaja fyrir að myndi gerast er börn Guðs miðla ljósi fagnaðarerindisins? (sjá Jesaja 60:3–5).

Jesaja 61:1–3.Hvernig hefur frelsarinn uppfyllt spádóma Jesaja í þessum versum? Þið gætuð beðið fjölskyldumeðlimi að leita að myndum af frelsaranum sem þeim finnst lýsa þessum þætti hlutverks hans (myndir má finna í kirkjutímaritum eða í Listaverkabók fagnaðarerindisins). Þið gætuð líka sungið söng um hvernig frelsarinn blessar okkur, t.d. „Í faðmi frelsarans“ (Barnasöngbókin, 42).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Þegar hann kemur aftur,“ Barnasöngbókin, 46.

Bæta persónulegt nám

Undirbúið umhverfi ykkar. Umhverfi okkar getur haft áhrif á getu okkar til að læra. Finnið ykkur stað til að læra fagnaðarerindið þar sem þið getið upplifað áhrif andans. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 15.)

Jesús á himnum

„Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér“ (Jesaja 60:1). Ljós og líf, eftir Mark Mabry