Gamla testamentið 2022
10.–16. október. Jeremía 1–3; 7; 16–18; 20: „Áður en ég mótaði þig í móðurlífi valdi ég þig“


„10.–16. október. Jeremía 1–3; 7; 16–18; 20: ‚Áður en ég mótaði þig í móðurlífi valdi ég þig,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„10.–16. október. Jeremía 1–3; 7; 16–18; 20,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

spámaður talar við menn

Jeremía, eftir Walter Rane

10.–16. október

Jeremía 1–3; 7; 16–18; 20

„Áður en ég mótaði þig í móðurlífi valdi ég þig“

Öldungur David A. Bednar sagði: „Ein leið mín til að hlýða á [Drottin] eru ritningarnar. Ritningarnar eru fyrirfram skráð rödd Drottins“ („Hvernig ég hlýði á hann,“ https://www.kirkjajesukrists.org/hvernig-eg-hlydi-a-hann-oldungur-david-a-bednar-hlydthuahann-2021?lang=isl-is).

Skráið hughrif ykkar

Til að byrja með, fannst Jeremía að hann sjálfur myndi ekki verða góður spámaður. „Ég er ekki fær um að tala,“ mótmælti hann fyrst þegar Drottinn kallaði hann (Jeremía 1:6). Drottinn fullvissaði hann: „Hér með legg ég orð mín þér í munn“ (vers 9). Jeremía fannst hann sjálfur vera óreyndur og „ungur“ (vers 6), en Drottinn útskýrði að hann væri í raun betur undirbúinn en honum væri ljóst – hann hefi verið vígður köllun sinni, jafnvel áður en hann fæddist (sjá vers 5). Jeremía lét því af ótta sínum og tók á móti kölluninni. Hann varaði konunga og presta Jerúsalem við því að hinn uppgerði heilagleiki þeirra myndi ekki bjarga þeim frá tortímingu. Hinn „ungi“ maður sem taldi sig ekki hafa margt að segja, tók að finna orð Guðs sem „[eld] loga í hjarta [sínu],“ svo hann gat ekki verið þögull (Jeremía 20:9).

Saga Jeremía er líka saga okkar. Guð þekkti okkur líka áður en við fæddumst og bjó okkur undir að gera verk sitt á jörðu. Það verk fól meðal annars í sér nokkuð sem Jeremía sá fyrir: „Ég sæki yður, einn [af öðrum],“ og „flyt yður til Síonar“ (Jeremía 3:14). Þótt við vitum ekki nákvæmlega hvað skal gera eða segja, þá ættum við „[ekki að óttast], … því að ég er með þér …, segir Drottinn“ (Jeremía 1:8,19).

Til að fá yfirlit bókar Jeremía, sjá þá „Jeremía“ í Leiðarvísi að ritningunum.

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Jeremía 1:4–19; 7:1–7; 20:8–10

Spámenn eru kallaðir til að mæla orð Drottins.

Þegar þið lesið Jeremía 1:4–19 um köllun Jeremía til að verða spámaður, íhugið þá hlutverk spámanna í lífi ykkar. Hvað lærið þið um spámenn Drottins af orðum Jeremía? (sjá einnig Jeremía 7:1–7). Prédikunum Jeremía var oft hafnað (sjá Jeremía 20:8,10). Hvað lærið þið af orðum Jeremía í versum 20:9? Hafið þetta í huga í öllu námi ykkar um kenningar Jeremía. Hvað finnið þið í þessum kenningum sem hvetur ykkur til að fylgja síðari daga spámönnum?

Jeremía 1:5

Guð þekkti mig áður en ég fæddist.

Guð þekkti Jeremía fyrir fæðingu hans og valdi eða forvígði hann til að vinna ákveðið verk á jörðu (sjá Jeremía 1:5). Af hverju haldið þið að það hafi verið Jeremía dýrmætt að vita þetta?

Guð þekkti ykkur líka fyrir fæðingu ykkar og forvígði ykkur til ákveðinna ábyrgðarverka (sjá Alma 13:1–4; Kenning og sáttmálar 138:53–56; Abraham 3:22–23). Af hverju er þessi vitneskja mikilvæg fyrir líf ykkar? Ef þið hafið hlotið patríarkablessun ykkar, gætuð þið lesið hana vandlega og spurt Guð hvernig þið getið fengið því áorkað sem hann forvígði ykkur til.

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Forvígsla,“ „Fortilvera,“ KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp.

manneskja stendur í fornri vatnsþró

Fólk í Ísraelsþjóð til forna notaði vatnsþrær til að varðveita dýrmætt neysluvatn.

Jeremía 2; 7

„Hún hefur yfirgefið mig, uppsprettu lifandi vatns.“

Í því ófrjóa landi sem Ísraelsmenn bjuggu í, varðveitti fólk dýrmætt vatn í neðanjarðar rýmum sem nefndust vatnsþrær. Af hverju var betra að fá vatn úr uppsprettu en að reiða sig á vatnsþró? Hver er merking þess að yfirgefa „uppsprettu lifandi vatns“? Hver gæti verið merking „sprungna brunna“ í Jeremía 2:13? Þegar þið lesið Jeremía 2 og7, gætið þá að því hvernig fólkið yfirgaf lifandi vatn Drottins og íhugið hvernig þið takið á móti lifandi vatni í lífi ykkar.

Jeremía 7 er beint til þeirra sem fara inn um „hliðið að húsi Drottins, … til að tilbiðja Drottin“ (Jeremía 7:2). Þrátt fyrir þessa ytri sýnilegu hollustu, var fólkið sekt um mikið ranglæti (sjá vers 2–11). Hvaða boðskap haldið þið að Drottinn gæti ætlað ykkur í versum 21–23?

Jeremía 3:14–18; 16:14–21

Drottinn mun safna fólki sínu saman.

Þegar Jeremía spáði fyrir um samansöfnun hins tvístraða Ísraels, sagði hann það verða jafnvel enn minnistæðara en brottförin frá Egyptalandi (sjá Jeremía 16:14–15). Í álíkum anda, sagði Russell M. Nelson forseti: „Þið voruð send til jarðar á þessum tilsetta tíma … til að hjálpa við samansöfnun Ísraels. Það er ekkert sem einmitt nú gerist á jörðu mikilvægara en sú [samansöfnun]. … Sú samansöfnun ætti að vera ykkur einstaklega mikilvæg“ Russell M. Nelson og Wendy W. Nelson, „Hope of Israel [Vonin Ísraels]“ [heimslæg æskulýðssamkoma, 3. júní 2018], viðauki í New Era og Ensign, ágúst 2018,12, ChurchofJesusChrist.org).

Hvað vekur áhuga ykkar varðandi samansöfnun Ísraels á síðari dögum er þið lærið Jeremía 3:14–18; 16:14–21? Hvernig er gefið í skyn í þessum versum að sú samansöfnun eigi sér stað? Hvað fleira vekur áhuga ykkar í boðskap Nelsons forseta sem vísað er í hér áður?

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Jeremía 1:5.Þið gætuð notað þetta vers til að ræða líf okkar með himneskum föður áður en fæddumst. Efni eins og „Ég lifði á himnum“ (Barnavinur,1999) og „Inngangur: Áætlun föður okkar á himnum“ (í Sögur úr Nýja testamentinu, 1–5) gæti verið gagnlegt. Á hvaða hátt getur sú vitneskja að við lifðum í fortilverunni haft áhrif á hvernig við högum jarðnesku lífi okkar?

Jeremía 2:13; 17:13–14.Til að hjálpa fjölskyldumeðlimum að myndgera þessi vers, þá gætuð þið sýnt hvað gerist þegar vatn er sett í sprungið eða brotið ílát. Hver gæti verið merking „uppsprettu lifandi vatns“ og „sprungna brunna“? Jeremía 2:13. Hvernig drekkum við hið lifandi vatn Drottins?

Jeremía 16:16.Russell M. Nelson forseti líkti fiskimönnunum og veiðimönnunum í þessum versum við trúboða síðari daga (sjá „Samansöfnun tvístraðs Ísraels,“ aðalráðstefna , október 2006). Fjölskyldumeðlimir gætu „veitt“ hluti á heimili ykkar og rætt hvernig þið getið hjálpað við að „veiða“ hinn tvístraða Ísrael.

Jeremía 1–6.Þið gætuð rætt eða sýnt hvernig leirker er búið til, er þið kannið þessi vers. Hvaða boðskap hefur Drottinn fyrir Ísrael í Jeremía 18:1–6? Hver er merking þess að vera sem leir í höndum Drottins? (sjá einnig Jesaja 64:8). Ef þið viljið aðra frásögn sem líkir okkur við leir leirkerasmiðs, sjá þá boðskap öldungs Richard J. Maynes „Gleðin að lifa lífi með Krist að þungamiðju“ (aðalráðstefna , október 2015).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ísrael, Drottinn á þig kallar,“ Sálmar, nr. 5.

Bæta kennslu okkar

Notið frásagnir. Frelsarinn kenndi oft með frásögnum. Hugsið um frásögn úr eigin lífi sem getur gert trúarreglu lifandi. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 22.)

leir á skífu leirkerasmiðs

„Þér eruð í hendi minni, Ísraelsmenn, eins og leirinn í hendi leirkerasmiðsins“ (Jeremía 18:6).