Gamla testamentið 2022
Ábendingar til að hafa hugfastar: Spámenn og spádómar


„Ábendingar til að hafa hugfastar: Spámenn og spádómar,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„Ábendingar til að hafa hugfastar: Spámenn og spádómar,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
ábendingatákn

Ábendingar til að hafa hugfastar

Spámenn og spádómar

Í hinni hefðbundnu skiptingu kristinna manna á Gamla testamentinu, er síðasti hlutinn (Jesaja til og með Malakí) nefndur „Spámennirnir.“1 Sá hluti, sem er um fjórðungur Gamla testamentisins, geymir orð lögmætra þjóna Guðs, sem áttu tjáskipti við Drottin og töluðu síðan fyrir hans hönd og miðluðu boðskap hans til fólksins, frá um 900 til 500 f.Kr.2

Spámenn og spádómar gegna mikilvægu hlutverki í Gamla testamentinu. Patríarkarnir Abraham, Ísak og Jakob hlutu sýnir og áttu samskipti við himneska sendiboða. Móse talaði við Guð augliti til auglitis og miðlaði Ísraelsmönnum vilja hans. Fyrsta og önnur Konungabók segja frá merkilegu starfi og boðskapi spámannanna Elía og Elíasar. Í Gamla testamentinu er líka greint frá spákonum, eins og Miríam (sjá 2. Mósebók 15:20) og Deboru (sjá Dómarabókina 4) og fleiri konum sem voru blessaðar með anda spádóms, t.d. Rebekku (sjá 1. Mósebók 25:21–23) og Hönnu (sjá 1. Samúelsbók 1:20–2:10). Sálmarnir eru líka fylltir anda spádóms, þótt þeir væru ekki ritaðir af formlegum spámönnum, einkum þar sem sagt er frá komu Messíasar.

Ekkert af þessu er ókunnugt Síðari daga heilögum. Hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists kennir í raun að spámenn séu ekki bara áhugaverður hluti sögunnar, heldur nauðsynlegir í áætlun Guðs. Þótt sumir gætu talið spámenn einskorðast við tíma Gamla testamentisins, þá sjáum við þá sem nokkuð sem við eigum sameiginlegt með tíma Gamla testamentisins.

Lestur kapítula í Jesaja eða Esíkel gæti þó verið ólíkt því að lesa aðalráðstefnuræður frá núverandi forseta kirkjunnar. Stundum getur reynst erfitt að skilja að fornir spámenn hafi haft eitthvað að segja við okkur. Þegar allt kemur til alls, þá er sá heimur sem við nú lifum í mikið ólíkari þeim sem þeir lifðu í og prédikuðu og spáðu. Sú staðreynd að við höfum lifandi spámann, gæti vakið þessa spurningu: Af hverju er það erfiðisins virði – og það þarf erfiði til þess – að lesa orð fornra spámanna?

Þeir hafa vissulega nokkuð að segja okkur

Fólk okkar tíma er almennt ekki aðal áheyrendur spámanna Gamla testamentisins. Þessir spámenn tókust á við aðkallandi vanda þeirra tíma og staðar – á sama hátt og spámenn síðari daga fjalla um áhyggjumál okkar tíma.

Spámenn geta þó líka á sama tíma litið lengra en áhyggjumál þeirra tíma. Þeir kenna t.d. eilífan sannleika, sem á við á öllum tímum. Þeir njóta líka blessana opinberunar og sjá stóru myndina, stærra samhengið í verki Guðs. Jesaja gat t.d. ekki aðeins varað fólkið á hans tíma við syndum þess – hann gat líka ritað um frelsun Ísraelsmanna sem gerðist að 200 árum liðnum og látlaust kennt þá frelsun sem allt fólk Guðs leitar eftir. Auk þess gat hann ritað spádóma sem við væntum jafnvel enn að uppfyllist algjörlega – eins og fyrirheitið um „nýja jörð,“ (Jesaja 65:17) þar sem „verður fullt af þekkingu á Drottni“ (Jesaja 11:9), þar sem hinar týndu ættkvíslir Ísraels væru og „engin þjóð“ myndi „temja sér hernað framar“ (Jesaja 2:4). Hluti af þeirri gleði sem og andlegu hvatningu sem felst í því að lesa orð spámanna Gamla testamentisins, líkt og Jesaja, er að gera sér ljóst að við gegnum hlutverki á þeim dýrðlega tíma sem þeir sáu í sýn.3

Þegar þið því lesið forna spádóma, er gagnlegt að kynna sér í hvaða samhengi þeir voru ritaðir. Þið ættuð líka að sjá ykkur sjálf í þeim eða tileinka ykkur þá, svo vísað sé í orð Nefís (sjá 1. Nefí 19:23–24). Stundum felst það í því að sjá Babýlon sem líkingu fyrir veraldarhyggju og dramb, ekki bara sem forna borg. Það gæti falist í því að skilja Ísrael sem þjóð Guðs á hvaða svæði sem er og að skilja Síon sem þann málstað sem fólk Guðs á síðari dögum tileinkar sér, en ekki bara eitthvað annað hugtak yfir Jerúsalem.

Við getum tileinkað okkur ritningarnar af því að við skiljum að spádómur getur uppfyllst á marga vegu.4 Gott dæmi um það er spádómur í Jesaja 40:3: Heyr, kallað er: ‚Greiðið Drottni veg um eyðimörkina, ryðjið Guði vorum beina braut í auðninni.‘“ Fyrir Gyðingana í ánauð í Babýlon gæti þetta hafa vísað til þess að Drottinn sæi þeim fyrir leið til frelsunar og til baka til Jerúsalem. Fyrir Matteusi, Markúsi og Lúkasi, uppfylltist þessi spádómur með Jóhannesi skírara, sem greiddi leið fyrir hina jarðnesku þjónustu frelsarans.5 Joseph Smith hlaut líka opinberun um að þessi spádómur væri enn að uppfyllast á síðari dögum til undurbúnings þjónustu Krists í þúsund ára ríkinu.6 Á ýmsan hátt erum við enn að skilja að fornir spámenn voru að tala til okkar. Þeir kenndu ýmis dýrmæt, eilíf sannindi sem eiga alveg jafnt við um okkur og hinn forna Ísrael.

Ljósmynd
forn spámaður við skriftir

Fylling tímanna, eftir Greg K. Olsen

Þeir vitnuðu um Jesú Krist

Ef til vill er enn mikilvægara að sjá Jesú Krist í þeim, en að sjá ykkur sjálf í spádómum Gamla testamentisins. Ef þið leitið hans, munið þið finna hann, jafnvel þótt hans sé ekki getið með nafni. Það gæti hjálpað að hafa hugfast að Guð Gamla testamentisins, Jehóva, er Jesús Kristur. Ætíð þegar spámennirnir segja frá því sem Drottinn er að gera eða mun gera, eru þeir að vísa til frelsarans.

Þið munuð líka sjá að vísað er til hans sem hins smurða (sjá Jesaja 61:1), frelsara (sjá Hósea 13:14) og konungs í gegnum ættlínu Davíðs (sjá Jesaja 9:6–7; Sakaría 9:9). Þetta eru allt spádómar um Jesú Krist. Almennt munuð þið lesa um björgun, fyrirgefningu, endurlausn og endurreisn. Með frelsarann í huga og hjarta, munu þessir spádómar á eðlilegan hátt vísa til sonar Guðs. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er besta leiðin til að skilja spádóma að hafa „anda spádómsgáfunnar,“ sem Jóhannes segir að sé „vitnisburður Jesú“ (Opinberunarbókin 19:10).

Heimildir

  1. Jesaja, Jeremía, Esekíel og Daníel eru oft sagðir vera megin spámennirnir, vegna lengdar bóka þeirra. Hinir spámennirnir (Hósea, Jóel, Amos, Óbadía, Jónas, Míka, Nahúm, Habakkuk, Sefanía, Haggaí, Sakaría og Malakí) eru sagðir vera minni spámenn, vegna þess að bækur þeirra eru mun styttri. Harmljóðin eru talin hluti af ritverkinu, ekki spámennirnir.

  2. Við vitum ekki hvernig spámannsbækurnar voru teknar saman. Í sumum tilvikum gæti spámaður hafa haft umsjón með samantekt ritverks síns og spádóma. Í öðrum tilvikum gætu þær hafa verið ritaðar og teknar saman eftir dauða hans.

  3. „Hugsið ykkur bara eftirvæntinguna og mikilvægi þess alls: Hver spámaður, allt frá Adam, hefur séð okkar dag. Hver spámaður hefur talað um okkar dag, þegar Ísrael yrði safnað saman og heimurinn myndi vera undirbúinn fyrir Síðari komu frelsarans. Hugleiðið þetta! Af öllum þeim sem hafa nokkru sinni búið á jörðinni, erum við þau sem fáum að taka þátt í þessum viðburði samansöfnunar. Þvílíkt spennandi sem það er!“ (Russell M. Nelson forseti, „Hope of Israel [Vonin Ísraels]“ [heimslæg æskulýðssamkoma, 3. júní 2018], viðauki í New Era og Ensign, 8, ChurchofJesusChrist.org). Sjá einnig Ronald A. Rasband, „Uppfylling spádóms,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

  4. Frelsarinn ræddi um Jesaja og sagði: „Allt, sem hann mælti, hefur gerst og mun gerast, já, í samræmi við orð hans“ (3. Nefí 23:3; skáletrað hér).

  5. Sjá Matteus 3:1–3; Markús 1:2–4; Lúkas 3:2–6.

  6. Sjá Kenning og sáttmálar 33:10; 65:3; 88:66.

Prenta