Handbækur og kallanir
29. Samkomur og fundir í kirkjunni


„29. Samkomur og fundir í kirkjunni,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„29. Samkomur og fundir í kirkjunni,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
móðir og dóttir á sakramentissamkomu

29

Samkomur og fundir í kirkjunni

29.0

Inngangur

Síðari daga heilagir koma saman til að tilbiðja, byggja hver annan upp og kenna og læra fagnaðarerindið (sjá Alma 6:6; Moróní 6:5–6). Frelsarinn lofaði: „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra“ (Matteus 18:20). Að koma saman, er ein leið til að hjörtu okkar geta verið „tengd böndum einingar og elsku“ (Mósía 18:21).

Hins vegar ættu samkomur og fundir aldrei að koma í staðinn fyrir að þjóna og þjónusta eins og Jesús Kristur gerði.

29.1

Skipuleggja og stjórna samkomum

Leiðtogar skipuleggja og stjórna samkomum og fundum „eins og heilagur andi leiðir þá, samkvæmt boðum og opinberunum Guðs“ (Kenning og sáttmálar 20:45; sjá einnig Moróní 6:9; Kenning og sáttmálar 46:2). Þeir leita leiða til að bjóða áhrifum andans á samkomur sínar og fundi.

Leiðtogar tryggja að fjöldi og lengd samkoma og funda skapi ekki álag fyrir meðlimina og fjölskyldur þeirra.

29.2

Deildarsamkomur

29.2.1

Sakramentissamkoma

29.2.1.1

Skipulagning sakramentissamkomu

Biskupsráðið skipuleggur og stjórnar sakramentissamkomu. Þeir tryggja að áhersla fundarins sé sakramentið og að styrkja trú á Jesú Krist.

Sakramentissamkoma varir í eina klukkustund. Hún getur falið í sér eftirfarandi:

  1. Forspil (sjá 19.3.2 fyrir leiðbeiningar).

  2. Kveðjur og fólk boðið velkomið.

  3. Tilgreint hvaða valdhafar, eða leiðtogar sem eru í heimsókn, séu í forsæti.

  4. Tilkynningar. Þeim skal haldið í lágmarki.

  5. Inngangssálmur og bæn. Sjá 19.3.2 og 29.6.

  6. Deildar- og stikumál, eins og eftirfarandi:

    • Styðja og leysa af embættismenn og kennara (sjá 30.3 og 30.6).

    • Nafnakynning bræðra til vígslu í embætti í Aronsprestdæminu (sjá 18.10.3).

    • Kynning nýrra deildarmeðlima, þar með talið nýskírðra.

  7. Nafngjöf og blessun barna (sjá 18.6). Þetta er yfirleitt gert á föstu- og vitnisburðarsamkomu (sjá 29.2.2).

  8. Staðfesting nýrra meðlima (sjá 18.8).

  9. Sakramentissálmur og þjónusta sakramentisins. Sakramentið er aðaláhersla samkomunnar. Helgiathöfnin er tækifæri fyrir meðlimi til að beina hugsunum sínum að frelsaranum og fórn hans fyrir þá.

    Meira um undirbúning, blessun og útdeilingu sakramentisins, sjá 18.9.

  10. Boðskapur fagnaðarerindisins og safnaðarsöngur eða önnur tónlist.

  11. Lokasálmur og bæn.

  12. Eftirspil.

29.2.1.4

Val á ræðumönnum

Biskupsráðið velur ræðumenn fyrir sakramentissamkomu. Oftast bjóða þeir deildarmeðlimum, meðal annars ungmennum.

Ræðumenn gefa vitnisburð um Jesú Krist og kenna fagnaðarerindi hans með notkun ritninganna (sjá Kenning og sáttmálar 42:12; 52:9).

29.2.2

Föstu- og vitnisburðarsamkoma

Á föstu- og vitnisburðarsamkomu eru engir fyrir fram ákveðnir ræðumenn eða sérstök tónlistaratriði. Þess í stað gefur stjórnandinn stuttan vitnisburð. Hann býður því næst meðlimum safnaðarins að gefa vitnisburð sinn. Að gefa vitnisburð, þýðir að útlista sannleika fagnaðarerindisins eins og heilagur andi hvetur til.

29.2.3

Deildarráðstefna

29.2.4

Biskupsráðsfundur

Málefni til skoðunar ættu að vera meðal annars:

  • Samræming sáluhjálpar- og upphafningarstarfs deildarinnar.

  • Styrking einstaklinga og fjölskyldna í deildinni – sérstaklega ungmenna og barna.

  • Bera kennsl á meðlimi sem gætu búið sig undir að meðtaka helgiathafnir, þar með talið prestdæmisvígslur.

  • Bera kennsl á meðlimi til að kalla í stöður innan deildarinnar.

29.2.5

Deildarráðsfundur

Biskup skipuleggur, er í forsæti og stjórnar deildarráðsfundum. Ráðið tekur ekki afgerandi ákvarðanir án biskupsins.

Leiðtogar deildarsamtaka sækja deildarráðsfundi í tvennum tilgangi:

  1. Sem meðlimir deildarráðsins, sem hjálpa við að blessa alla deildarmeðlimi.

  2. Sem fulltrúar sinna samtaka.

Þegar þau hittast ræðir deildarráðið málefni sem gætu notið góðs af sameinuðum verkum alls ráðsins. Hver deildarráðsmeðlimur er hvattur til að miðla hugsunum sínum og innblæstri í þessum málum.

Deilarráðsfundir vara yfirleitt ekki lengur en einn klukkutíma. Þeir hefjast með bæn og stuttri greinargerð um verkefni fyrri funda. Biskupinn setur þau málefni í forgang sem brýnust eru, til að blessa einstaklinga og fjölskyldur.

  • Lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists. Hjálpa öllum meðlimum að styrkja trú, meðtaka frelsandi helgiathafnir og halda sáttmála sína.

  • Annast hina þurfandi. Miðla úrræðum og hæfileikum til að blessa einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið. Hjálpa deildarmeðlimum að verða sjálfbjarga. (Sjá kafla 22.)

  • Bjóða öllum að meðtaka fagnaðarerindið. Fara yfir framþróun þeirra sem eru að læra um fagnaðarerindið, svo og nýrra og endurkominna meðlima. Ræða hvernig meðlimir geta miðlað öðrum fagnaðarerindinu. (Sjá kafla 23.)

  • Sameina fjölskyldur um eilífð. Fara yfir framþróun meðlima sem eru að búa sig undir að taka á móti musterishelgiathöfnum. Áætla leiðir til að hjálpa fleiri meðlimum að uppfylla skilyrði fyrir musterismeðmæli. Ræða það hvernig meðlimir geta tekið þátt í musteris- og ættarsögustarfi. (Sjá kafla 25.)

Meðlimum ráðsins ber að halda trúnað varðandi allar persónulegar og viðkvæmar upplýsingar (sjá 4.4.6).

29.2.6

Ungmennaráðsfundur deildar

Fyrir hvern fund fara biskupinn og fundarstjórnandinn yfir málefnin sem á að ræða.

  • Starf sáluhjálpar og upphafningar.

  • Þarfir ungmenna í deildinni og hvernig hægt er að takast á við þær.

  • Átak í að ná til minna virkra ungmenna eða nýrra meðlima.

  • Athafnir, meðal annars tækifæri til að þjóna hinum þurfandi. Meirihluti skipulagsins er unninn á forsætisráðsfundum sveita eða bekkja (sjá kafla 20).

  • Hirðisþjónusta (sjá kafla 21).

  • Kynning fyrir nýkölluð forsætisráð sveita og bekkja.

29.2.8

Tímasetningar fyrir sunnudagssamkomur

Deildir nota eina af eftirfarandi tveggja klukkustunda áætlunum fyrir sunnudagssamkomur.

Áætlun 1

60 mín.

Sakramentissamkoma

10 mín.

Skipting í bekki og fundi

50 mín.

Alla sunnudaga: Barnafélag, ásamt barnastofu.

Fyrsta og þriðja sunnudag mánaðar: Sunnudagaskóli.

Annan og fjórða sunnudag: Prestdæmissveitarfundir, Líknarfélagsfundir og Stúlknafélagsfundir.

Fimmta sunnudag: Fundir fyrir ungmenni og fullorðna. Biskupsráðið ákvarðar umræðuefnið og skipar kennara.

Áætlun 2

50 mín.

Alla sunnudaga: Barnafélag, ásamt barnastofu.

Fyrsta og þriðja sunnudag mánaðar: Sunnudagaskóli.

Annan og fjórða sunnudag: Prestdæmissveitarfundir, Líknarfélagsfundir og Stúlknafélagsfundir.

Fimmta sunnudag: Fundir fyrir ungmenni og fullorðna. Biskupsráðið ákvarðar umræðuefnið og skipar kennara.

10 mín.

Skipting í sakramentissamkomu.

60 mín.

Sakramentissamkoma

29.3

Stikusamkomur

29.3.1

Stikuráðstefna

29.3.2

Aðalfundur prestdæmis í stiku

29.3.3

Prestdæmisleiðtogafundur í stiku

29.3.4

Stikuleiðtogafundir

29.3.5

Háprestasveitarfundur í stiku

29.3.6

Stikuforsætisráðsfundur

29.3.7

Háráðsfundur

29.3.8

Stikuráðsfundur

29.3.9

Nefndarfundur fullorðinna stikuleiðtoga

29.3.10

Nefndarfundur ungmennastikuleiðtoga

29.3.11

Biskupsstikuráðsfundur

29.5

Útfarir og aðrar athafnir fyrir látna

29.5.1

Almennar reglur

Mikilvægur tilgangur kirkjusamkoma fyrir hina látnu er að bera vitni um sáluhjálparáætlunina, sérstaklega friðþægingu og upprisu frelsarans. Þessar samkomur ættu að vera virðuleg, andleg reynsla.

Kirkjuleiðtogar ættu ekki að nota helgisiði frá öðrum trúfélögum eða hópum á kirkjusamkomum fyrir látna.

29.52

Bjóða fjölskyldunni aðstoð

Leiðtogar og meðlimir „syrgja með syrgjendum … og hugga þá sem huggunar þarfnast,“ sem lærisveinar Jesú Krists (Mósía 18:9). Þegar meðlimur deyr, heimsækir biskupinn fjölskylduna til að veita huggun.

Biskupinn býður aðstoð frá deildarmeðlimum, þar á meðal frá öldungasveit og Líknarfélagi.

29.5.4

Útfararþjónustur (þar sem venja er)

Jarðarför sem stjórnað er af biskupi, hvort heldur í kirkjubyggingu eða annars staðar, er kirkjusamkoma og trúarleg athöfn. Hún ætti að vera andlegur viðburður.

Jarðarfarir ættu að hefjast á réttum tíma. Yfirleitt ættu þær ekki að vara lengur en 1,5 klst. af tillitsemi við þá sem koma.

Jarðarfarir eru yfirleitt ekki á sunnudögum.

29.6

Bænir á kirkjusamkomum

Bænir á kirkjusamkomum ættu að vera stuttar, einfaldar og leiddar af andanum. Hvaða skírður meðlimur kirkjunnar sem er getur flutt inngangs- eða lokabæn. Börn sem eru ekki skírð geta flutt bænir í Barnafélaginu.

29.7

Senda út samkomur og halda stafræna fundi

Í undantekningartilfellum getur biskupinn veitt leyfi fyrir beinu streymi sakramentissamkoma, jarðarfara og hjónavígslna, sem fara fram í samkomuhúsinu.

Beint streymi sakramentissamkomu ætti ekki að ná yfir þjónustu sakramentisins.

Fyrir sumar samkomur getur biskup eða stikuforseti veitt meðlimum sem ekki geta mætt á staðinn leyfi til að taka þátt rafrænt. Þessir fundir eða samkomur gætu verið meðal annars:

  • Leiðtogafundir, eins og forsætis- eða ráðsfundir.

  • Fundir sveitar, Líknarfélags og Stúlknafélags.

  • Sunnudagaskólabekkir.

  • Barnafélagsbekkir og söngstundir.

Prenta