„Fyrirmynd vaxtar,“ Eigin framþróun: Leiðarvísir unglinga (2019)
„Fyrirmynd vaxtar,“ Eigin framþróun: Leiðarvísir unglinga
Fyrirmynd vaxtar
Vöxtur er mikilvægur hluti af áætlun himnesks föður. Himneskur faðir hjálpar ykkur með því að veita ykkur leiðsögn með heilögum anda, ritningunum og lifandi spámönnum. Þið munuð læra af eigin reynslu, einkum þegar þið treystið á Jesú Krist og friðþægingu hans. Hér er forskrift til að hjálpa ykkur að lifa eftir fagnaðarerindinu á öllum sviðum lífs ykkar.
Uppgötvið það sem þið þurfið að vinna að.
Skipuleggið hvernig þið gerið það.
Framkvæmið áætlun ykkar með trú.
Íhugið hvað þið hafið lært.
Uppgötva
Þarfir ykkar, gjafir og hæfileikar
Himneskur faðir hefur gefið ykkur gjafir, hæfileika og hæfni. Hann vill að þið uppgötvið og þroskið það, til að gera ykkur sjálf, annað fólk og jafnvel heiminn betri. Hvernig getið þið bætt ykkur og vaxið?
Reynið að spyrja eins og:
-
Hvað finnst mér að ég eigi að læra eða hverju breyta í lífi mínu?
-
Hvaða hæfileika eða kunnáttu vil ég tileinka mér?
-
Hvaða andlegar venjur þarf ég til að þroskast eða bæta mig?
-
Hvernig get ég haldið sáttmálann sem ég gerði þegar ég skírðist?
-
Hvernig get ég þjónað?
Himneskur faðir mun svara þessum spurningum ef þið reiðið ykkur á hann. Biðjist fyrir. Kannið ritningarnar og orð lifandi spámanna. Lesið patríarkablessun ykkar, ef þið hafið fengið hana. Lærið að þekkja tilfinningar og hugsanir frá heilögum anda. Hann mun hjálpa ykkur að vita hvað ykkur er mikilvægast einmitt núna. Ef þið eruð ekki viss um hvað gera skal, sjá þá síður 58–63.
Skipuleggja
Að bæta sig
Þegar þið hafið endanlega ákveðið að hverju þið hyggist vinna, gerið þá áætlun um hvernig þið ætlið að gera það. Þið gætuð haft með ákveðin skref eða aðgerðir eða aðferð til að koma á venju eða tileinka ykkur eiginleika.
Reynið að spyrja eins og:
-
Afhverju er þetta mikilvægt fyrir mig?
-
Hvernig hjálpar þetta mér að verða líkari Jesú Kristi?
-
Hvaða aðgerðir get ég tekið til að gera þetta?
-
Get ég skipt þessum aðgerðum í smærri skref?
-
Hvaða áætlanir get ég gert núna til að sigrast á áskorunum sem ég gæti staðið frammi fyrir?
Biðjist fyrir út af áætlun ykkar og gætið að tilfinningum og hugmyndum sem gætu komið. Þið getið beðið um liðsinni heilags anda, fjölskyldu ykkar og leiðtoga.
Framkvæma
Að vaxa í trú
Fylgið áætlun ykkar! Búið til áminningar til að hjálpa ykkur að halda einbeitingu. Þið getið skrifað glósu, stillt vekjaraklukkuna eða beðið einhvern að vinna með ykkur. Stundum getur verið erfitt að vinna eftir áætlun ykkar. Stundum mistekst ykkur. Það er allt í lagi! Finnið út hvað virkar og virkar ekki til að stuðla að vexti ykkar.
Ef þið eruð föst, reynið þá að spyrja eins og:
-
Hvað hefur virkað? Hvers vegna?
-
Hvað hefur ekki gengið upp? Hvers vegna ekki?
-
Hvað annað get ég reynt?
-
Hvar fæ ég fleiri hugmyndir?
-
Get ég skipt markmiði mínu í smærri skref eða aðgerðir?
-
Hvað get ég lært af áföllum?
Það krefst æfingar og þolinmæði að gera eitthvað vel. Biðjið fjölskyldu, vini eða leiðtoga um hjálp. Frelsarinn þekkir ykkur og þær áskoranir sem þið standið frammi fyrir. Hann getur hjálpað ykkur að gera það sem erfitt er. Biðjist fyrir um leiðsögn og liðsinni.
Íhuga
Íhugið það sem þið lærðuð
Íhugið markmið ykkar og áætlanir þegar þið vinnið að þeim og hafið lokið þeim. Hvernig líður ykkur? Hvað lærðuð þið? Að skrá hugsanir og hughrif gæti gagnast ykkur síðar.
Reynið að spyrja eins og:
-
Hvernig hef ég vaxið?
-
Hvernig get ég notað það sem ég hef lært til að þjóna öðrum?
-
Hvernig hefur breytni mín hjálpað mér að komast nær frelsaranum?
-
Hvernig get ég haldið afram að vaxa á þessu sviði?
Þegar þið hafið lokið við að vinna að markmiði eða áætlun, þakkið þá himneskum föður og þeim sem hafa hjálpað ykkur. Ígrundið hlutverk frelsarans í lífi ykkar þegar þið meðtakið sakramentið. Íhugið og biðjist fyrir um það sem þið getið unnið að næst.