Börn og unglingar
Hugmyndir til vaxtar á öllum sviðum lífs


„Hugmyndir til vaxtar á öllum sviðum lífs,“ Eigin framþróun: Leiðarvísir unglinga (2019)

„Hugmyndir til vaxtar á öllum sviðum lífs,“ Eigin framþróun: Leiðarvísir unglinga

Hugmyndir til vaxtar á öllum sviðum lífs

Þið getið vaxið á svo marga vegu í lífi ykkar! Fáið hugmyndir á eftirfarandi síðum eða komið með eigin hugmyndir. Biðjið himneskan föður að hjálpa ykkur að vita að hverju þið þurfið að vinna einmitt núna.

Þið getið fundið fleiri hugmyndir á ChildrenandYouth.ChurchofJesusChrist.org og í smáforritinu Gospel Living.

Andlegt

Ljósmynd
ungmenni les ritningarnar
  • Biðjist fyrir af einlægni.

  • Lærið ritningarnar og orð lifandi spámanna.

  • Leitið tækifæra til að miðla fagnaðarerindinu.

  • Uppgötvið og þróið andlegar gjafir ykkar.

  • Búið ykkur undir patríarkablessun ykkar.

  • Fáið musterismeðmæli og verið verðug þeirra.

  • Vinnið að ættarsögu ykkar og þjónið í musterinu.

  • Tjáið þakklæti á hverjum degi.

  • Haldið boðorð af meiri staðfestu.

  • Lærið um líf Krists.

  • Meðtakið sakramentið verðug í hverri viku.

  • Takið þátt í trúarskólanum.

Félagslegt

Ljósmynd
ungmenni heilsar fullorðnum
  • Hugið meira að þörfum annarra.

  • Lærið og hlustið vandlega og tjáið hugmyndir greinilega.

  • Elskið og þjónið fólki umhverfis.

  • Verjið tíma með fjölskyldunni.

  • Búið ykkur undir að verða maki og foreldri.

  • Þróið þrautseigju – aðlögunarhæfni og þolinmæði þegar hlutirnir verða erfiðir.

  • Takið þátt í viðburðum í skóla eða samfélagi.

  • Finnið leiðir til að láta ykkur annt um fátæka.

  • Lærið að biðjast afsökunar. Lærið að fyrirgefa.

  • Talið og breytið vinsamlega og forðist slúður.

Líkamlegt

Ljósmynd
ungmenni á hjóli
  • Bætið líkamsheilsu ykkar og styrk.

  • Lærið eða bætið líkamshæfni, svo sem með íþróttum, dansi eða viðburðum utandyra.

  • Lærið eða bætið listgrein eða handverksfærni.

  • Stjórnið ástríðum líkamans á heilbrigðan hátt.

  • Lærið leiðir til að verja ykkur sjálf gegn misbeitingu og leitið aðstoðar ef þörf er á því.

  • Forðist klámefni.

  • Finnið heilbrigðar leiðir til að hafa hemil á ástríðum og áreiti.

  • Lærið að annast börn.

  • Æfið gott hreinlæti

  • Lærið að nota einföld garð- og heimilisverkfæri á öruggan máta.

  • Lærið skyndihjálp og að bjarga sér utandyra.

  • Notið gott málfar og blótið ekki.

Vitsmunalegt

Ljósmynd
ungmenni við nám
  • Bætið lestrar- og skriftarhæfni.

  • Þróið góðar námsvenjur.

  • Finnið út hvað þið þurfið að gera til að öðlast góða atvinnu og byrjið að vinna að því markmiði.

  • Lærið meira um eitthvað sem þið hafið áhuga á.

  • Ræðið við fólk sem þið hrífist að, til að komast að því hvernig það þróaði eiginleikana sem þið viljið öðlast.

  • Lærið skynsamlega meðferð fjár.

  • Lærið trúarlegt efni ítarlega.

  • Lærið helstu atvinnufærni sem þið getið notað nú og síðar.

  • Sækið menningarviðburði

  • Lærið annað tungumál

  • Verið meira sjálfbjarga

  • Lærið og iðkið reglur sjálfstjórnar.

Prenta