Úrval úr þýðingu Josephs Smith á Biblíunni
Hér á eftir eru valdir kaflar úr þýðingu Josephs Smith á Biblíunni, útgáfu Jakobs konungs, (ÞJS). Drottinn blés spámanninum Joseph Smith í brjóst að endurvekja, í útgáfu Jakobs konungs, þann sannleika Biblíutextans sem glatast hafði, eða breytt hafði verið frá upprunalega skráðum texta. Þessi endurvakti sannleikur skýrði kenningar og jók skilning á ritningunum.
Drottinn opinberaði Joseph ákveðinn sannleika, sem upprunalegir höfundar höfðu skráð og því er Þýðing Josephs Smith ólík öllum öðrum Biblíuþýðingum. Í þeim skilningi er orðið þýðing notað á rýmri og annan hátt en venjulega, því að þýðing Josephs var frekar opinberun en bein þýðing úr einu tungumáli á annað.
Þýðing Josephs Smith á Biblíunni, útgáfu Jakobs konungs, hefur tengingu við eða er nefnd í nokkrum köflum í Kenningu og sáttmálum (sjá kafla 37, 45, 73, 76, 77, 86, 91, og 132). Bók Móse og Joseph Smith — Mattheus eru einnig úrdrættir úr Þýðingum Joseph Smith.
Til frekari upplýsinga um Þýðingar Josephs Smith sjá „Þýðingar Josephs Smith (ÞJS)“ í Leiðarvísi að ritningunum.
Eftirfarandi skýringarmynd er dæmi um valdar greinar úr Þýðingum Josephs Smith:
© 2013 by Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved. Source: 2015/03/24