Námshjálp
ÞJS, 1. Samúelsbók 16


ÞJS, 1. Samúelsbók 16:14–16, 23. Samanber 1. Samúelsbók 16:14–16, 23; svipaðar breytingar voru gjörðar á 1. Samúelsbók 18:10 og 19:9

Sá illi andi, sem kemur yfir Sál, er ekki frá Drottni.

14 En andi Drottins var vikinn frá Sál, en illur andi, sem ekki var frá Drottni, sturlaði hann.

15 Þá sögðu þjónar Sáls við hann: Sjá, illur andi sem ekki er frá Guði sturlar þig.

16 Lát nú herra vorn skipa þjónum sínum, sem standa frammi fyrir þér, að leita uppi mann, sem kann að leika hörpu. Þá mun svo fara, að þegar hinn illi andi, sem ekki er frá Guði, kemur yfir þig, og hann leikur hörpuna hendi sinni, þá mun þér batna.

23 Og svo bar við, að þegar hinn illi andi, sem ekki var frá Guði, kom yfir Sál, þá tók Davíð hörpuna og lék hana hendi sinni. Þá bráði af Sál og honum batnaði, og hinn illi andi vék frá honum.