Þýðing Josephs Smith Viðauki FormáliHér á eftir eru valdir kaflar úr þýðingu Josephs Smith á Biblíunni, útgáfu Jakobs konungs, (ÞJS). Drottinn blés spámanninum Joseph Smith í brjóst að endurvekja, í útgáfu Jakobs konungs, þann sannleika Biblíutextans sem glatast hafði, eða breytt hafði verið frá upprunalega skráðum texta. Þessi endurvakti sannleikur skýrði kenningar og jók skilning á ritningunum. ÞJS, 1. Mósebók ÞJS, 1. Mósebók 1–8Þessi texti úr Biblíunni var endurheimtur af Joseph Smith og er gefinn út í Hinni dýrmætu perlu sem Útdráttur úr Bók Móse. ÞJS, 1. Mósebók 9Eftir flóðið bað Nói Drottin að bölva ekki jörðinni aftur. ÞJS, 1. Mósebók 14Melkísedek blessar Abram. Mikilli þjónustu Melkísedekser lýst, sem og krafti og blessunum Melkísedeksprestdæmisins. ÞJS, 1. Mósebók 15Abraham lærir um upprisuna og sér þjónustu Jesú á jörðu í sýn. ÞJS, 1. Mósebók 17Fólkið fylgir ekki helgiathöfnum fagnaðarerindisins þar á meðal skírn. Guð útskýrir sáttmála umskurnar fyrir Abraham, og ábyrgðaraldur barna. ÞJS, 1. Mósebók 19Lot stenst ranglæti Sódómu og englar vernda hann. ÞJS, 1. Mósebók 21Abraham tilbiður hinn ævarandi Guð. ÞJS, 1. Mósebók 48Efraím og Manasse verða ættkvíslir í Ísrael. Á sama hátt og Jósef til forna bjargaði fjölskyldu sinni stundlega munu afkomendur hans bjarga Ísrael andlega á síðari dögum. ÞJS, 1. Mósebók 50Jósef í Egyptalandi spáir því, að Móse frelsi Ísrael undan ánauð Egypta; að grein afkomenda Jósefs verði leidd til fjarlægs lands, þar sem þeirra verður minnst í sáttmálum Drottins; að Guð kalli síðari daga spámann að nafni Joseph til að sameina heimildir Júda og Jósefs; og að Aron þjóni sem talsmaður Móse. ÞJS, 2. Mósebók ÞJS, 2. Mósebók 4Drottinn ber ekki ábyrgð á hjartahörku Faraós. Sjá einnig ÞJS, 2. Mósebók 7:3, 13; 9:12; 10:1, 20, 27; 11:10; 14:4, 8, 17; hver þessara tilvísana, ef rétt þýdd, sýnir að Faraó herti sitt eigið hjarta. ÞJS, 2. Mósebók 18Jetró er æðsti prestur. ÞJS, 2. Mósebók 22Morðingjar munu ekki lifa. ÞJS, 2. Mósebók 32Drottinn mun þyrma þeim Ísraelsmönnum sem iðrast. ÞJS, 2. Mósebók 33Enginn syndugur maður getur séð ásjónu Guðs og haldið lífi. ÞJS, 2. Mósebók 34Guð ritar aftur lög sín á steintöflur, sem Móse hefur útbúið, en tekur Melkísedekprestdæmið og helgiathafnir þess frá börnum Ísraels. Þess í stað gefur hann þeim lögmál holdlegra boðorða. ÞJS, 5. Mósebók ÞJS, 5. Mósebók 10Á fyrri töflunum opinberar Guð ævarandi sáttmála hins heilaga prestdæmis. ÞJS, 1. Samúelsbók ÞJS, 1. Samúelsbók 16Sá illi andi, sem kemur yfir Sál, er ekki frá Drottni. ÞJS, 2. Samúelsbók ÞJS, 2. Samúelsbók 12Guð leggur ekki til hliðar hina hryggilegu synd Davíðs. ÞJS, 1. Kroníkubók ÞJS, 1. Kroníkubók 21Guð stoppar engil frá því að eyða Jerúsalem. ÞJS, 2. Kroníkubók ÞJS, 2. Kroníkubók 18Drottinn leggur ekki lygianda í munn spámönnum. ÞJS, Sálmarnir ÞJS, Sálmarnir 11Á hinum síðustu dögum munu hinir réttlátu flýja til fjalls Drottins. Þegar Drottinn kemur mun hann eyða hinum óguðlegu og endurleysa hina réttlátu. ÞJS, Sálmur 14Sálmaskáldið sér fráhvarf frá sannleikanum á síðari dögum og horfir fram til stofnunar Síonar. ÞJS, Sálmur 24Konungur dýrðar mun endurleysa fólk sitt við komu hans. ÞJS, Sálmarnir 109Við eigum að biðja fyrir andstæðingum okkar. ÞJS, Jesaja ÞJS, Jesaja 29Boðskapurinn sem hinir fornu spámenn kenndu í Jerúsalem til forna, verður kenndur á síðari dögum úr Mormónsbók sem kom fram „úr jörðunni.“ ÞJS, Jesaja 42Drottinn sendir þjón sínn til að kenna þeim, sem hafa valið að sjá hvorki né heyra sannleikann; þeir sem hlusta og hlýða munu fullkomnir gjörðir. ÞJS, Jeremía ÞJS, Jeremía 26Drottinn iðrast ekki; menn iðrast. ÞJS, Amos ÞJS, Amos 7Drottinn iðrast ekki; menn iðrast. ÞJS, Matteus ÞJS, Matteus 3Spámennirnir sögðu fyrir um að Betlehem yrði fæðingarstaður Messíasar. ÞJS, Matteus 4Jesús er leiddur af andanum, ekki af Satan. ÞJS, Matteus 5Hver sá, sem heldur boðorðin og kennir öðrum að gjöra slíkt hið sama, hann mun frelsast. ÞJS, Matteus 6Drottinn leiðir okkur ekki í freistni. ÞJS, Matteus 7Dæmið ekki ranglátlega. ÞJS, Matteus 9Jesús hafnar skírn farísea; hún hefur ekkert gildi, því að þeir viðurkenna hann ekki. Hann lýsir því yfir, að hann sé sá, sem gaf Móselögmálið. ÞJS, Matteus 11Jóhannes skírari er Elía, sá sem átti að koma og undirbúa veginn fyrir frelsarann. ÞJS, Matteus 12Hver sá, sem mælir gegn heilögum anda, mun ekki hljóta fyrirgefningu. ÞJS, Matteus 13Fyrir endalok heimsins (eyðingu hinna ranglátu) munu sendiboðar, sendir frá himnum, skilja hina réttlátu frá hinum ranglátu. ÞJS, Matteus 16Jesús útskýrir hvað það þýðir að„taka upp kross sinn“: Að afneita öllu óguðlegu og allri veraldlegri girnd og halda boðorð hans. ÞJS, Mattheus 17Jesús kennir um tvo Elía, annar til að undirbúa og hinn til að endurreisa. ÞJS, Matteus 18Lítil börn þarfnast ekki iðrunar. ÞJS, Matteus 19Lítil börn verða hólpin. ÞJS, Matteus 21Maðurinn verður að iðrast áður en hann getur trúað á Krist. ÞJS, Matteus 23Sá, sem er á himnum, er skapari vor. ÞJS, Matteus 26Jesús brýtur sakramentisbrauðið fyrst og síðan blessar hann það. Sakramentið er í minningu um líkama og blóð Jesú. ÞJS, Matteus 27Dauða Júdasar lýst. ÞJS, Markús ÞJS, Markús 2Mannssonurinn er herra hvíldardagsins, því hann gjörði hvíldardaginn. ÞJS, Markús 3Jesús mun fyrirgefa öllum syndurum sem iðrast, nema þeim sem guðlasta gegn heilögum anda. ÞJS, Markús 7Jesús fordæmir þá sem afneita spámönnunum og hlýða ekki lögmáli Móse. ÞJS, Markús 8Hver sá, sem er fús til að deyja fyrir málstað Jesú, mun hólpinn verða. ÞJS, Markús 9Jóhannes skírari er á fjalli ummyndunarinnar. ÞJS, Markús 12Guð er ekki Guð dauðra, því að hann reisir dauða úr gröfum sínum. ÞJS, Markús 14Jesús innleiðir sakramentið til minningar um líkama hans og blóð. ÞJS, Markús 16Tveir englar heilsa konunum við gröf frelsarans. ÞJS, Lúkas ÞJS, Lúkas 1Sakaría, faðir Jóhannesar skírara, sinnir prestdæmisskyldum. ÞJS, Lúkas 2Lærifeðurnir í musterinu hlusta á Jesú og spyrja hann spurninga. ÞJS, Lúkas 3Kristur mun koma, eins og spáð var, til að færa Ísrael og Þjóðunum sáluhjálp. Í fyllingu tímanna mun hann koma aftur til að dæma heiminn. ÞJS, Lúkas 6Jesús kenndi að betra er að þola ofsóknir, en að stríða við óvininn. ÞJS, Lúkas 9Að öðlast veraldlegan auð er ekki þess virði að tapa sál sinni. ÞJS, Lúkas 11Fylling ritninganna er lykill þekkingarinnar. ÞJS, Lúkas 12Jesús útskýrir, að lastmæli gegn heilögum anda verði ekki fyrirgefið. ÞJS, Lúkas 14Þeir sem þekkja Móse og spámennina trúa á Jesú. ÞJS, Lúkas 16Lögmálið og spámennirnir vitna um Jesú. Farísearnir leitast við að eyða ríkinu. Jesús kynnir dæmisöguna um ríka manninn og Lasarus. ÞJS, Lúkas 17Guðs ríki hefur þegar komið. ÞJS, Lúkas 18Ef maðurinn treystir á auðæfin, hindrar það inngöngu hans í Guðs ríki. ÞJS, Lúkas 21Jesús ræðir nokkur tákn komu sinnar. ÞJS, Lúkas 23Jesús biður um fyrirgefningu vegna rómversku hermannanna, sem krossfesta hann. ÞJS, Lúkas 24Konurnar sjá tvo engla við gröf Jesú. ÞJS, Jóhannes ÞJS, Jóhannes 1Fagnaðarerindi Jesú Krists hefur verið prédikað allt frá upphafi. Jóhannes skírari er Elía, sem greiðir veginn fyrir Krist og Jesús Kristur er Elía, sem endurreisir allt og færir sáluhjálp. ÞJS, Jóhannes 4Farísear þrá að drepa Jesú. Hann framkvæmir nokkrar skírnir, en lærisveinar hans framkvæma fleiri. ÞJS, Jóhannes 6Vilji föðurins er að allir taki á móti Jesú. Þeir sem fara að vilja Jesú munu vera reistir upp í upprisu hinna réttlátu. ÞJS, Jóhannes 13Jesús laugar fætur postulanna til að uppfylla lögmál Gyðinga. ÞJS, Jóhannes 14Höfðingi myrkursins, eða Satan, er af þessum heimi. ÞJS, Postulasagan ÞJS, Postulasagan 9Þeir, sem eru með Páli, er hann snýst til trúar, sjá ljósið, en þeir heyra hvorki röddina né sjá Drottin. ÞJS, Postulasagan 22Hersveitarforinginn leysti bönd Páls. ÞJS, Rómverjabréfið ÞJS, Rómverjabréfið 3Páll kennir að ekki sé hægt að gjöra illt til að koma góðu til leiðar. ÞJS, Rómverjabréfið 4Maðurinn frelsast einungis vegna náðar Jesú Krists, ekki af verkum þeim sem tengjast hlýðni við Móselögmálið. ÞJS, Rómverjabréfið 7Einungis Kristur hefur kraft til að breyta sálum manna varanlega til góðs. ÞJS, Rómverjabréfið 8Þeir, sem fylgja hætti holdsins, geta ekki þóknast Guði. ÞJS, Rómverjabréfið 13Þeir sem heiðra yfirvöld, heiðra Guð meira og á fullkomnari máta. ÞJS, 1. Korintubréf ÞJS, 1. Korintubréf 7Páll kennir, að hjónaband sé eftirsóknarvert. Þeir, sem kallaðir eru sem trúboðar, þjóna Guði hins vegar betur, ef þeir eru einhleypir á meðan á þjónustu þeirra stendur. ÞJS, 1. Korintubréf 15Dýrðargráðurnar eru þrjár í upprisunni. ÞJS, 2. Korintubréf ÞJS, 2. Korintubréf 5Páll ráðleggur hinum heilögu, að lifa ekki að hætti holdsins. ÞJS, Galatabréfið ÞJS, Galatabréfið 3Móse er meðalgöngumaður hins fyrsta sáttmála, eða lögmálsins. Jesús Kristur er meðalgöngumaður hins nýja sáttmála. ÞJS, Efesusbréfið ÞJS, Efesusbréfið 4Óréttlát reiði er synd. ÞJS, Kólossubréfið ÞJS, Kólossubréfið 2Boðorð manna gætu haft gildi við kennslu sjálfsaga, eða slíka hluti, en þau heiðra hvorki Guð né veita mönnum sáluhjálp. ÞJS, 1. Þessaloníkubréf ÞJS, 1. Þessaloníkubréf 4Þeir réttlátu sem á lífi eru við komu Drottins, standa eigi betur að vígi en þeir réttlátu, sem dánir eru. ÞJS, 2. Þessaloníkubréf ÞJS, 2. Þessaloníkubréf 2Satan mun stuðla að fráfalli, eða fráhvarfi, fyrir endurkomu Drottins. ÞJS, 1. Tímóteusarbréf ÞJS, 1. Tímóteusarbréf 2Kristur er hinn eingetni sonur og meðalgöngumaður. ÞJS, 1. Tímóteusarbréf 3Kirkjan er grundvölluð á því meginkenniatriði að Jesús varð dauðleg vera, kenndi fagnaðarerindið og snéri aftur til föður síns. ATH. hina óljósu breytingu í eftirfarandi versum þar sem lögð er áhersla á að „stólpi og grundvöllur sannleikans“ sé Jesús Kristur. ÞJS, 1. Tímóteusarbréf 6Þeir sem búa yfir ljósi ódauðleikans (fagnaðarerindisins) geta séð Jesú. ÞJS, Hebreabréfið ÞJS, Hebreabréfið 1Englar eru þjónustuandar. ÞJS, Hebreabréfið 4Þeir, sem herða hjörtu sín, munu ekki frelsast; þeir, sem iðrast, munu ganga inn til hvíldar Drottins. ÞJS, Hebreabréfið 6Kenningar Krists leiða til fullkomnunar. ÞJS, Hebreabréfið 7Melkíesedek var prestur eftir reglu sonar Guðs. Allir þeir, sem fá þetta prestdæmi, geta orðið líkir syni Guðs. ÞJS, Hebreabréfið 11Trúin er fullvissa um það, sem vonast er eftir. ÞJS, Jakobsbréfið ÞJS, Jakobsbréfið 1Þrengingar, ekki freistingar, stuðla að helgun vorri. ÞJS, Jakobsbréfið 2Meðlimir ættu ekki að telja eina manneskju annarri æðri. ÞJS, 1. Pétursbréf ÞJS, 1. Pétursbréf 3Sumir andanna í varðhaldi voru óréttlátir á dögum Nóa. ÞJS, 1. Pétursbréf 4Fagnaðarerindið er boðað þeim, sem dánir eru. ÞJS, 2. Pétursbréf ÞJS, 2. Pétursbréf 3Á síðustu dögum munu margir afneita Drottni Jesú Kristi. Þegar hann kemur munu miklar hamfarir eiga sér stað. Ef við stöndum stöðug í réttlæti munum við erfa nýja jörð. ÞJS, 1. Jóhannesarbréf ÞJS, 1. Jóhannesarbréf 2Kristur er málsvari okkar hjá föðurnum, ef við iðrumst. ÞJS, 1. Jóhannesarbréf 3Hver, sem af Guði er fæddur, heldur ekki áfram í synd. ÞJS, 1. Jóhannesabréf 4Aðeins þeir, sem trúa á Guð, geta séð hann. ÞJS, Opinberunin ÞJS, Opinberunarbókin1Postulinn Jóhannes tekur á móti opinberunum Opinberunarbókar. Jesús Kristur og engill vitja hans. ÞJS, Opinberunarbókin 2Hinum ranglátu er varpað til heljar. ÞJS, Opinberunarbókin 5Tólf þjónar Guðs eru sendir til allrar jarðarinnar. ÞJS, Opinberunarbókin 12Jóhannes útskýrir tákn konunnar, barnsins, járnstangarinnar, drekans og Mikaels. Stríðið, sem hófst á himnum, heldur áfram hér á jörðu. Takið eftir breyttri röð á versunum í ÞJS. ÞJS, Opinberunarbókin 19Guð notar orð Krists til þess að ljósta þjóðirnar.