ÞJS, Lúkas 17:21. Samanber Lúkas 17:20–21
Guðs ríki hefur þegar komið.
21 Ekki skulu þeir segja: Sjá hér! eða sjá þar! Því að sjá, Guðs ríki hefur þegar komið til yðar.
ÞJS, Lúkas 17:36–40. Samanber Lúkas 17:37
Jesús segir dæmisöguna um ernina, til að útskýra samansöfnun hans heilögu á síðari dögum.
36 Og þeir svöruðu honum og sögðu: Hvar, Drottinn, verða þeir teknir?
37 Og hann sagði við þá: Hvar svo sem hópurinn safnast, eða með öðrum orðum, hvar sem hinir heilögu safnast saman, þangað munu ernirnir safnast saman, eða þangað munu hinir safnast saman.
38 Þetta sagði hann til marks um samansöfnun hans heilögu, og engla, sem koma niður og safna hinum til þeirra, einum úr rúminu, öðrum frá kvörnunum og enn öðrum af ökrunum, hverjum sem honum lystir.
39 Því sannlega verða nýir himnar og ný jörð, þar sem hinir réttlátu dvelja.
40 Og þar mun ekkert óhreint verða, því að jörðin eldist, rétt eins og klæði, og spillingin eykst. Því hverfur hún á brott og fótskörin helst helguð, hreinsuð af allri synd.