Námshjálp
ÞJS, Matteus 21


ÞJS, Matteus 21:33. Samanber Matteus 21:32–33

Maðurinn verður að iðrast áður en hann getur trúað á Krist.

33 Því að sá sem ekki trúði orðum Jóhannesar um mig, fær ekki trúað mér, nema hann iðrist fyrst.

ÞJS, Matteus 21:47–56. Samanber Matteus 21:45–46

Jesús lýsir því yfir, að hann sé aðalhyrningarsteinninn. Fagnaðarerindið er fært Gyðingum og síðan Þjóðunum. Hinum ranglátu mun tortímt, þegar Jesús kemur aftur.

47 Og þegar æðstu prestarnir og farísearnir heyrðu dæmisögur hans, skildu þeir, að hann átti við þá.

48 Og þeir sögðu sín á meðal: Ætlar þessi maður að hann geti einn gert þetta mikla ríki að engu? Og þeir reiddust honum.

49 En þegar þeir vildu taka hann höndum, óttuðust þeir mannfjöldann, því að þeir komust að því að mannfjöldinn taldi hann vera spámann.

50 Og nú komu lærisveinar hans til hans og Jesús mælti við þá: Undrist þér dæmisöguna sem ég sagði þeim?

51 Sannlega segi ég yður: Ég er steinninn, og þeir ranglátu hafna mér.

52 Ég er hyrningarsteinninn. Þessir Gyðingar munu á mig falla og sundur molast.

53 Og Guðs ríki verður frá þeim tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess; (það er Þjóðunum.)

54 Hvern þann, sem þessi steinn mun á falla, mun hann í mél mola.

55 Og þegar herra víngarðsins því kemur, mun hann tortíma hinum vesælu, ranglátu mönnum, og enn selja öðrum vínyrkjum víngarð sinn, já, á síðustu dögum, og þeir munu gjalda honum ávöxtinn á réttum tíma.

56 Og þá skildu þeir dæmisöguna sem hann hafði sagt þeim, að Þjóðunum yrði einnig tortímt, þegar Drottinn kæmi niður af himni til að ríkja yfir víngarði sínum, sem er jörðin og íbúar hennar.