Námshjálp
ÞJS, Matteus 3


ÞJS, Matteus 3:4–6. Samanber Matteus 2:4–6

Spámennirnir sögðu fyrir um að Betlehem yrði fæðingarstaður Messíasar.

4 Og hann stefndi saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum lýðsins og spurði þá: Hvar er sá staður sem spámennirnir hafa ritað að Kristur ætti að fæðast á? Því að hann óttaðist mikið, þó trúði hann ekki spámönnunum.

5 Þeir svöruðu honum: Spámennirnir hafa ritað að hann ætti að fæðast í Betlehem í Júdeu. En þeir hafa sagt:

6 Orð Drottins kom til okkar svohljóðandi: Þú Betlehem, sem stendur í landi Júda, í þér mun höfðingi fæðast, sem ekki er sístur meðal höfðingja í Júda. Því að frá þér mun Messías koma, sem frelsa mun lýð minn, Ísrael.

ÞJS, Matteus 3:24–26. Samanber Matteus 2:23

Jesús vex upp og bíður Drottins, áður en að hann hefur þjónustu sína.

24 Og svo bar við að Jesús óx upp með bræðrum sínum og styrkur hans óx, og hann beið Drottins og eftir því að andleg þjónusta hans hæfist.

25 Og hann þjónaði föður sínum og talaði ekki eins og aðrir menn, né var hægt að kenna honum, því að hann þarfnaðist þess ekki að nokkur maður kenndi honum.

26 Og eftir mörg ár nálgaðist andleg þjónustustund hans.

ÞJS, Matteus 3:34–36. Samanber Matteus 3:8–9

Þeir sem höfnuðu boðskap Jóhannesar skírara afneituðu Kristi. Guð getur gert þá að sáttmálsþjóð, sem ekki tilheyra Ísrael.

34 Hví meðtakið þér ekki kenningar hans, sem Guð hefur sent? Ef þér meðtakið þetta ekki inn í hjörtu yðar, þá takið þér ekki á móti mér, og ef þér takið ekki á móti mér, þá takið þér ekki á móti honum, sem ég var sendur til að bera vitni um, og þá hylur ekkert syndir yðar.

35 Iðrist því og berið ávöxt samboðinn iðruninni.

36 Látið yður ekki til hugar koma, að þér getið sagt með sjálfum yður: Vér erum börn Abrahams, og vér erum þau einu sem höfum kraftinn til að færa föður okkar Abraham, niðja. Ég segi yður, að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum.

ÞJS, Matteus 3:38–40. Samanber Matteus 3:11–12

Jóhannes skírari ber vitni um að Jesús hafi vald til að skíra með heilögum anda og eldi.

38 Ég skíri yður með vatni eftir iðrun yðar, og þegar sá kemur sem ég ber vitni um, en sá er mér máttugri, og er ég eigi verður að bera skó hans, (né megnugur að feta í fótspor hans), en sannarlega skíri ég yður fyrir komu hans, eins og ég hefi sagt, svo að þegar hann kemur muni hann skíra yður með heilögum anda og eldi.

39 Og það er hann sem ég mun bera vitni um, sem verður með varpskófluna í hendi sér og mun gjörhreinsa láfa sinn og safna hveiti sínu í hlöðu, en í fyllingu tíma hans mun hann brenna hismið í óslökkvanda eldi.

40 Á þann máta kenndi Jóhannes og skírði í ánni Jórdan, og bar því vitni, að sá sem kæmi á eftir honum hefði vald til að skíra með heilögum anda og eldi.

ÞJS, Matteus 3:43–46. Samanber Matteus 3:15–17

Jóhannes skírir Jesú með niðurdýfingu, sér heilagan anda stíga niður eins og dúfu og heyrir rödd föðurins.

43 Og Jesús svaraði honum og sagði: Lát mig skírast af þér, því þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti. Og hann lét það eftir honum.

44 Og Jóhannes sté niður í vatnið og skírði hann.

45 Og þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og Jóhannes sá, og tak eftir, að himnarnir lukust upp fyrir honum og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir Jesú.

46 Og tak eftir, hann heyrði rödd af himnum er sagði: Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann.