Námshjálp
ÞJS, Matteus 16


ÞJS, Matteus 16:25–29. Samanber Matteus 16:24–26

Jesús útskýrir hvað það þýðir að„taka upp kross sinn“: Að afneita öllu óguðlegu og allri veraldlegri girnd og halda boðorð hans.

25 Þá mælti Jesús við lærisveina sína: Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.

26 Og ef maðurinn tekur kross sinn, afneitar hann öllu óguðlegu, og hverri veraldlegri girnd, og heldur boðorð mín.

27 Brjótið ekki boðorð mín til þess að bjarga lífi yðar, því að hver sem vill bjarga lífi sínu í þessum heimi, mun týna því í heimi komanda.

28 Og hver sem týnir lífi sínu í þessum heimi, mín vegna, mun finna það í heimi komanda.

29 Yfirgefið því heiminn og bjargið sálu yðar, hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?