Námshjálp
ÞJS, Jesaja 29


ÞJS, Jesaja 29:1–8. Samanber Jesaja 29:1–8

Boðskapurinn sem hinir fornu spámenn kenndu í Jerúsalem til forna, verður kenndur á síðari dögum úr Mormónsbók sem kom fram „úr jörðunni.“

1 Æ, Aríel, Aríel, þú borg, þar sem Davíð sló herbúðum! Bætið ári við ár, látið þá færa blóðfórnir.

2 Þá þrengi ég að Aríel, og þar skal verða hryggð og harmur, því svo sagði Drottinn við mig, og hún skal verða mér sem Aríel.

3 ég, Drottinn, vil setja herbúðir allt í kringum hana, umlykja hana með varðmönnum og reisa hervirki í móti henni.

4 Og hún skal verða sigruð og skal tala lágri röddu upp úr jörðinni, og orð hennar hljóma dimmum rómi úr duftinu. Rödd hennar skal vera sem draugsrödd úr jörðinni, og orð hennar hljóma sem hvískur úr duftinu.

5 En mergð fjandmanna hennar skal verða sem moldryk og mergð ofbeldismannanna, sem fjúkandi sáðir. Það skal verða skyndilega, á einu augabragði.

6 Því þeirra skal verða vitjað af Drottni allsherjar með reiðarþrumu, landskjálfta og miklum gný, fellibyljum, stormviðri og eyðandi eldsloga.

7 Eins og í draumsýn um nótt, þannig mun fara fyrir mergð allra þeirra þjóða, sem herja á Aríel, og öllum þeim, sem herja á hana og hervirki hennar og þrengja að henni.

8 Já, fyrir þeim mun fara eins og fyrir hunguðum manni sem dreymir að hann eti, en vaknar svo og sál hans hungrar, og eins og þegar þyrstan mann sem dreymir að hann drekki, en vaknar svo örmagna og sál hans þyrstir. Já, einmitt svo skal fara fyrir mergð allra þeirra þjóða, er herja á Síonfjall.

Prenta