Námshjálp
ÞJS, Jesaja 42


ÞJS, Jesaja 42:19–23. Samanber Jesaja 42:19–22

Drottinn sendir þjón sínn til að kenna þeim, sem hafa valið að sjá hvorki né heyra sannleikann; þeir sem hlusta og hlýða munu fullkomnir gjörðir.

19 Því að ég mun senda þjón minn til yðar sem blind eruð; já, sendiboða til að ljúka upp augum hinna blindu og opna eyru hinna daufu —

20 Og þeir munu fullkomnir gjörðir þrátt fyrir blindu sína, ef þeir vilja hlýða á sendiboðann, þjón Drottins.

21 Þér eruð lýður, sem margt hefur litið, en þér sjáið eigi; sem lokið hefur upp eyrum og hlýtt á, en þér heyrið eigi.

22 Drottinn er ekki ánægður með slíkan lýð, en sakir réttlætis hans mun hann gjöra lögmálið háleitt og vegsamlegt.

23 Þér eruð rændur og ruplaður lýður. Óvinir yðar allir hafa fjötrað yður í gryfjum og byrgt yður í myrkvastofum. Þeir hafa tekið yður herfangi, og enginn bjargar; sem ránsfeng, og enginn segir: Skilið þeim aftur.