ÞJS, 1. Tímóteusarbréf 3:15–16. Samanber 1. Tímóteusarbréf 3:15–16
Kirkjan er grundvölluð á því meginkenniatriði að Jesús varð dauðleg vera, kenndi fagnaðarerindið og snéri aftur til föður síns. ATH. hina óljósu breytingu í eftirfarandi versum þar sem lögð er áhersla á að „stólpi og grundvöllur sannleikans“ sé Jesús Kristur.
15 Til þess að þú skulir vita, ef þér seinkar, hvernig á að haga sér í Guðs húsi, sem er söfnuður hins lifanda Guðs.
16 Stólpi og grundvöllur sannleikans er (og án ágreinings, mikill er leyndardómur guðleikans) að Guð opinberaðist í holdi, var réttlættur í anda, birtist englum, var boðaður meðal þjóðanna, var trúað á í heiminum, var hafinn upp í dýrð.