Námshjálp
ÞJS, Rómverjabréfið 4


ÞJS, Rómverjabréfið 4:2–5. Samanber Rómverjabréfið 4:2–5

Maðurinn frelsast einungis vegna náðar Jesú Krists, ekki af verkum þeim sem tengjast hlýðni við Móselögmálið.

2 Ef Abraham réttlættist af lögmáli verkanna, þá hefur hann hrósunarefni í sjálfum sér en ekki vegna Guðs.

3 Því að hvað segir ritningin? Abraham trúði Guði, og það var reiknað honum til réttlætis

4 Þeim sem réttlættur er vegna lögmáls verkanna verða launin ekki reiknuð af náð, heldur eftir verðleika

5 Hinum aftur á móti, sem sækist ekki eftir réttlætingu lögmáls verkanna, en trúir á hann, sem réttlætir ekki óguðlegan, trú hans er reiknuð til réttlætis.

ÞJS, Rómverjabréfið 4:16. Samanber Rómverjabréfið 4:16

Bæði trú og verk, fyrir náð, eru nauðsynleg til sáluhjálpar.

16 Þess vegna eruð þér réttlættir af trú og verkum, fyrir náð, til þess að fyrirheitið verði tryggt öllum niðjunum; ekki fyrir þá eina, sem eru af lögmálinu, heldur og fyrir þá sem eru af trú Abrahams, sem er faðir vor allra.