Námshjálp
ÞJS, Rómverjabréfið 3


ÞJS, Rómverjabréfið 3:5–8. Samanber Rómverjabréfið 3:5–8

Páll kennir að ekki sé hægt að gjöra illt til að koma góðu til leiðar.

5 En ef við dveljum í ranglæti voru og sönnum réttlæti Guðs, hvernig dirfumst vér þá að segja: Guð er ranglátur, er hann lætur reiðina yfir dynja? (Ég tala á mannlegan hátt, eins og sá sem óttast Guð,)

6 Fjarri fer því. Hvernig ætti Guð þá að dæma heiminn?

7 En verði sannleiki Guðs fyrir lygi mína, (eins og Gyðingar kalla það) skýrari honum til dýrðar, hvers vegna dæmist ég þá enn sem syndari? Og ekki samþykktur? Því óhróður er borinn út um oss.

8 Sumir fullyrða að vér kennum þetta (fordæming þeirra er réttmæt) Eigum vér þá ekki að gjöra hið illa, til þess að hið góða komi fram? Þetta eru ósannindi.

Prenta