Námshjálp
ÞJS, Markús 3


ÞJS, Markús 3:21–25. Samanber Markús 3:28–30

Jesús mun fyrirgefa öllum syndurum sem iðrast, nema þeim sem guðlasta gegn heilögum anda.

21 Þá komu þar menn til hans, ásökuðu hann og sögðu: Hví takið þér á móti syndurum, en segist vera sonur Guðs.

22 En hann svaraði þeim og sagði: Sannlega segi ég yður, allt verður mannanna börnum fyrirgefið, allar syndir þeirra og lastmælin, þegar þeir iðrast, því ég kom til að kenna mannanna börnum iðrun.

23 Og lastmælin, hve mjög sem þeir kunna að lastmæla, verða þeim fyrirgefin, sem koma til mín og gjöra þau verk, sem þau sjá mig gjöra.

24 En til er synd sem ekki fæst fyrirgefin. Sá sem lastmælir gegn heilögum anda fær eigi fyrirgefningu um aldur, hann á það á hættu að vera niður höggvinn úr heiminum, og þeir munu erfa eilífa fordæmingu.

25 Þetta sagði hann við þá því þeir höfðu sagt: Óhreinn andi er í honum.

Prenta