Námshjálp
ÞJS, Markús 16


ÞJS, Markús 16:3–6. Samanber Markús 16:4–7; Lúkas 24:2–4

Tveir englar heilsa konunum við gröf frelsarans.

3 En þegar þær líta upp, sjá þær að steininum hafði verið velt frá (en hann var mjög stór) og tveir englar sátu á honum, klæddir hvítum, síðum skikkjum, og þær skelfdust.

4 En englarnir sögðu við þær: Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, sem krossfestur var. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjá, þarna er staðurinn, þar sem þeir lögðu hann —

5 En farið og segið lærisveinum hans og Pétri, að hann fari á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann, eins og hann sagði yður.

6 Og þær gengu inn í gröfina og sáu staðinn þar sem þeir lögðu Jesú.