Námshjálp
ÞJS, Markús 14


ÞJS, Markús 14:20–26. Samanber Markús 14:22–25

Jesús innleiðir sakramentið til minningar um líkama hans og blóð.

20 Og er þeir mötuðust, tók Jesús brauð og blessaði það, braut það, gaf þeim og sagði: Takið og etið.

21 Sjá, þetta er yður ætlað að gjöra í minningu líkama míns, því að jafn oft og þér gjörið það munuð þér minnast þessarar stundar sem ég var hjá yður.

22 Og hann tók kaleikinn, og er hann hafði gjört þakkir gaf hann þeim hann og þeir drukku allir af honum.

23 Og hann sagði við þá: Þetta er í minningu blóðs míns, sem ég hef úthellt fyrir marga, og hins nýja sáttmála sem ég gef yður, því um mig skuluð þér bera vitni fyrir öllum heiminum.

24 Og jafn oft og þér gjörið þessa athöfn munuð þér minnast mín á þessari stundu, að ég var hjá yður og drakk af þessum kaleik með yður, já, á síðustu stundu þjónustu minnar.

25 Sannlega segi ég yður, um þetta skuluð þér bera vitni, því að héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins með yður til þess dags, er ég drekk hann nýjan í Guðs ríki.

26 Nú urðu þeir tregafullir og grétu yfir honum.

ÞJS, Markús 14:36–38. Samanber Markús 14:32–34

Í Getsemane skilja jafnvel sumir hinna tólf ekki til fulls Messíasarhlutverk Jesú.

36 Og þeir koma til staðar, er heitir Getsemane og var garður, og lærisveinarnir tóku að undrast mjög og þungi sótti á þá. Þeir tóku að kvarta í hjarta sínu og hugleiða hvort þetta væri Messías.

37 Og Jesús, sem þekkti hjörtu þeirra, sagði við lærisveina sína: Setjist hér, meðan ég biðst fyrir.

38 Og hann tók með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, átaldi þá og sagði við þá: Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið.

Prenta