ÞJS, 1. Mósebók 48:5–11. Samanber 1. Mósebók 48:5–6
Efraím og Manasse verða ættkvíslir í Ísrael. Á sama hátt og Jósef til forna bjargaði fjölskyldu sinni stundlega munu afkomendur hans bjarga Ísrael andlega á síðari dögum.
5 Og synir þínir tveir, Efraím og Manasse, sem þér fæddust í Egyptalandi, áður en ég kom til þín til Egyptalands; sjá, þeir eru mínir, og Guð feðra minna mun blessa þá. Rétt eins og Rúben og Símeon munu þeir blessaðir, því að þeir eru mínir. Fyrir því munu þeir nefndir eftir mínu nafni. (Því voru þeir nefndir Ísrael.)
6 En það afkvæmi, sem þú getur eftir þá, skal tilheyra þér, og skal nefnt verða með nafni bræðra sinna í erfð þeirra, í ættkvíslunum. Því voru þeir nefndir ættkvísl Manasse og Efraíms.
7 Og Jakob sagði við Jósef: Þegar Guð feðra minna birtist mér í Lúz í Kanaanlandi, vann hann mér eið, að hann myndi gefa mér og niðjum mínum landið til ævarandi eignar.
8 Þess vegna hefur hann blessað mig, ó sonur minn, með því að vekja þig upp til að þjóna mér, með því að bjarga húsi mínu frá dauða —
9 Bjarga fólki mínu, bræðrum þínum, frá hungursneyð sem var mikil í landinu. Því mun Guð feðra þinna blessa þig og ávöxt lenda þinna, að þeir verði blessaðir umfram bræður þína og umfram hús föður þíns —
10 Því að þú hefur sigrað, og hús föður þíns hefur lotið þér, já, eins og þér var sýnt, áður en bræður þínir seldu þig til Egyptalands. Því munu bræður þínir lúta þér og ávexti lenda þinna að eilífu, mann fram af manni —
11 Því að þú munt verða fólki mínu ljós, bjarga því úr fjötrum á tímum ánauðar, og færa því hjálpræði, þegar það er algjörlega bugað af synd.