Námshjálp
ÞJS, Hebreabréfið 6


ÞJS, Hebreabréfið 6:1–10. Samanber Hebreabréfið 6:1–10

Kenningar Krists leiða til fullkomnunar.

1 Þess vegna skulum við ekki sleppa reglum kenningar Krists, vér skulum halda áfram til fullkomleikans. Leggjum ekki aftur grunninn að afturhvarfi frá dauðum verkum og trú á Guð.

2 Varðandi kenninguna um skírn, handayfirlagningu, og upprisu dauðra og eilífan dóm.

3 Og vér munum halda áfram til fullkomleikans, ef Guð lofar.

4 Því hann hefur gert það ómögulegt fyrir þá er eitt sinn voru upplýstir og hafa smakkað hina himnesku gjöf, fengið hlutdeild í heilögum anda,

5 Og reynt Guðs góða orð og krafta komandi heims,

6 En ef þeir síðan falla frá því að endurnýjast til afturhvarfs, þá krossfesta þeir Guðs son að nýju, sér í óhag og smána hann opinskátt.

7 Því að sá dagur kemur að jörð sú, er drukkið hefur í sig regnið, sem á hana fellur hvað eftir annað, og ber gróður til gagns fyrir þá sem dvelja á henni, sem yrkja hana, sem nú fær blessun frá Guði, mun verða hreinsuð af eldi.

8 Því að beri hún þyrna og þistla, er hún ónýt. Yfir henni vofir bölvun því að þeim, sem ekki bera góðan ávöxt mun verða kastað í eldinn, því að þeirra bíður að lokum að verða brenndir.

9 En hvað yður snertir, þér elskaðir, þá erum vér sannfærðir um að yður er betur farið og þér nær hjálpræðinu, þó að vér mælum svo.

10 Guð er ekki ranglátur. Því mun hann ekki gleyma verki yðar og kærleikanum, sem þér auðsýnduð nafni hans, er þér veittuð hinum heilögu þjónustu og veitið enn.

Prenta