Námshjálp
ÞJS, Hebreabréfið 7


ÞJS, Hebreabréfið 7:3. Samanber Hebreabréfið 7:3

Melkíesedek var prestur eftir reglu sonar Guðs. Allir þeir, sem fá þetta prestdæmi, geta orðið líkir syni Guðs.

3 Því að þessi Melkísedek var vígður prestur eftir reglu Guðssonarins, en sú regla var föðurlaus, móðurlaus, ekki ættfærð, og hefur hvorki upphaf daga né endi lífs. Og hverjir þeir sem vígðir er þessu prestdæmi, verða líkir syni Guðs, verða áfram prestar um aldur.

ÞJS, Hebreabréfið 7:19–21. Samanber Hebreabréfið 7:19–21

Lögmálið undirbjó fólkið fyrir Jesú, sem er ábyrgðarmaður betri sáttmála.

19 Lögmálið var framkvæmt án eiðs og gjörði ekkert fullkomið, en leiddi aðeins inn betri von. Fyrir hana nálgumst vér Guð.

20 Á sama hátt og þessi æðsti prestur var ekki án eiðs, svo var og Jesús gjörður ábyrgðarmaður betri sáttmála.

21 (Því þessir urðu prestar án eiðs, en þessi hafði eiðinn og sagði við hann: Drottinn sór og ekki mun hann iðra þess, þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks;)

ÞJS, Hebreabréfið 7:25–26. Samanber Hebreabréfið 7:26–27

Jesús býður sig fram sem syndlausa fórn fyrir syndir okkar.

25 Því að slíks æðsta prests höfðum vér þörf, sem er heilagur, svikalaus, óflekkaður, greindur frá syndurum og gjörður himnunum hærri —

26 Ekki eins og þeir æðstu prestar, sem báru daglega fram fórnir, fyrst fyrir eigin syndir, síðan fyrir syndir lýðsins. Því að hann þarf ekki að bera fram fórnir fyrir eigin syndir, því að hann þekkti engar syndir, nema syndir lýðsins. Og það gjörði hann í eitt skipti fyrir öll, er hann fórnfærði sjálfum sér.