ÞJS, 2. Mósebók 4:21. Samanber 2. Mósebók 4:21; 7:3, 13; 9:12; 10:1, 20, 27; 11:10; 14:4, 8, 17; 5. Mósebók 2:30
Drottinn ber ekki ábyrgð á hjartahörku Faraós. Sjá einnig ÞJS, 2. Mósebók 7:3, 13; 9:12; 10:1, 20, 27; 11:10; 14:4, 8, 17; hver þessara tilvísana, ef rétt þýdd, sýnir að Faraó herti sitt eigið hjarta.
21 Og Drottinn sagði við Móse: Sjá svo til, þá er þú kemur aftur í Egyptaland, að þú fremjir öll þau undur fyrir Faraó, sem ég hef lagt þér í hendur, og ég mun láta þér vel vegna. En Faraó mun herða hjarta sitt og hann mun eigi leyfa fólkinu að fara.
ÞJS. 2. Mósebók 4:24–27. Samanber 2. Mósebók 4:24–27
Þegar Drottinn hótar að drepa Móse fyrir að umskera ekki son sinn, þá bjargar Sippóra lífi hans með því að framkvæma athöfnina sjálf. Móses játar syndir sínar.
24 Svo bar svo við að Drottinn birtist honum á leiðinni, í gistingarstað einum. Drottinn var Móse reiður og var við það að leggja hendur á hann, í þeim tilgangi að deyða hann, því hann hafði ekki umskorið son sinn.
25 Þá tók Sippóra hvassan stein og umskar son sinn, og varpaði steininum að fótum hans og sagði: Þú ert sannlega minn blóðbrúðgumi.
26 Og Drottinn miskunnaði Móse og sleppti honum, því að kona hans, Sippora umskar barnið. Þú ert minn blóðbrúðgumi sagði hún. Og Móse fylltist skömm og faldi ásýnd sína fyrir Drottni og sagði: Ég hef syndgað frammi fyrir Drottni.
27 Drottinn sagði við Aron: Far þú út í eyðimörkina til móts við Móse. Og hann fór og mætti honum á Guðs fjalli þar sem Guð birtist honum, og Aron minntist við hann.