ÞJS, Jakobsbréfið 2:1. Samanber Jakobsbréfið 2:1
Meðlimir ættu ekki að telja eina manneskju annarri æðri.
1 Bræður mínir, þér getið ekki haft trú á Drottin vorn Jesú Krist, dýrðardrottin, og samt farið í manngreinarálit.
ÞJS, Jakobsbréfið 2:14–21. Samanber Jakobsbréfið 2:14–22
Trú án verka er dauð og getur ekki frelsað.
14 Hvað stoðar það, bræður mínir, fyrir einhvern að segjast hafa trú, en hefur eigi verk? Getur trúin frelsað hann?
15 En nú segir einhver: Ég mun sýna þér að ég hef trú án verka, en ég segi: Sýn mér þá trú þína án verkanna, og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum.
16 Því ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og einhver yðar segði við þau: Farið í friði, vermið yður og mettið! en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar trú yðar þeim?
17 Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin
18 Þú fávísi maður! Vilt þú láta þér skiljast, að trúin er ónýt án verkanna og getur ekki frelsað þig?
19 Þú trúir, að Guð sé einn. Þú gjörir vel. En illu andarnir trúa því líka og skelfast. Þú hefur gjört þig líkan þeim, án réttlætingar.
20 Réttlættist ekki Abraham faðir vor af verkum, er hann lagði son sinn Ísak á altarið?
21 Sérð þú, að trúin var samtaka verkum hans og að trúin fullkomnaðist með verkunum?