Fylgja vegi skyldunnar
Útdráttur
Ég er þakklátur fyrir milljónir kirkjumeðlima sem í dag koma til frelsarans og sækja fram á sáttmálsveginum. … Sterk trú ykkar á himneskan föður og Drottin Jesú Krist og ykkar látlausa, helgaða líf hvetur mig til að verða betri maður og lærisveinn.
Ég elska ykkur. Ég dáist að ykkur. Ég þakka ykkur. Og ég hrósa ykkur.
Yfirlýsing í Mormónsbók frá Samúel Lamaníta dregur best saman tilfinningar mínar til ykkar.
„Og ég vildi, að þér sæjuð, að meiri hluti þeirra fylgir vegi skyldunnar … og þeir kappkosta af óþreytandi elju að leiða aðra bræður sína til þekkingar á sannleikanum“ [Helaman 15:5–6; skáletrað hér]. …
Þið elskið og þjónið, hlustið og lærið, annist og huggið og kennið og vitnið með krafti heilags anda. Þið fastið og biðjist oft fyrir, verðið sífellt styrkari í auðmýkt ykkar og stöðugt ákveðnari í trúnni á Krist, „þar til sálir [ykkar fyllast] gleði og huggun, já, sem [hreinsar og helgar hjörtu ykkar], þeirri helgun, sem fæst með því að [þið gefið hjörtu ykkar] Guði“ [Helaman 3:35].
… Þið sem í dag sækið fram á vegi skyldu ykkar, eruð styrkur hinnar endurreistu kirkju frelsarans. Og eins og Drottinn hefur lofað: „Öll hásæti, herradómar, tignir og völd skulu opinberuð verða og veitast öllum þeim, sem hugdjarfir hafa staðið stöðugir í fagnaðarerindi Jesú Krists“ [Kenning og sáttmálar 121:29].