Vera hinir friðsömu fylgjendur Krists
Útdráttur
Okkar, í kirkjunni sem leitumst við að vera „hinir friðsömu fylgjendur Krists,“ bíður bjartari dagur er við einblínum á Drottin okkar og frelsara, Jesú Kristi. Þrengingar eru hluti af jarðlífinu og eru þáttur í lífi allra um allan heim.
Kirkjuleiðtogar eru oft spurðir: „Hvers vegna leyfir réttlátur Guð slæmum hlutum að gerast, einkum fyrir gott fólk?“ …
Við vitum ekki öll svörin; hins vegar þekkjum við mikilvægar reglur sem gera okkur kleift að takast á við raunir, þrengingar og mótlæti í trú og trausti á bjartri framtíð sem bíður okkar allra. …
Við gerum okkur grein fyrir því að næstum öll höfum við upplifað líkamlega og andlega storma í lífi okkar, suma hrikalega. Kærleiksríkur faðir á himnum og sonur hans, Jesús Kristur, sem er höfuð hinnar endurreistu kirkju hans, hafa séð okkur fyrir ritningum og spámönnum til að vara okkur við hættum og veita okkur leiðsögn til að undirbúa okkur og vernda. Sumar leiðbeiningar krefjast tafarlausra aðgerða og sumar veita vernd í mörg ár í framtíðinni. …
Líf fyllt lofsöng, tónlist og þakkargjörð er einkar blessað. Að vera glaður og reiða sig á himneska hjálp með bæn er öflug leið til að vera hinir friðsömu fylgjendur Krists. Að leitast við að vera alltaf glaður er góð leið til að forðast að vera niðurdreginn í anda. …
Sem postuli Drottins Jesú Krists, ber ég vitni um að „hinir friðsömu fylgjendur Krists“ munu upplifa persónulegan frið í þessu lífi og dýrðlegan himneskan endurfund.