Ganga í sáttmálssambandi við Krist
Útdráttur
Drottinn svara hverju okkar í okkar raunum ef við veljum að binda líf okkar honum. Hann hefur lofað okkur að ganga með okkur á vegferð okkar.
Við köllum þetta að ganga sáttmálsveginn – veg sem hefst við skírnarsáttmálann og leiðir að djúpstæðari sáttmálum sem við gerum í musterinu. … Sáttmáli er ekki bara samningur, þó að það sé mikilvægt. Hann hefur að gera með samband. …
Hlutverk hans er hlutverk lítillætis. Jesús Kristur mun koma til móts við okkur þar sem við erum, eins og við erum. Þetta er ástæða garðsins, krossins og grafarinnar. Frelsarinn var sendur til að hjálpa okkur að sigra. Það mun samt ekki færa okkur þá frelsun sem við sækjumst eftir að vera kyrr þar sem við erum. … Hans hlutverk er einnig hlutverk uppstigningar. Hann mun vinna með okkur til að lyfta okkur upp þangað sem hann er og í leiðinni gerir hann okkur kleift að verða eins og hann er. Jesús kom til að lyfta okkur upp. Hann vill hjálpa okkur að ná vaxtartakmarki. Þetta er ástæðan að baki mustera. Við verðum að muna að það er ekki einungis vegurinn sem mun upphefja okkur, það er félagi okkar – frelsari okkar. Og þetta er ástæða sáttmálssambands. …
Hefjist handa þar sem þið eruð. Ekki láta ástand ykkar hindra ykkur. Munið að hraðinn eða staðsetningin á veginum er ekki eins mikilvæg og framvindan. …
Til allrar hamingju göngum við saman á þessum vegi, hvetjandi hvert annað á leiðinni. Þegar við deilum þessari persónulegu reynslu með Kristi munum við styrkja persónulega trúfesti okkar.