Ganga í sáttmálssambandi við Krist
Hin Eini sem var sárþjakaður og táið tætt mun leyfa að jarðlífið hafi sín áhrif á okkur en hann biður okkur ekki að takast á við þessar áskoranir einsömul.
Góðvinur minn Ilan kynnti mig fyrir gönguslóða í Ísrael. Hann kallast „Slóði Jesú,“ sagði hann „vegna þess að það er vegurinn frá Nasaret til Kapernaum sem margir telja að Jesú hafi gengið.“ Ég ákvað þá og þegar að mig langaði að ganga þann slóða, svo ég hóf að skipuleggja ferð til Ísraels.
Sex vikum fyrir ferðina braut ég ökklann. Eiginmaður minn hafði áhyggjur af meiðslunum og mesta áhyggjuefni mitt var hvernig ég gæti gengið Slóð Jesú mánuði seinna. Ég er mjög þrjósk að eðlisfari svo ég afbókaði ekki farmiðann.
Ég minnist þess er við hittum ísraelska leiðsögumanninn okkar þennan fallega júnímorgun. Ég hoppaði út úr smárútunni og dró svo út hækjur og hnéhlaupahjól. Mya, leiðsögumaður okkar, leit á gifsið og sagði „Aaa ég held ekki að þú getir gengið slóðann í þessu ásigkomulagi.“
„Kannski ekki,“ svaraði ég, „en það er samt ekkert sem hindrar mig í að reyna.“ Hún kinkað örlítið kolli og við héldum af stað. Ég kann vel að meta það hjá henni, að hún trúði því að ég gæti gengið slóðann brotin.
Um tíma þræddi ég brattan slóðann einsömul og framhjá grjóthnullungunum. Snortin af einlægni minni við að standa við skuldbindingu mína, dró Mya upp þunnt reipi, batt við handföngin á hlaupahjólinu mínu og hóf að draga. Hún dró mig upp hæðirnar, í gegnum sítrónualdingarða og meðfram strönd Galíleuvatns. Við enda ferðarinnar þakkaði ég fyrir yndislega leiðsögumanninn minn sem hafði hjálpað mér að áorka nokkru sem ég hefði aldrei getað ein á báti.
Þegar Drottinn kallaði Enok til að ferðast um landið og bera vitni um sig, hikaði Enok.1 Hann var bara drengur og tregur til máls. Hvernig gat hann gengið þessa leið í hans ásigkomulagi? Hann var blindaður af því sem var brotið hið innra. Svar Drottins við því sem hindraði hann var einfalt og tafarlaust: „Gakk þess vegna með mér.“2 Á sama hátt og Enok verðum við að muna að hin eini sem var sárþjakaður og táið tætt3 mun leyfa að jarðlífið hafi sín áhrif á okkur en hann biður okkur ekki að takast á við þessar áskoranir einsömul.4 Sama hve erfið saga okkar eða hver núverandi stefna okkar er, þá mun hann bjóða okkur að ganga með sér.5
Hugsið um unga manninn sem átti í smá vandamálum og hitti Drottinn í óbyggðum. Jakob hafði ferðast langt að heiman. Í myrkri nætur dreymdi hann draum sem í var ekki einungis stigi heldur einnig veruleg sáttmálsloforð, þar á meðal það sem ég kalla stundum fimm-fingra loforðið.6 Þá nótt stóð Drottinn við hlið Jakobs, kynnti sig sem Guð föður Jakobs og lofaði honum síðan:
-
Ég er með þér
-
Ég gæti þín hvar sem þú ferð.
-
Ég mun leiða þig aftur til þessa lands.
-
Ég yfirgef þig ekki.
-
Ég mun koma því til leiðar sem ég hef heitið þér.7
Jakob stóð frammi fyrir vali. Hann gat valið að lifa lífi sínu einfaldlega kunnugur Guði föður sínum eða hann gat valið að lifa lífi sínu í skuldbundnu sáttmálssambandi við hann. Mörgum árum seinna bar Jakob vitni um líf sem lifað var innan sáttmálsloforða Drottins: „[Guð] … bænheyrði mig á neyðarstundu og hefur verið með mér á vegferð minni.“8 Á sama hátt og hann gerði fyrir Jakob mun Drottinn svara hverju okkar í okkar raunum ef við veljum að binda líf okkar honum. Hann hefur lofað okkur að ganga með okkur á vegferð okkar.
Við köllum þetta að ganga sáttmálsveginn – veg sem hefst við skírnarsáttmálann og leiðir að djúpstæðari sáttmálum sem við gerum í musterinu. Kannski heyrið þið þessi orð og hugsið um gátlista. Kannski sjáið þið bara veg skilyrða. Nánari skoðun sýnir nokkuð meira sannfærandi. Sáttmáli er ekki bara samningur, þó að það sé mikilvægt. Það hefur að gera með samband. Russell M. Nelson forseti kenndi: „Sáttmálsvegurinn hefur allt að gera með samband okkar við Guð.“9
Hugleiðið hjónabandssáttmálann. Brúðkaupsdagurinn er mikilvægur en jafn mikilvægt er það samband sem er mótað í gegnum lífið í sameiningu eftir á. Það sama er gildir með sáttmálssamband við Guð. Skilyrði hafa verið sett og það verða væntingar á veginum. Samt býður hann okkur öllum að koma eins og við getum, með einbeittum huga og að „sækja fram“10 með hann okkur við hlið, í trausti þess að lofaðar blessanir hans munu skila sér. Ritningar minna okkur á að oft koma þessar blessanir samkvæmt hans tímaáætlun og á hans hátt: 38 ár.11 12 ár.12 strax.13 Mun hjálp hans þér verða til farsældar gjörð.14
Hlutverk hans er hlutverk lítillætis. Jesús Kristur mun koma til móts við okkur þar sem við erum, eins og við erum. Þetta er ástæða garðsins, krossins og grafarinnar. Frelsarinn var sendur til að hjálpa okkur að sigra.15 Það mun samt ekki færa okkur þá frelsun sem við sækjumst eftir að vera kyrr þar sem við erum. Á sama hátt og hann yfirgaf Jakob ekki í rykinu, áætlar Drottinn ekki að skilja neitt okkar eftir þar sem við erum.
Hans hlutverk er einnig hlutverk uppstigningar. Hann mun vinna með okkur16 til að lyfta okkur upp þangað sem hann er og í leiðinni gerir hann okkur kleift að verða eins og hann er. Jesús kom til að lyfta okkur upp.17 Hann vill hjálpa okkur að ná vaxtartakmarki. Þetta er ástæðan að baki mustera.
Við verðum að muna að það er ekki einungis vegurinn sem mun upphefja okkur, það er félagi okkar – frelsari okkar. Og þetta er ástæða sáttmálssambands.
Þegar ég var í Ísrael heimsótti ég Grátmúrinn. Fyrir Gyðinga er þetta heilagasti staðurinn í Jerúsalem. Það er það eina sem er eftir af musteri þeirra. Flestir eru í sparifötum sínum er þeir heimsækja þennan helga stað, fataval þeirra er táknrænt fyrir trúfesti þeirra við samband þeirra við Guð Þeir heimsækja múrinn til að lesa ritningar, til að tilbiðja og til að úthella bænum sínum. Bænin um musteri þeirra á meðal fyllir allan dag þeirra, allar bænir þeirra, þessi þrá fyrir sáttmálshús. Ég dái trúfesti þeirra.
Þegar ég kom heim frá Ísrael hlustaði ég nánar á samtöl í kringum mig varðandi sáttmála. Ég tók eftir að fólk var að spyrja: Hvers vegna ætti ég að ganga sáttmálsveginn? Verð ég að fara í hús til að gera sáttmála? Hvers vegna klæðist ég heilögum klæðnaði? Ætti ég að leggja rækt við sáttmálssamband við Drottin? Svarið við þessum góðu og mikilvægu spurningum er einfalt: Það fer eftir því á hvaða stigi þið viljið upplifa samband við Jesú Krist.18 Hvert og eitt okkar verður að finna sitt eigið svar við þessum einstaklega persónulegu spurningum
Hér er mitt: Ég geng á þessum vegi sem „ástkær dóttir himneskra foreldra,“19 guðlega þekkt20 og dyggilega treyst.21 Sem barn sáttmálans er ég hæf til að taka á móti lofuðum22 blessunum. Ég hef valið23 að ganga með Drottni. Ég hef verið kölluð24 til að standa sem vitni Krists. Þegar vegurinn virðist yfirþyrmandi, er ég styrkt25 af virkjandi náð. Í hvert sinn sem ég stíg inn fyrir hús hans, upplifi ég dýpra sáttmálssamband við hann. Ég er helguð26 af anda hans, gædd27 krafti hans, og sett í embætti28 til að byggja ríki hans. Í gegnum ferli daglegrar iðrunar og þess að meðtaka sakramentið vikulega, er ég að læra að verða staðföst29 og að fara um og gera gott.30 Ég geng á þessum vegi með Jesú Kristi og horfi fram til þess dags að hann komi á ný. Þá verð ég innsigluð honum31 og mér lyft upp sem heilagri32 dóttur Guðs.
Þess vegna geng ég sáttmálsveginn.
Þess vegna held ég í sáttmálsloforðin.
Þess vegna fer ég inn í sáttmálshús hans.
Þess vegna klæðist ég heilögum musterisklæðum sem stöðugri áminningu.
Vegna þess að ég vil lifa í skuldbundnu sáttmálssambandi við hann.
Ef til vill viljið þið það líka. Hefjist handa þar sem þið eruð.33 Ekki láta ástand ykkar hindra ykkur. Munið að hraðinn eða staðsetningin á veginum er ekki eins mikilvæg og framvindan.34 Biðjið einhvern sem þið treystið og er á sáttmálsveginum, að kynna ykkur fyrir frelsaranum sem þeir hafa náð að kynnast. Lærið meira um hann. Leggið mikið í sambandið með því að ganga í sáttmála við hann. Aldur ykkar og ástand skiptir ekki máli. Þið getið gengið með honum.
Eftir að við lukum við göngu okkar á Slóð Jesú tók Mya ekki reipið sitt tilbaka. Hún skildi það eftir, bundið við hlaupahjólið mitt. Í fáeina daga á eftir skiptust unglingsfrændur mínir og vinir þeirra á við að draga mig í gegnum stræti Jerúsalemborgar.35 Þeir sáu til þess að ég missti ekki af sögunum um Jesú. Ég var minnt á styrk rísandi kynslóðar. Við getum lært af ykkur. Þið hafið einlæga þrá um að þekkja leiðsögumanninn, Jesú Krist. Þið treystið styrkleika reipisins sem bindur okkur við hann. Þið hafið óvenjulega hæfileika til að safna öðrum til hans.36
Til allrar hamingju göngum við saman á þessum vegi, hvetjandi hvert annað á leiðinni.37 Þegar við deilum þessari persónulegu reynslu með Kristi munum við styrkja persónulega trúfesti okkar. Ég ber þessu vitni í nafni Jesú Krists, amen.