Aðalráðstefna
Viljið þið vera hamingjusöm?
Aðalráðstefna október 2023


47:28

Viljið þið vera hamingjusöm?

Haldið ykkur á sáttmálsveginum. Líf ykkar verður auðveldara, hamingjusamara og uppfullt af gleði.

Viljið þið vera hamingjusöm? Hvað gerir ykkur óhamingjusöm? Russell M. Nelson forseti sagði: „Ef þið viljið vera vansæl, brjótið þá boðorðin og iðrist aldrei. Ef þið viljið gleði, haldið ykkur á sáttmálsveginum.“1 Er það ekki einfalt að vera hamingjusamur? Gerið bara sáttmála og haldið þá í lífi ykkar. Förum aðeins yfir það sem getur hjálpað okkur að haldast á sáttmálsveginum og gert okkur hamingjusöm.

1. Hvað er sáttmálsvegurinn?

Samkvæmt öldungi Dale G. Renlund: „Hugtakið sáttmálsvegur vísar til nokkurra sáttmála sem færa okkur nær Kristi og tengja okkur við hann. Með þessari sáttmálsbindingu, höfum við aðgang að eilífum krafti hans. Vegurinn byrjar með trú á Jesú Krist og iðrun, á eftir koma skírn og meðtaka heilags anda.“2 Við endurnýjum sáttmála okkar í hvert sinn sem við meðtökum sakramentið.

Við byrjum á skírnarsáttmálanum og gerum síðan fleiri sáttmála í gegnum líf okkar. Öldungur Renlund sagði síðan: „Sáttmálsvegurinn leiðir til helgiathafna musterisins, svo sem musterisgjafarinnar. Musterisgjöfin er gjöf Guðs á helgum sáttmálum sem tengja okkur honum enn frekar.“3

2. Eruð þið á sáttmálsveginum?

Stundum þegar við gerum sáttmála tekst okkur ekki að halda þá. Hvernig getum við snúið aftur á sáttmálsveginn þegar þetta gerist? Leyfið mér að miðla ykkur nokkrum dæmum um að snúa aftur á sáttmálsveginn.

Fyrir rétt rúmlega mánuði síðan fékk ég skilaboð frá heimkomnum trúboða sem hafði þjónað með okkur. Hann sagði: „Það hefur verið erfitt undanfarið. Það hefur dregið mig niður að berjast við kvíða og þunglyndi á hverjum degi og það hefur verið mjög erfitt. Mér finnst ég einn og er mjög vansæll. Ég hef verið að biðjast fyrir um leiðsögn frá himneskum föður, um frið og huggun í því sem ég get til að berjast við þessa erfiðleika. … Á meðan að ég var að biðja fannst mér ég finna hvatningu frá andanum sem sagði mér að ég þyrfti að greiða fulla tíund. Ég fann andann svo sterkt og fann strax þörf fyrir að gera þetta. Með þeirri þrá að gera þetta fann ég einnig hvatningu um að ‚ef þú greiðir tíund þína, verður allt í lagi.‘ Ég á enn í baráttu með að finna frið en ég hef vitnisburð um frelsara okkar og að í gegnum hlýðni mína finn ég og get fundið þann frið sem ég leita að í hjarta mínum og huga. Ég hef nýlega ákveðið að koma aftur til kirkjunnar og að leita andans í öllu sem ég geri.“

Nú gengur honum vel. Þið getið einnig beðið himneskan föður um frið, en svarið gæti verið annað en þið væntið. Svo lengi sem þið leitist eftir að vita af frelsaranum og biðjið til himnesks föður, mun hann veita ykkur sérsniðið svar.

Thomas S. Monson forseti kenndi:

„Mikilvægasta lexían sem við getum lært í jarðlífinu er sú að sýna hlýðni þegar Guð talar, því þá munum við ávallt gera það sem rétt er.4

„Þegar við höldum boðorðin, verður líf okkar hamingjuríkara, fyllra og einfaldara. Okkur mun reynast auðveldara að takast á við erfiðleika okkar og áskoranir og við munum hljóta fyrirheitnar blessanir [Guðs].“5

Þegar ég var kallaður sem biskup var það á erfiðasta tíma lífs míns. Ég var ungur faðir rétt rúmlega þrítugur en ég átti í fjárhagslegum erfiðleikum vegna fjölskylduáskorana. Ég gat ekki fundið neina lausn og fannst að þessar áskoranir myndu aldrei leysast. Ég var uppgefinn fjárhagslega og tilfinningalega. Ég fór auk þess að efast um minn eigin andlega styrk. Það var á þessum erfiða tíma að stikuforseti minn kallað mig. Ég tók kölluninni samt þó það væri erfitt.

Eiginkona mín fór einnig í viðtal við stikuforsetann, en hún gat ekki sagt já en hún sagði heldur ekki nei en hélt áfram að gráta. Hún grét alla vikuna og spurði himneskan föður: „Hvers vegna núna?“ og „Þekkirðu raunverulega hvern einstakling?“ Hún fékk ekki svar, en ég var studdur sem biskup næstkomandi sunnudag. Hún spurði himneskan föður ekki þessara spurninga meir en studdi mig í kölluninni næstu sex ár.

Sunnudaginn sem ég var leystur úr embætti heyrði kona mín rödd þegar hún var að meðtaka sakramentið. Röddinn hvíslaði að henni: „Vegna þess að það var of erfitt fyrir þig að ganga, þá kallaði ég hann sem biskup til að halda á þér og bera þig.“ Er hún horfði til baka á undanfarin sex ár gerði hún sér grein fyrir því að allar hinar fjölmörgu áskoranir sem virtust endalausar, leystust á leiðinni.

Við lærðum að þegar okkur finnst það ekki verið góður tími til að meðtaka köllun þá er það kannski sá tími sem við þörfnumst þeirrar köllunar mest. Hvenær sem Drottinn biður okkur að þjóna í hvaða köllun sem er, hvort sem það er auðveldari eða erfiðari köllun, þá sér hann þarfir okkar. Hann veitir styrkinn sem við þörfnumst og hann er með tilbúnar blessanir til að úthella yfir okkur er við þjónum trúfastlega.

Það eru margir aðrir hlutir sem trufla okkur frá því að haldast á sáttmálsveginum. Sama hvað það er, það er aldrei of seint að snúa hjörtum okkar til himnesks föður í leit að hjálp. Öldungur Paul K. Johnson kenndi okkur: „Þegar við fylgjum Satan, eflum við honum mátt. Þegar við fylgjum Guði, eflir hann okkur mátt.6

Benjamín konungur í Mormónsbók ber vitni: „Og enn fremur langar mig til, að þér hugleiðið blessun og hamingju þeirra, sem halda boðorð Guðs. Því að sjá. Þeir njóta blessunar í öllu, jafnt stundlegu sem andlegu. Og ef þeir haldast staðfastir allt til enda, er tekið á móti þeim á himni, og þeir fá dvalið með Guði í óendanlegri sælu.“7

3. Hvernig getur það veitt okkur hamingju að halda sáttmála við Guð?

Eiginkona mín segir að hjónaband okkar tengi okkur saman og þess vegna geti hún gert hluti sem hún gat ekki áður. Til að mynda hefur hún átt erfitt með að fara út í myrkri alveg frá því að hún var ung, en það sé ekki erfitt lengur því ég fari með henni. Hún er lágvaxin og getur ekki teygt sig upp í efstu hillurnar nema með því að nota stól eða stiga, en ég get náð í hlutina fyrir hana úr efstu hillunum því ég er hærri en hún. Ef við tökum á okkur ok frelsarans er það eins. Þegar við tökum á okkur ok hans getum við gert hluti sem við gátum ekki sjálf vegna þess að hann getur gert hluti sem við getum ekki gert fyrir okkur sjálf.

Öldungur David A. Bednar sagði: „Að gera og halda sáttmála, er að leggja okið á okkur með Drottni Jesú Kristi. Mergur málsins er sá að frelsarinn er að gefa okkur boð um að treysta sér og draga með sér, jafnvel þótt okkar besta framlag jafnist ekki á við hans og sé ekki samanburðarhæft. Þegar við setjum traust okkar á hann og drögum byrði okkar með honum í jarðlífsferð okkar, verður ok hans vissulega ljúft og byrði hans létt.“8

Nelson forseti kenndi einnig:

„Að gangast sjálf undir ok með frelsaranum, þýðir að þið hafið aðgang að styrk hans og endurleysandi krafti.“9

Umbun þess að halda sáttmála við Guð, eru himneskur kraftur – kraftur sem styrkir okkur til að standast betur prófraunir okkar, freistingar og sorgir. Þessi kraftur gerir leiðina auðveldari fyrir okkur. Þeir sem lifa eftir æðri lögmálum Jesú Krists, hafa aðgang að æðri mætti hans.10

„Sáttmálssamband við Guð, … gerir allt við lífið auðveldara! Sérhver einstaklingur sem gerir sáttmála í skírnarfonti og í musteri – og heldur þá – hefur aukinn aðgang að krafti Jesú Krists.”11

Kæru bræður og systur, viljið þið vera hamingjusöm? Haldið ykkur á sáttmálsveginum. Líf ykkar verður auðveldara, hamingjusamara og uppfullt af gleði. Jesús býður okkur: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“12 Hann er hinn lifandi Kristur. Hann ber byrðar okkar og gerir líf okkar auðveldara. Í nafni Jesú Krists, amen.