2010–2019
Halda stöðugt fast
Október 2013


Halda stöðugt fast

Ég bið þess að við fáum haldið fast í járnstöngina, sem leiðir okkur í návist okkar himneska föður.

Faðir minn mundi eftir þeim degi, jafnvel þeirri stund, er fjölskylda hans ‒ faðir, móðir og fjögur börn ‒ yfirgáfu kirkjuna og mörg þeirra komu aldrei aftur meðan þau lifðu. Hann var 13 ára gamall, djákni, og á þeim tíma sóttu fjölskyldur sunnudagaskóla að morgni til og sakramentissamkomu síðdegis. Á fallegum vordegi, eftir samkomur á sunndagsmorgni og eftir sameiginlegan hádegisverð fjölskyldunnar, sneri móðir hans sér að föður hans og spurði einfaldlega: „Jæja, kæri, eigum við að fara saman á sakramentissamkomu síðdegis eða fara öll saman í ferðalag upp í sveit?“

Sú hugmynd, að hægt væri að velja hvort farið væri á sakramentissamkomu, hafði aldrei hvarflað að föður mínum, en hann og þrjú unglingssystkini hans sperrtu öll eyrun og biðu spennt eftir svarinu. Sveitarferðin þetta sunnudagssíðdegi var vafalaust ánægjulegur viðburður, en þessi litla ákvörðun varð upphafið að nýrri stefnu, sem að lokum varð til þess að fjölskyldan hvarf frá kirkjunni, öryggi hennar og blessunum, og hélt út á aðrar brautir.

Spámaðurinn Lehí í Mormónsbók kennir þeim, sem á okkar tíma gætu látið freistast út á aðrar brautir, lexíu er hann miðlar fölskyldu sinni sýn þar sem hann „sá óteljandi skara af mannverum, sem margar hverjar reyndu að þrengja sér áfram til að komast á veginn, sem lá að trénu, er [hann] stóð við.

Og ... þær komust áfram og inn á veginn, sem lá að trénu.

Og ... þoka skall á, ... svo dimm, að þeir, sem á veginum voru, villtust út af honum og glötuðust.“1

Lehí sá síðan annan hóp manna „þrengja sér fram og þeir komu og náðu taki á endanum á járnstönginni, og þeir sóttu fram í gegnum dimma þokuna, ríghaldandi sér í járnstöngina, já, þar til þeir komust áfram og gátu neytt af ávextinum, sem tréð bar. Því miður var það svo, að „þegar þeir höfðu neytt af ávextinum, sem tréð bar, skimuðu þeir í kringum sig, rétt eins og þeir blygðuðust sín,“ vegna fólksins sem fyllti „stóra og rúmmikla byggingu,“ og „stóð og hæddi og benti á þá, sem komist höfðu að ávextinum og voru að neyta hans.“ Þessum „skrikaði fótur, þeir lentu á forboðnum vegum og glötuðust.“2 Þessu fólki tókst ekki, eða vildi ekki, standast allt til enda.

Svo var þar þriðjið hópurinn, sem ekki aðeins náði farsællega að tré lífsins, heldur féll það ekki frá eftir það. Ritningarnar segja að hópur fólks „sótti fram og hélt stöðugt fast í járnstöngina, þar til það komst. Og það féll fram og neytti af ávexti trésins.“3 Fyrir þennan hóp merkti járnstöngin eina skjólið og öryggið sem hægt var að finna, og fólkið hélt fast um stöngina og hafnaði því að sleppa taki á henni fyrir það léttvæga, eins og ferðalag upp í sveit á sunnudagssíðdegi.

Um þennan hóp fólks hefur öldungur David A. Bednar sagt: „Lykilatirðið í þessu versi eru orðin „hélt stöðugt fast“ í járnstöngina. ... Væntanlega hefur þessi þriðji hópur fólks stöðugt lesið og numið og kannað orð Krists. … Þetta er sá hópur sem við ættum að kappkosta að sameinast.“4

Við sem erum meðlimir kirkju Guðs höfum gert sáttmála um að fylgja Jesú Kristi og hlíta boðorðum Guðs. Við skírnina lofuðum við að vera vitni frelsarans,5 að liðsinna hinum veiku og þurfandi,6 að halda boðorð Guðs og iðrast eins og þörf krefur, því eins og Páll postuli kenndi: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.”7

Í hverri viku gefst okkur kostur á að sækja sakramentissamkomu, þar sem við getum endurnýjað þessa sáttmála með því að neyta brauðs og vatns helgiathafnar sakramentis. Þessi látlausa athöfn gerir okkur kleift að lofa því að nýju að fylgja Jesú Kristi og iðrast þegar okkur verður á. Guð lofar okkur á móti að andi hans muni leiða okkur og vernda.

Úr Boða fagnaðarerindi mitt kenna trúboðarnir, að opinberun og vitnisburður hljótist þegar við sækjum kirkjusamkomur á sunnudögum: „Þegar við sækjum kirkjusamkomur og tilbiðjum saman styrkjum við hvert annað. Við endurnýjumst í samvist vina og fjölskyldu. Trú okkar styrkist, við lærum ritningarnar og aukum þekkingu okkar á hinu endurreista fagnaðarerindi.‟8

Menn gætu spurt: Af hverju að hafa þrjár aðskildar samkomur á sunnudögum og hver er þörfin fyrir hverja þeirra? Við skulum aðeins skoða þessar þrjár samkomur:

  • Sakramentissamkoma veitir tækifæri til þátttöku í helgiathöfn sakramentis. Við endurnýjum sáttmála okkar, upplifum andann í ríkari mæli, og hljótum auk þess þá blessun að njóta fræðslu og styrks frá heilögum anda .

  • Sunnudagaskólinn gerir okkur kleift að „fræða hvert annað um kenningu ríkisins“9 svo að allir „uppbyggjast og fagna saman.“10 Mikill kraftur og persónulegur friður hlýst af því að skilja kenningar hins endurreista fagnaðarerindis.

  • Prestdæmisfundir eru tíminn fyrir karla og pilta að „læra skyldu sína“11 og vera enn „betur fræddir,“12 og Líknarfélagsfundir eru fyrir konur kirkjunnar og gefur þeim kost á að „auka trú sína, ... styrkja og efla fjölskyldu sína og heimili og hjálpa hinum þurfandi.‟13

Stúlkurnar og börnin hafa líka samkomur og námsbekki fyrir sig, til að fræðast um fagnaðarerindið og búa sig undir hina miklu ábyrgð sem þeirra bíður í lífinu. Á öllum þessum sérstöku en samtengdu samkomum, lærum við kenninguna, upplifum andann og þjónum hvert öðru. Við ættum að kappkosta að sækja allar sunnudagasamkomur okkar, þótt frávik geti orðið vegna fjarlægðar, ferðakostnaðar eða heilsubrests. Ég heiti því að blessanir mikillar gleði og friðar munu hlotnast af tilbeiðslu á hinum þriggja klukkustunda sunnudagasamkomum.

Fjölskylda mín hefur einsett sér að sækja allar okkar sunnudagasamkomur. Við höfum fundið það styrkja trú okkar og auka skilning okkar á fagnaðarerindinu. Við finnum að okkur líður vel með þá ákvörðun að sækja kirkjusamkomur okkar, einkum þegar heim er komið og við höldum áfram að lifa í samræmi við hvíldardaginn. Við sækum jafnvel allar okkar sunnudagasamkomur þegar við erum í fríi eða á ferðalagi. Ein dóttir mín skrifaði nýverið til að láta okkur vita að hún hefði sótt kirkju í borg einni á ferðalagi sínu og bætti síðan við: „Já, pabbi, ég sótti allar þrjár sunnudagasamkomurnar.“ Við vitum að hún var blessuð fyrir þessa réttu ákvörðun sína.

Við getum öll á ótal vegu valið um það hvernig við höldum hvíldardaginn heilagan. „Góðar“ athafnir verða ætíð fyrir hendi, sem við getum og ættum að fórna fyrir hinn betri kost að sækja kirkjusamkomur. Staðreyndin er sú, að þetta er ein sú aðferð sem andstæðingurinn notar til að „[svíkjast] ... að sálum [okkar] og [leiða okkur] lævíslega [frá].“14 Hann hvetur okkur til „góðra“athafna í stað hinna „betri“ eða jafnvel hinna „bestu.“15

Að halda stöðugt fast í járnstöngina, merkir að við sækjum allar okkar sunnudagasamkomur, sé það mögulegt: Sakramentissamkomu, sunnudagaskóla og prestdæmis- eða Líknarfélagsfundi. Börnin okkar sækja sínar samkomur í Barnafélaginu, Piltafélaginu og Stúlknafélaginu. Við ættum aldrei að velja hvaða samkomur við sækjum og hverjar ekki. Við höldum okkur einfaldlega fast að orði Guðs með því að tilbiðja og sækja samkomur okkar á hvíldardegi.

Að halda stöðugt fast í járnstöngina merkir að við kappkostum að halda öll boðorð Guðs, að hafa daglegar einka- og fjölskyldubænir og læra ritningarnar daglega.

Að halda fast um járnstöngina er hluti af kenningu Krists, eins og hún er kennd í Mormónsbók. Við iðkum trú á Jesú Krist, iðrumst synda okkar og breytum hjarta okkar, og fylgjum síðan honum niður í skírnarvatnið og hljótum gjöf heilags anda, sem verður okkur leiðsögn og huggun, og loks, líkt og Nefí kennir, munum við „[sækja] fram, [endurnærð] af orði Krists,“ allt til æviloka.16

Bræður mínir og systur, við erum sáttmálsþjóð. Við gerum og höldum sáttmála fúslega og okkar fyrirheitnu blessanir eru, að við munum hljóta „allt, sem faðir [okkar] á.“17 Þegar við höldum stöðugt fast í járnstöngina með því að halda sáttmála okkar, mun okkur eflast þróttur til að standast freistingar og háska heimsins. Við munum geta kannað þetta jarðlíf, með öllum áskorunum þess, þar til við í raun náum að komast að trénu með ávextinum sem „dýrmætari er og eftirsóknarverðari öllum öðrum ávöxtum.“18

Faðir minn var svo lánsamur að giftast góðri konu, sem hvatti hann til að fara aftur í kirkju æskuára sinna og hefja framþróun sína að nýju á lífsins vegi. Trúfesti þeirra hefur blessað öll börn þeirra, næstu kynslóð barnabarna og nú barnabarnabarna.

Á sama hátt og ákvörðunin um að sækja eða sækja ekki eina hvíldardagssamkomu, breytti miklu í lífi fjölskyldu afa míns og ömmu, munu daglegar ákvarðanir okkar hafa mikilvæg áhrif á líf okkar. Litlar ákvarðanir, svo sem hvort við eigum að sækja sakramentissamkomu eður ei, geta haft langvarandi og janvel eilífar afleiðingar fyrir okkur.

Við skulum ákveða að vera kostgæfin og hljóta miklar blessanir og vernd, sem hlotnst af því að koma saman og halda sáttmála okkar. Ég bið þess að við fáum haldið fast í járnstöngina, sem leiðir okkur í návist okkar himneska föður, í hinu heilaga nafni Jesú Krists, amen.