2021
Heyra um dýrðargráðurnar þrjár í fyrsta skipti
Júlí 2021


Kom, fylg mér

Heyra um dýrðargráðurnar þrjár í fyrsta skipti

Kenning og sáttmálar 76

5.–11. júlí

Ljósmynd
artwork depicting the celestial kingdom

Listaverk eftir Annie Henrie Nader

Kafli 76 í Kenningu og sáttmálum útskýrir mikilvæga þætti sáluhjálparáætlunarinnar sem glötuðust á jörðu í fráhvarfinu. Fyrir marga er það eftirminnileg upplifun að læra um þessi endurreistu sannindi í fyrsta skipti. Þetta átti við um Connie, trúskipting frá Richmond, Virginíu, Bandaríkjunum.

Hún rifjar upp: „Ég hafði alltaf skynjað kærleika Guðs þegar ég las Biblíuna, en ég fann aldrei neina kirkju sem kenndi hann eins og ég skildi hann. Þegar ég tók á móti trúboðslexíunni um sáluhjálparáætlunina, fannst mér það svo rétt að ég fylltist friði sem ég hafði aldrei fundið áður. Ég hugsaði með mér: ‚Þetta er sá himneski faðir sem ég þekki.‘ Að læra um dýrðargráðurnar, opnaði huga minn upp á gátt svo ég fékk vart leynt tilhlökkun minni að læra meira.“

Delphine, sem er trúskiptingur frá París, Frakklandi, býr við erfitt fjölskylduástand, svo þegar trúboðarnir kenndu henni að fjölskyldur geti dvalið saman í himneska ríkinu, var hún ekki viss um að vilja það. Þegar trúboðarnir héldu áfram að kenna henni um dýrðargráðurnar þrjár, þá lét hún huggast. Hún lærði að hún myndi fá að vera með þeim sem hún elskar og kusu að fylgja fagnaðarerindinu. Með betri skilning á sáluhjálparáætluninni sagði hún: „Mér fannst hún miklu réttlátari og það fullvissaði mig.“

Ljósmynd
article on three degress of glory

Prenta