Kom, fylg mér
Þjóna samferðafólki okkar
19.–25. júlí
„Styð þá óstyrku, lyft máttvana örmum og styrk veikbyggð kné“ (Kenning og sáttmálar 81:5).
Thomas S. Monson forseti: Fyrirmynd þjónustu
Aldur þegar hann var kallaður sem biskup: 22
Fjöldi deildarmeðlima: yfir 1.000
Fjöldi ekkna í deild hans: 85
Öldungur Jeffrey R. Holland í Tólfpostulasveitinni, sagði frá því hvernig Monson biskup annaðist ekkjurnar: „Margir vita kannski að hinn ungi biskup, Monson, varði viku af frítíma sínum um hver jól við að heimsækja allar þessar áttatíu og fimm ekkjur í deildinni hans. Margir vita kannski ekki að fyrstu árin var gjöfin sem hann færði þeim ein af … hænunum sem hann hafði alið upp og tekið úr eigin alifuglabúi.“1
Monson biskup sagði frá því hvernig hann hjálpaði öldruðum hjónum sem þurftu að mála heimilið sitt: „Á andartaks innblástursstund fannst mér ég ekki eiga að kalla öldungasveitina eða sjálfboðaliða til að nota málningarpenslana, heldur fylgdi ég velferðarhandbókinni og kallaði til fjölskyldumeðlimi sem bjuggu á öðrum svæðum. Fjórir tengdasynir og fjórar dætur tóku sér málningarpensla í hönd og tóku þátt í verkinu.“2 Innblásturinn varð til að endurtengja fjölskylduna og hjálpa þeim að annast betur um hvert annað.
Við getum ekki elskað Guð með sanni, ef við elskum ekki samferðafólk okkar í þessari jarðlífsferð.“3 – Thomas S. Monson forseti