2021
Við getum fundið samsvörun með fyrri tíðar Síðari daga heilögum.
Júlí 2021


Velkomin í þessa útgáfu

Við getum fundið samsvörun með fyrri tíðar Síðari daga heilögum.

Ljósmynd
Joseph and Emma with baby

Joseph and Emma with Baby Alvin, by Liz Lemon Swindle, may not be copied

Sem sagnfræðingur í verkefninu Joseph Smith Papers, nýt ég þess að flytja trúarræður og ræða við meðlimi kirkjunnar um sögu kirkjunnar. Þegar ég hef gert það, hef ég tekið eftir að sumir eiga erfitt með að finna samsvörun með fyrri tíðar heilögum. Lýsing þessara einstaklinga beinist oft að hetjulegum eiginleikum þeirra, svo það virðist sem þeir hafi aldrei tekist á við efa, sjúkdóma eða örvæntingu.

Kirkjumeðlimir sem voru uppi á nítjándu öldinni voru þó ekki síður mannlegir en ég og þú í dag. Þeir upplifðu gleði og hamingju, sársauka og þjáningar – og oft bara venjulega, viðburðarsnauða daga. Ég hef lært margt af reynslu þeirra um hvernig hægt er að kanna ástand manna.

Ég vona að rannsókn ykkar á Kenningu og sáttmálum á þessu ári hjálpi ykkur að læra um það hvernig hinir fyrri tíðar heilögu tókust á við áskoranir lífsins. Ég vona líka að greinin um það hvernig Mary Ann Young, eiginkona Brighams Young, tókst á við þrengingar, muni efla trú ykkar og hjálpa ykkur að skilja að við getum fundið hliðstæður í þeim áskorunum sem hún og aðrir tókust á við (sjá bls. 32). Jafnvel mitt í þrautum og þrengingum gerði trú Mary Ann henni kleift, eins og hún skrifaði eiginmanni sínum, að „halda ró sinni í storminum.“

Það er margt sem við getum lært af þeim sem hafa farið á undan – ekki bara af undursamlegum upplifunum þeirra, heldur líka af hljóðlátri hollustu þeirra.

Matthew C. Godfrey

Kirkjusögudeildinni

Prenta