Nýja testamentið 2023
19.–25. júní. Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; Jóhannes 19: „Það er fullkomnað“


„19.–25. júní. Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; Jóhannes 19: ‚Það er fullkomnað,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„19.–25. júní. Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; Jóhannes 19,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Kristur frammi fyrir Pílatusi

Ecce Homo [Sjáið manninn], eftir Antonio Ciseri

19.–25. júní

Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; Jóhannes 19

„Það er fullkomnað“

Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; og Jóhannes 19 geyma lýsingar á síðustu klukkustundum hins jarðneska lífs frelsarans. Leitist við að finna elsku hans til ykkar þegar þið lærið um fórn hans og dauða.

Skráið hughrif ykkar

Jesús Kristur sýndi hreina ást með öllum orðum og verkum – það sem Páll postuli sagði vera kærleika (sjá 1. Korintubréf 13). Það var aldrei augljósara en á síðustu stundum hins dauðlega lífs frelsarans. Hin virðulega þögn hans gagnvart fölskum ásökunum, sýndi að hann „[reiddist ekki auðveldlega og var ekki langrækinn]“ (1. Korintubréf 13:5). Fúsleiki hans til að láta yfir sig koma böl, spott og krossfestingu – án þess að nota mátt sinn til að binda endi á þjáningar sínar – sýndi að hann var „langlyndur“ og „[umbar] allt“ (1. Korintubréf 13:4, 7). Samúðin sem hann sýndi móður sinni og miskunnin sem hann sýndi þeim sem krossfestu hann – jafnvel mitt í sínum ólýsanlegu þjáningum – sýndi að hann „[leitaði] ekki síns eigin“ (1. Korintubréf 13:5). Á síðustu stundum sinnar dauðlegu tilveru, gerði Jesús það sem hann hafði alltaf gert – hann kenndi okkur með fordæmi. Kærleikur er vissulega „hin hreina ást Krists“ (Moróní 7:47).

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; Jóhannes 19

Fúsleiki Jesú Krists til að þjást sýnir elsku hans til föðurins og okkar allra.

Þótt frelsarinn hefði vald að kalla niður „meira en tólf sveitir engla“ (Matteus 26:53), þá kaus hann sjálfviljugur að láta yfir sig koma óréttlát réttarhöld, grimmilegar misþyrmingar og ólýsanlegar líkamlegar þjáningar. Hvers vegna gerði hann það? „Vegna þess ástríka kærleika,“ vitnaði Nefí, „og umburðarlyndis, sem hann ber í brjósti til mannanna barna“ (1. Nefí 19:9).

Kristur ber kross

„Og hann bar kross sinn og fór út til staðar sem nefnist … Golgota“ (Jóhannes 19:17).

Þið gætuð byrjað á því að lesa 1. Nefí 19:9, til að læra um síðustu jarðnesku stundir frelsarans. Hvar í Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; og Jóhannes 19 finnið þið dæmi um allt það sem Nefí sagði að Jesús myndi líða?

  • Þeir mátu hann einskis

  • Þeir húðstrýktu hann

  • Þeir börðu hann

  • Þeir hræktu á hann

Hvaða ritningarvers hjálpa ykkur að finna hinn „ástríka kærleika“ frelsarans til ykkar? Hvaða aðrar hugsanir og tilfinningar vakna við lestur þessara frásagna? Íhugið að skrá þær eða miðla þeim einhverjum.

Sjá einnig „Jesus Is Condemned before Pilate [Jesús dæmdur frammi fyrir Pílatusi]“ og „Jesus Is Scourged and Crucified [Jesús húðstrýktur og krossfestur]“ (myndbönd), ChurchofJesusChrist.org.

Matteus 27:27–49, 54; Markús 15:16–32; Lúkas 23:11, 35–39; Jóhannes 19:1–5

Hæðni fær ekki breytt sannleikanum.

Þótt Jesús hefði sætt hæðni alla sína þjónustutíð, varð hún ofsafengnari meðan á húðstrýkingu og krossfestingu hans stóð. Öll þessi hæðni fékk þó ekki breytt sannleikanum: Jesús er sonur Guðs. Þegar þið lesið um auðmýkinguna sem Jesús þurfti að þola, íhugið þá mótspyrnuna og hæðnina sem verk hans sætir á okkar tíma. Hvaða skilning hljótið þið á þrautseigju í mótlæti? Hvað vekur athygli ykkar við orð hundraðshöfðingjans í Matteus 27:54?

Matteus 27:46; Markús 15:34

Jesús Kristur þjáðist einsamall, svo ég þyrfti ekki að þjást.

Á einni átakanlegustu stund Jesú á krossinum, fannst honum, sem alltaf hafði reitt sig á sinn himneska föður, hann allt í einu yfirgefinn. Að lesa um þetta, gæti vakið hugsanir um þau skipti sem ykkur hefur fundist þið fjarlæg Guði. Þið gætuð íhugað hvernig fórn frelsarans á krossinum gerir ykkur mögulegt að sigrast á þessari fjarlægð. Eins og öldungur Jeffrey R. Holland vitnaði: „Vegna þess að Jesús gekk svo langan, einmanalegan stíg algjörlega aleinn þurfum við ekki að gjöra svo. … Frá Golgatahæð heyrist lúðraþytur þess sannleika að við munum aldrei verða skilin eftir ein og hjálparvana, jafnvel þótt okkur finnist stundum að svo sé“ („Enginn var með mér,“ aðalráðstefna, apríl 2009). Íhugið hvernig frelsarinn getur hjálpað ykkur að sigrast á einmanaleika, er þið lesið allan boðskap öldungs Hollands.

Lúkas 23:34

Frelsarinn er fyrirmynd okkar um fyrirgefningu.

Hvaða tilfinningar vakna þegar þið lesið orð frelsarans í Lúkas 23:34? (gætið að því sem sagt er í Þýðingu Josephs Smith í neðanmálstilvísun c). Henry B. Eyring forseti vísaði í þessi orð frelsarans og kenndi: „Við verðum að fyrirgefa og láta af öllum óvinsamlegum tilfinningum í garð þeirra sem misbjóða okkur. Frelsarinn setti fordæmið á krossinum. … Við þekkjum ekki hjarta þeirra sem misbjóða okkur“ („That We May Be One,“ Ensign, maí 1998, 68). Hvernig geta þessi vers hjálpað ykkur, ef þið eigið erfitt með að fyrirgefa einhverjum?

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; Jóhannes 19.Til að hjálpa fjölskyldu ykkar að læra um atburðina sem sagt er frá í þessum kapítulum, gætuð þið miðlað henni „Kafla 52: Réttarhöld Jesú“ og „Kafla 53: Jesús er krossfestur“ (í Sögur úr Nýja testamentinu, 133–38, eða samsvarandi myndböndum á ChurchofJesusChrist.org). Þið gætuð líka þess í stað horft saman á myndbönd sem lýsa þessum atburðum: „Jesus Is Condemned before Pilate [Jesús fordæmdur frammi fyrir Pílatusi]“ og „Jesus Is Scourged and Crucified [Jesús húðstrýktur og krossfestur]“ (ChurchofJesusChrist.org). Þið gætuð beðið börn að segja frá þessum frásögnum með eigin orðum. Fjölskyldumeðlimir gætu sagt frá tilfinningum sínum til frelsarans, vegna þjáninga hans í okkar þágu.

Matteus 27:11–26; Markús 15:1–15; Lúkas 23:12–25; Jóhannes 19:1–16.Af hverju framseldi Pílatus Jesú til krossfestingar, jafnvel þótt honum væri ljóst að hann væri saklaus? Hvaða lexíur lærum við af reynslu Pílatusar varðandi það að koma því til varnar sem við vitum að er rétt? Það gæti verið gagnlegt fjölskyldu ykkar að leika atburðarás þar sem þau geta lært að koma því til varnar sem rétt er.

Matteus 27:46; Lúkas 23:34, 43, 46; Jóhannes 19:26–28, 30.Ef til vill gætuð þið falið hverjum fjölskyldumeðlim að lesa eitt eða fleira af því sem frelsarinn sagði á krossinum, sem finna má í þessum versum. Biðjið þá að segja frá því sem þeir lærðu af þessum orðum um frelsarann og hlutverk hans.

Markús 15:39.Hvernig hefur það styrkt vitnisburð ykkar um að Jesús er „sonur Guðs,“ að lesa um krossfestinguna?

Jóhannes 19:25–27.Hvað lærum við af þessum versum um það hvernig við getum elskað og styrkt fjölskyldumeðlimi?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Á krossi háum Kristur minn,“ Sálmar, nr. 66.

Bæta kennslu okkar

Líkið eftir lífi frelsarans. „Það er gagnlegt að læra hvernig frelsarinn kenndi – aðferðir hans og orð. Frelsarinn hlaut kraft til að kenna og lyfta öðrum vegna þess hvernig hann lifði og hvernig einstaklingur hann var. Því meira sem við keppum að því að lifa eins og Jesús Kristur gerði, því hæfari verðum við til að kenna eins og hann kenndi“ (Teaching in the Savior’s Way, 13).

Kristur á krossinum

Kristur á krossinum, eftir Carl Heinrich Bloch