Gamla testamentið 2022
12.–18. desember. Malakí: „Ég elska ykkur, segir Drottinn“


„12.–18. desember. Malakí: ‚Ég elska ykkur, segir Drottinn‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„12.–18. desember. Malakí,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Höggmynd af Kristi

12.–18. desember

Malakí

„Ég elska ykkur, segir Drottinn“

Merking nafnsins Malakí er „sendiboði minn“ (Bible Dictionary, „Malachi“). Hvaða boðskap finnið þið fyrir eigið líf þegar þið lærið boðskap Malakís til Ísraelsmanna? Hvernig eiga orð Malakís við um okkar tíma?

Skráið hughrif ykkar

„Ég elska ykkur,“ sagði Drottinn við fólk sitt með spámanninum Malakí. Ísraelsmenn, sem höfðu þjáðst um kynslóðir í mótlæti og ánauð, spurðu Drottin: „Hvernig hefur þú sýnt okkur kærleika þinn?“ (Malakí 1:2). Eftir allt sem Ísraelsmenn höfðu gengið í gegnum, gætu þeir hafa velt fyrir sér hvort frásögnin um hinn forna Ísrael sé í raun lýsandi fyrir elsku Guðs til sáttmálslýðs síns.

Hvaða vísbendingar hafið þið fundið um elsku Guðs við að íhuga efnið í Gamla testamentinu á þessu ári? Auðvelt er að sjá mörg dæmi um mannlegan breyskleika og mótþróa. Guð hefur þó aldrei reynt hætt að liðsinna í kærleika í gegnum allt slíkt. Þegar synir Jakobs misþyrmdu bróður sínum, Jósef, fyrirbjó Drottinn leið þeim til bjargar frá hungursneyð (sjá 1. Mósebók 45:4–8). Þegar Ísraelsmenn mögluðu í eyðimörkinni, sá Guð þeim fyrir manna til að borða (sjá 2. Mósebók 16:1–4). Meira að segja þegar Ísraelsmenn sögðu skilið við hann, snéru sér að öðrum guðum og þeim var tvístrað, yfirgaf Guð þá aldrei að fullu, heldur lofaði að hann myndi safna þeim saman og frelsa þá „með mikilli miskunnsemi,“ ef þeir iðruðust (sjá Jesaja 54:7).

Út frá þessu sjónarhorni, er Gamla testamentið frásögn af þolinmæði og varanlegri elsku Guðs. Okkar tími er framhald er á þessari frásögn. „Sól réttlætisins mun rísa yfir ykkur, … og vængir hennar færa lækningu,“ spáði Malakí (Malakí 3:20). Jesús Kristur kom og færir öllum sem til hans koma líkamlega og andlega lækningu. Hann er æðsta staðfesting á elsku Guðs fyrir hinn forna Ísrael og fyrir okkur öll.

Til að fá yfirlit Malakíbókar, sjá þá „Malakí“ í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Malakí 1–3

„Snúið aftur til mín, þá sný ég aftur til ykkar.“

Á tíma Malakís, höfðu Ísraelsmenn þegar byggt musterið í Jerúsalem, en þurftu þó enn að endurbyggja samband sitt við Drottin. Þegar þið lærið Malakí, leitið þá spurninga sem Drottinn spurði Ísraelsmenn eða þeir spurðu Drottin. Íhugið að spyrja ykkur sjálf álíka spurninga (dæmi um þær eru hér á eftir) til að hjálpa ykkur að leggja mat á samband ykkar við Drottin og komast nær honum.

  • Hvernig hef ég fundið elsku Drottins til mín? (sjá Malakí 1:2).

  • Eru fórnir mínar í þágu Drottins sannlega honum til heiðurs? (sjá Malakí 1:6–11).

  • Á hvaða hátt þarf ég að „snúa aftur“ til Drottins? (sjá Malakí 3:7).

  • Er ég á einhvern hátt að pretta Guð? (sjá Malakí 3:8–11).

  • Hvernig endurspeglar viðhorf mitt á erfiðum tímum tilfinningar mínar til Drottins? (sjá Malakí 3:13–15; sjá einnig 2:17).

Sjá einnig D. Todd Christofferson, „Alla þá, sem ég elska, tyfta ég og aga,“ , apríl 2011.

Malakí 1:6–14

Drottinn fer fram á „hreina fórnargjöf.“

Orð Drottins í Malakí 1 gefa í skyn að ísraelsku prestarnir fórnuðu veikburða og útlitsgölluðum dýrum í musterinu, sem Drottinn hafði forboðið (sjá 3. Mósebók 22:17–25). Hvað gefa þessar fórnir í skyn um tilfinningar prestanna til Drottins? (sjá Malakí 1:13). Af hverju fer Drottinn fram á að við færum honum bestu fórnargjafirnar? Íhugið þær fórnir sem Drottinn hefur beðið ykkur að færa. Hvað getið þið gert til að færa honum „hreina fórnargjöf“? (Malakí 1:11; sjá einnig 3:3).

Sjá einnig Moróní 7:5–14.

Malakí 3

Spádómar Malakís eru að uppfyllast á síðari dögum.

Þegar frelsarinn heimsótti íbúa Ameríku, vitnaði hann í Malakí 3 fyrir Nefítanna (sjá 3. Nefí 24–25). Árið 1823 miðlaði engillinn Moróní Joseph Smith hluta af þessum sömu kapítulum (sjá Joseph Smith – Saga 1:36–39; sjá einnig Kenning og sáttmálar 2). Af hverju haldið þið að orð Malakís séu svo oft endurtekin í ritningunum? (sjá einnig Kenning og sáttmálar 27:9; 110:13–16; 128:17–18). Hvað finnst ykkur vera einkar mikilvægur boðskapur í Malachi 3 fyrir okkar tíma?

Þegar Moróní vitnaði í Malakí 3:23–24 fyrir Joseph Smith, gerði hann það „með nokkru fráviki frá“ Biblíunni (Joseph Smith – Saga 1:36). Hverju bætir frávik Morónís við skilning okkar um þessa spádóma? Til að læra meira um komu Elía og hvernig þessi spádómur er að uppfyllast á okkar tíma, sjá þá Kenningu og sáttmála 110:13–16 og öldung David A. Bednar, „Hjörtu barnanna munu snúast,“ (, október 2011). Af hverju eruð þið þakklát fyrir komu Elía?

Ljósmynd
Elía birtist Joseph Smith og Oliver Cowdery í Kirtland musterinu

Myndskreyting af Elía birtast Joseph Smith og Oliver Cowdery í Kirtland musterinu, eftir Robert T. Barrett

Malakí 3:8–12

Greiðsla tíundar lýkur upp gáttum himins.

Þegar þið lesið Malakí 3:8–12, íhugið þá eigin upplifun við að greiða tíund. Hvað merkir þetta orðtak fyrir ykkur: „Sjáið hvort ég lýk ekki upp flóðgáttum himins [fyrir ykkur]“ (vers 10)?

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Malakí 1:2.Hvernig myndi fjölskylda ykkar svara spurningunni í Malakí 1:2 – „Hvernig hefur [Drottinn] sýnt okkur kærleika [sinn]?“ Hverjar eru sumar vísbendingar um að Drottinn elskar okkur?

Malakí 3:8–12.Þegar þið lesið Malakí 3:8–12, biðjið þá fjölskyldumeðlimi að miðla hugsunum sínum eða tilfinningum um tíund. Hvaða stundlegar og andlegar blessanir höfum við séð af því að greiða tíund? (sjá David A. Bednar, „Flóðgáttir himins,“ , október 2013). Fjölskyldumeðlimir gætu haft gaman að því að teikna myndir sem tákna þessar blessanir og hengja þær upp í glugga.

Malakí 3:13–18.Hvað felst í því fyrir okkur að tilheyra Drottni og vera „eign“ hans?

Malakí 3:23–24.Eftir lestur þessara versa, gæti fjölskylda ykkar fundið svörin við eftirfarandi spurningum um spádóm Malakís: Hver? Hvað? Hvenær? Hvar? Af hverju? (sjá einnig Kenning og sáttmálar 2).

Hvernig snúum við hjörtum okkar til feðranna? Hvernig erum við blessuð þegar við gerum það? Þið gætuð íhugað þessar spurningar meðan þið horfið á myndbandið „The Promised Blessings of Family History [Fyrirheitnar blessanir ættarsögu]” (ChurchofJesusChrist.org). Hvað munum við gera sem fjölskylda til að hljóta þessar blessanir?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ættarskráin mín,“ Barnasöngbókin, 100.

Bæta persónulegt nám

Spyrjið spurninga er þið lærið. Þegar þið lærið ritningarnar, geta spurningar komið upp í hugann. Íhugið þær spurningar og leitið svara.

Ljósmynd
kona með hvítan vasaklút með marga áa fyrir aftan sig

Hósanna Mourning, eftir Rose Datoc Dall Kona að nafni Mourning í andaheiminum, umlukt áum sínum. Hún fagnar endurlausn þeirra frá andlegri ánauð.

Prenta