Gamla testamentið 2022
5.–11. desember. Haggaí; Sakaría 1–3; 7–14: „[Heilagleiki til Drottins]“


„5.–11. desember. Haggaí; Sakaría 1–3; 7–14: ‚[Heilagleiki til Drottins],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„5.–11. desember. Haggaí; Sakaría 1–3; 7–14,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Laie-musterið, Havaí

Laie-musterið, Havaí

5.–11. desember

Haggaí; Sakaría 1–3; 7–14

„[Heilagleiki til Drottins]“

Lestur ritninganna eykur líkur á opinberun Verið opin fyrir boðskap sem heilagur andi opinberar ykkur við lestur Haggaí og Sakaría.

Skráið hughrif ykkar

Eftir áratuga ánauð, var hópi Ísraelsmanna, þar á meðal líklega spámönnunum Haggaí og Sakaría, leyft að snúa aftur til Jerúsalem. Sumir í þessum hópi mundu eftir því hvernig Jerúsalem leit út áður en henni var tortímt. Ímyndið ykkur hvernig þeim hefur liðið við að sjá rústirnar þar sem heimili þeirra höfðu eitt sinn verið, tilbeiðslustaðina og musterin. Við þá sem efuðust um hvort þeir myndu einhvern tíma sjá musteri Drottins sem „hús í fyrri vegsemd sinni (Haggaí 2:3), mælti spámaðurinn Haggaí orð Drottins til hvatningar: „[Herðið] upp hugann, landslýður, segir Drottinn. Vinnið, því að ég er með ykkur. … Óttist ekki. „Ég mun fylla hús þetta dýrð. … Á þessum stað mun ég veita heill.“ (Haggaí 2:4–5, 7,9.)

Það þurfti þó að endurbyggja meira en bara hið heilaga musteri. Fólk Guðs var að mörgu leyti eins og andlegar rústir. Meira þarf til að endurbyggja heilagt fólk, en að höggva til steina og raða þeim upp í musterisveggi. Á okkar tíma er ritað á musterin „ [Heilagleiki til Drottins]“ og þessi orð eiga ekki aðeins við um byggingu, heldur lífsmáta. Að letra orðin á „bjöllur hestanna“ og „sérhvern ketil í Jerúsalem“ (Sakaría 14:20–21), kæmi aðeins að gagni ef þeir rituðu þau líka á hjarta allra. Sannur heilagleiki krefst þess að orð og lögmál Drottins verði að „hitta“ (Sakaría 1:6) okkur í hjartastað, svo máttur hans megni að breyta eðli okkar og við verðum heilög eins og hann er (sjá 3. Mósebók 19:2).

Til að fá yfirlit Haggaíbókar og Sakaríabókar, sjá þá „Haggaí“ og „Sakaría“ í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Haggaí 1; 2:1–9

„[Sjáið] hvernig ykkur hefur farnast.“

Það var margt mikilvægt sem þurfti að gera til að endurbyggja Jerúsalem. Eftir að rúm 15 ár höfðu liðið frá því að Ísraelsmenn höfðu snúið til baka, var Drottinn ekki ánægður með að endurbygging musterisins hafði setið á hakanum (sjá Haggaí 1:2–5; sjá einnig Esrabók 4:24). Þegar þið lesið Haggaí 1; 2:1–9, íhugið þá spurningar sem þessar: Hvaða afleiðingum stóðu Ísraelsmenn frammi fyrir vegna þess að þeir luku ekki við musterið? Hvaða blessunum lofaði Drottinn þeim, ef þeir lykju við byggingu húss hans? Þið gætuð notað þetta tækifæri til að „[sjá] hvernig ykkur hefur farnast“ – að íhuga forgangsröðun ykkar og hvernig þið gætuð samræmt hana Drottni.

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 95; Terence M. Vinson, „Sannir lærisveinar frelsarans,“ aðalráðstefna , október 2019.

Sakaría 1–3; 7–8;14

Drottinn getur aukið mér heilagleika.

Systir Carol F. McConkie kenndi: „Heilagleiki er að velja að lifa þannig að heilagur andi verði okkur stöðugur förunautur. Heilagleiki er að afneita hinum náttúrlega manni og verða ‚heilagur fyrir friðþægingu Krists, sjálfs Drottins‘ [Mósía 3:19]. … Von okkar um heilagleika er bundin Kristi, miskunn hans og náð“ („Fegurð heilagleika,“ aðalráðstefna , apríl 2017). Hafið þessar kenningar hugfastar er þið lesið orð Drottins, gefin með spámanninum Sakaría, þar sem hann hvetur þá til að verða heilagri: Sakaría 1:1–6; 3:1–7; 7:8–10; 8:16–17. Gætið að því sem Drottinn bað Ísraelsmenn að gera, svo hann gæti gert þá heilaga. Hvernig er hann að hjálpa ykkur að verða heilagri?

ÍSakaría 2:10–11; 8:1–8; 14:9–11, 20–21 er því lýst hvernig lífiðverður dag einn í framtíðinni er við dveljum með Drottni í heilagleika. Hvaða merkingu gæti þessi lýsing haft fyrir þá sem endurbyggðu Jerúsalem á tíma Sakaría? Hver er merking hennar fyrir ykkur?

Ljósmynd
Sigurinnreið Jesú í Jerúsalem

„Sjá, konungur þinn kemur til þín. Réttlátur er hann og sigursæll, lítillátur og ríður asna“ (Sakaría 9:9). Sigurinnreið, eftir Harry Anderson

Sakaría 9:9–11; 11:12–13; 12:10; 13:6–7; 14:1–9

Jesús Kristur er hinn fyrirheitni Messías.

Nokkur ritverk Sakaría vísa til jarðneskrar þjónustu Jesú Krists og líka til væntanlegrar síðari komu hans. Berið eftirfarandi spádóma í Sakaría saman við viðeigandi vers í öðrum ritningarbókum:

Hvað lærið þið um frelsarann þegar þið ígrundið þessi ritningarvers? Af hverju er ykkur mikilvægt að skilja þessi vers?

Sjá einnig Leiðarvísir að ritningunum: „Messías,“ (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp).

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Haggaí 1:2–7.Þessi vers gætu innblásið fjölskyldu ykkar til að „[sjá] hvernig ykkur hefur farnast.“ Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir leikið orðtökin í versi 6. Hvað kenna þessi vers um að taka það sem heimsins er fram yfir það sem Guðs er? Þið gætuð ráðgast saman um forgangsröðun fjölskyldunnar. Að syngja söng eins og „Mig langar að líkjast Jesú“ (Barnasöngbókin, 40) gæti hjálpað fjölskyldu ykkar að leggja mat á hvað þið gerið vel og á hvaða sviði þið gætuð bætt ykkur.

Haggaí 2:1–9.Til að kynna þessi vers, gætuð þið sagt frásögn um Provo City musterið, sem var endurbyggt úr brunarústum kærs laufskála (sjá myndbandið „Provo City Center Temple Completed [Byggingu Provo City musterisins lokið],” ChurchofJesusChrist.org). Þegar fjölskylda ykkar les Haggaí 2:1–9, gætuð þið beðið fjölskyldumeðlimi að hugsa um eitthvað í lífi okkar sem gæti verið líkt og að endurbyggja musterið sem hafði verið tortímt. Hvernig endurbyggir Drottinn okkur eftir harmleik eða mótlæti?

Sakaría 3:1–7.Við lestur þessara versa gætuð þið sýnt fjölskyldu ykkar óhreinan fatnað. Hvernig gæti Jósúa hafa liðið þegar hann stóð frammi fyrir engli í óhreinum fötum? Hvernig er synd eins og óhrein föt? Hvað kennir Sakaría 3:1–7 okkur um fyrirgefningu? Þið gætuð síðan þvegið fötin saman og rætt hreinsandi mátt friðþægingar Jesú Krists.

Sakaría 8:1–8.Hvað vekur áhuga okkar varðandi sýn Sakaría um framtíð Jersúsalem? Hvað finnum við þar sem við myndum vilja sjá í samfélagi okkar? Hvernig getum við boðið frelsaranum að „vera meðal okkar“? (sjá Gary E. Stevenson, „Heilög heimili, heilög musteri,“ aðalráðstefna , apríl 2009).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Mig langar að líkjast Jesú,“ Barnasöngbókin, 40.

Bæta persónulegt nám

Gefið ykkur tíma til sjálfsmats. Þegar þið lesið ritningarnar, munið þið oft hvött til að ígrunda eigin skuldbindingu við himneskan föður og Jesú Krist. Bregðist við hughrifunum sem ykkur berast.

Ljósmynd
Tímalína sem sýnir hvernig laufskálinn í Provo, Utah, Bandaríkjunum, varð eldi að bráð og endurbyggður sem Provo City Center musterið.

Prenta