Gamla testamentið 2022
19.–25. desember. Jól: „Vér höfum vonað á og hann mun frelsa oss“


„19.–25. desember. Jól: ‚Vér höfum vonað á og hann mun frelsa oss,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„19.–25. desember. Jól,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Barnið Jesús vafið í hvítar reifar liggjandi í hálmi

Því að barn er oss fætt, eftir Simon Dewey

19.–25. desember

Jól

„Vér höfum vonað á og hann mun frelsa oss“

Íhugið á þessum jólum hvernig Gamla testamentið hefur styrkt vitnisburð ykkar um Jesú Krist á árinu.

Skráið hughrif ykkar

Gamla testamentið ber anda mikillar eftirvæntingar. Þannig er það svolítið eins og jólatíðin. Eftirvæntingin um betri tíma hefst hjá Adam og Evu og viðhelst síðan hjá ættfeðrunum, spámönnunum, sálmahöfundunum og öðrum, sem eru fullir vonar um endurnýjun og endurlausn Messíasar. Ísraelsmenn þurftu líka oft á þessari von að halda – hvort sem þeir voru í ánauð í Egyptalandi eða Babýlon eða í ánauð vegna eigin synda eða mótþróa. Í gegnum það allt áminntu spámenn þá um að Messías, bjargvættur, myndi „boða föngum lausn“ (Jesaja 61:1).

Sú von tók að verða að veruleika þegar Jesús Kristur fæddist í Betlehem. Hinn máttugi bjargvættur Ísraels var fæddur í fjárhúsi og lagður í jötu (sjá Lúkas 2:7). Hann var þó ekki aðeins bjargvættur hins forna Ísraels. Hann kom til að frelsa ykkur – bera sorg ykkar, bera harm ykkar, vera kraminn fyrir misgjörðir ykkar, svo að þið yrðuð heilbrigð fyrir benjar hans (sjá Jesaja 53:4–5). Þetta er ástæða þess að jólin eru full tilhlökkunar og eftirvæntingar, jafnvel á okkar tíma. Messías kom fyrir rúmum 2000 árum og heldur áfram að koma í lífi okkar, hvenær sem við leitum hans.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Ég fagna í lausnara mínum.

Jólin eru þekkt sem gleðitími, sökum gleðinnar sem Jesús Kristur færir í heiminn. Jafnvel fólk sem ekki tilbiðjur Jesú sem son Guðs, getur oft skynjað gleði jólanna. Ígrundið þá gleði sem þið finnið, sökum þess að himneskur faðir sendi son sinn.

Mörgum öldum fyrir fæðingu frelsarans, fundu spámenn Gamla testamentisins gleðina af því að ræða um komu Messíasar. Lesið eitthvað af eftirfarandi ritningarversum og íhugið ástæðu þess að þau voru dýrmæt þeim sem væntu þjónustu frelsarans: Sálmarnir 35:9; Jesaja 25:8–9; 44:21–24; 51:11; Sefanía 3:14–20; HDP Móse 5:5–11. Af hverju eru þessi vers ykkur dýrmæt?

Sjá einnig Russell M. Nelson, „Gleði og andleg þrautseigja,“ aðalráðstefna , október 2016.

Tákn geta hjálpað mér að hafa Jesú Krist í huga.

Margar hefðir sem tengjast jólum geta haft táknræna merkingu sem vísar til Krists. Stjörnulaga skreytingar tákna hina björtu stjörnu sem skein nóttina sem Jesús fæddist (sjá Matteus 2:2). Jólalögin geta minnt okkur á englana sem birtust hirðunum (sjá Lúkas 2:13–14). Þegar þið lærðuð Gamla testamentið á þessu ári, gætuð þið hafa veitt athygli hinum mörgu táknum um frelsarann. Nokkur þeirra eru tilgreind hér á eftir. Íhugið að læra þau og skrá það sem þau kenna ykkur um hann.

Hvaða önnur tákn, vers og frásagnir hafið þið fundið í ritningunum sem vitna um Jesú Krist?

Sjá einnig 2. Nefí 11:4; Mosía 3:14–15; HDP Móse 6:63; „Tákn um fæðingu og dauða Jesú Krists,“ Í Leiðarvísi að ritningunum, „Jesús Kristur,“ í Leiðarvísi að ritningunum.

„Hann skal nefndur: Undraráðgjafi.“

Jesús Kristur hefur mörg ólík og mismunandi nöfn og titla. Hvaða nöfn finnið þið í eftirfarandi versum? Sálmarnir 23:1; 83:18; Jesaja 7:14; 9:6; 12:2; 63:16; Amos 4:13; Sakaría 14:16; HDP Móse 7:53. Hvaða fleiri nöfn dettur ykkur í hug? Þið gætuð jafnvel notið þess að skrá þá titla Jesú Krists sem þið finnið í jólasálmum. Hvaða áhrif hefur hvert nafn eða titill á tilfinningar ykkar til hans?

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Jólahefðir geta vísað til Jesú Krists.Fjölskyldur Ísraelsmanna höfðu hefðir eins og páska og aðrar hátíðir, sem ætlað var að beina hjarta þeirra og huga til Drottins (sjá 2. Mósebók 12). Hvaða hefðir heldur fjölskylda ykkar á jólum sem hjálpa ykkur að einblína á Jesú Krist? Hvaða hefðir vitið þið um úr ættarsögu ykkar? Þið gætuð íhugað að ræða saman sem fjölskylda um einhverjar hefðir sem þið vilduð koma á. Hugmyndir gætu t.d. verið að þjóna einhverjum sem þarfnast þess (sjá hugmyndir hér KirkjaJesuKrists.is, Andríkt efni/Ljós fyrir heiminn), bjóða vini að horfa á jólasamkomu Æðsta forsætisráðsins með ykkur (broadcasts.ChurchofJesusChrist.org), semja eigið jólalag eða fundið upp frumlega leið til að miðla boðskapinum um fæðingu Krists.

„Barnið Kristur: Jólasaga.“Hvernig getið þið hjálpað fjölskyldumeðlimum að finna lotningu og gleði fæðingar Krists? Þið gætuð horft á myndbandið „Barnið Kristur: Jólasaga“ (kirkjajesukrists.org/kristsbarnid-jolasaga) eða lesið saman Matteus 1:18–25; 2:1–12; Lúkas 1:26–38; 2:1–20. Hver fjölskyldumeðlimur gæti valið einstakling í myndbandinu eða frásögn ritninganna og miðlað tilfinningum hans eða hennar til frelsarans. Fjölskyldumeðlimir gætu líka miðlað eigin tilfinningum til hans.

Finnið frelsarann í Gamla testamentinu.Þegar þið búið ykkur undir að læra um líf Jesú Krists í Nýja testamentinu á næsta ári, íhugið þá að rifja upp með fjölskyldu ykkar það sem þið lærðuð um hann á þessu ári í Gamla testamentinu. Þið gætuð farið yfir lexíudrögin í þessari kennslubók og allar persónulegar glósur, til að rifja upp það sem þið lærðuð. Ung börn gætu haft gagn af að fletta í Sögur úr Gamla testamentinu eða skoða myndirnar í þessari kennslubók. Hvaða spádómar eða frásagnir vöktu mestan áhuga okkar? Hvað hafið þið lært um frelsarann?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ó, borgin litla, Betlehem,“ Sálmar, nr. 81.

Bæta kennslu okkar

Hlustið á fjölskyldumeðlimi ykkar. „Að hlusta er kærleiksverk. Í því felst að okkur finnst mikilvægara að vita hvað býr í hjarta annars, en halda áfram með næsta dagskrárlið. … Þegar þið beinið allri athygli að sögðum og ósögðum skilaboðum [fjölskyldumeðlima], munuð þið betur skilja þarfir þeirra, áhyggjur og þrár. Andinn mun hjálpa ykkur að vita hvernig best er að kenna þeim“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 34).

Ljósmynd
María og Jesúbarnið í fjárhúsi með hirðum

Jólasagan, eftir N.C. Wyeth

Prenta