Trúboðskallanir
Inngangur að Boða fagnaðarerindi mitt


„Inngangur að Boða fagnaðarerindi mitt,“ Boða fagnaðarerindi mitt: Leiðarvísir að miðlun fagnaðarerindis Jesú Krists (2023)

„Inngangur,“ Boða fagnaðarerindi mitt

Inngangur að Boða fagnaðarerindi mitt

Drottinn býður þjónum sínum „að boða fagnaðarerindi [sitt] með andanum, já, huggaranum, sem sendur var til að kenna sannleikann“ (Kenning og sáttmálar 50:14).

Leiðarvísinum Boða fagnaðarerindi mitt er ætlað að hjálpa ykkur að framfylgja tilgangi ykkar sem trúboðar. Hann tekur fyrir grundvallaratriði trúboðsstarfs. Hann svarar ekki hverri spurningu eða veitir leiðbeiningar varðandi allar aðstæður sem þið takist á við. Hann er þó mikilvægur fyrir ykkur til að vaxa að andlegum krafti og hæfni. Lærið og tileinkið ykkur kenningar og reglur fagnaðarerindisins sem finna má í ritningunum og í þessu riti.

Ljósmynd
Jóhannes skírari skírir Jesú Krist

Boða fagnaðarerindi mitt er hannað til að hjálpa ykkur á eftirfarandi hátt:

Lærið kaflana endurtekið í gegnum trúboð ykkar. Metið starfið ykkar. Setjið ykkur markmið og gerið áætlanir til að ná þeim. Trúboðar sem undirbúa sig daglega og bæta sig reglubundið, munu blessa líf þeirra sem þeir kenna og þjóna. Þeir munu líka hljóta blessun í eigin lífi.

Tækifæri til fræðslu og náms

Árangursríkt nám í trúboði ykkar mun hjálpa við að styrkja vitnisburð ykkar um fagnaðarerindið og verða trúfastari lærisveinn Jesú Krists.

Að læra ritningarnar og Boða fagnaðarerindi mitt, mun hjálpa ykkur að kenna með andlegum krafti. Það mun líka hjálpa ykkur að gera kennslu ykkar þýðingarmikla fyrir þarfir einstaklinga.

Mikilvæg lærdóms- og námstækifæri eru:

  • Einkanám.

  • Félaganám.

  • Félagaskipti.

  • Umdæmisráðsfundir.

  • Svæðisráðstefnur.

  • Trúboðsleiðtogafundir (fyrir unga trúboðsleiðtoga).

Flesta daga felur trúboðsdagskrá ykkar í sér tíma fyrir einkanám og félaganám. Sjá Trúboðsstaðlar fyrir lærisveina Jesú Krists, 2.4, til upplýsingar um daglegt skipulag ykkar.

Það sem þið lærið í einkanámi, mun hjálpa ykkur í félaganámi og öðrum námstækifærum sem tilgreind eru hér að ofan. „[Fræðið] hvert annað um kenningu ríkisins,“ á þessum vettvangi (Kenning og sáttmálar 88:77).

Ljósmynd
Jesús Kristur kennir mannfjölda

Hugmyndir til að bæta nám ykkar í Boða fagnaðarerindi mitt

Boða fagnaðarerindi mitt fléttar saman ritningarnar og reglur fagnaðarerindisins til að hjálpa ykkur að þekkja frelsarann og fagnaðarerindi hans. Ritinu er ætlað að hjálpa ykkur að vekja áhuga ykkar á ritningunum og auðga nám ykkar í þeim. Lærið ritningartilvísanirnar í hverjum kafla í trúboðinu ykkar.

Hver kafli í Boða fagnaðarerindi mitt hefur að geyma hugmyndir og verkefni til að hjálpa ykkur að læra og hagnýta það sem þið lærið. Notið þetta í einkanámi og félaganámi ykkar (sjá Trúboðsstaðlar, 2.4). Þið getið líka notað þetta á umdæmisráðsfundum og svæðisráðstefnum. Námið ykkar verður árangursríkara þegar þið finnið leiðir til að tileinka ykkur það sem þið lærið.

Gagnlegt er að hafa áætlun varðandi einkanám ykkar. Þið gætuð búið til ykkar eigin áætlun sem hefur þær reglur fagnaðarerindisins í fyrirrúmi sem þið viljið skilja betur. Þið gætuð líka skipulagt nám ykkar í kringum kaflana í Boða fagnaðarerindi mitt. Þið gætuð t.d. notað lexíuna í 3. kafla til að leiða ykkur í námi ykkar á kenningunni og reglunum sem þið munuð kenna. Þið þurfið að kunna þessar lexíur vel, svo þið getið kennt með andanum og með ykkar eigin orðum.

Skráið minnispunkta þegar þið lærið. Notið blöð eða rafræna námsdagbók (eins og Gospel Library) til að hjálpa ykkur að skilja, útskýra og muna eftir því sem þið lærið.

Byrjið nám ykkar á því að biðja um heilagan anda til að hjálpa ykkur að læra. Hann mun veita ykkur þekkingu og sannfæringu sem mun blessa líf ykkar og gera ykkur kleift að blessa aðra. Verið opin í huga og hjarta fyrir áhrifum og skilningi sem þið hljótið frá honum. Látið þann skilning fylgja með í athugasemdunum ykkar.

Skoðið námsdagbókina ykkar reglulega, til að rifja upp andlega reynslu, auka skilning og bera kennsl á vöxt ykkar.

Boða fagnaðarerindi mitt – Smáforrit

Notið smáforritið Preach My Gospel til að hjálpa ykkur að tileinka ykkur reglurnar sem þið lærið. Þetta smáforrit er fáanlegt fyrir snjalltæki ykkar. Það hefur eiginleika til að hjálpa ykkur að framfylgja trúboðstilgangi ykkar betur. Þessir eiginleikar eru meðal annars:

  • Upplýsingar um þarfir og framfarir fólksins sem þið eruð að kenna.

  • Staður til að skrá framfarir ykkar varðandi markmið lykilþáttanna.

  • Dagatal til að skrá áætlanir ykkar og skipuleggja athafnir.

  • Kort af svæðinu ykkar og aðrar mikilvægar upplýsingar til að hjálpa ykkur að ná markmiðum ykkar.

Boða fagnaðarerindi mitt hefur að geyma margar hugmyndir um notkun smáforritsins, til að hjálpa ykkur að finna, kenna og skíra fólk.

Ljósmynd
fjölskylda lærir ritningarnar

Boða fagnaðarerindi mitt: Notkun kirkjumeðlima

Boða fagnaðarerindi mitt er dýrmætt úrræði, ekki bara fyrir trúboða heldur fyrir alla meðlimi kirkjunnar. Að læra ritið, mun t.d. hjálpa meðlimum að:

  • Læra og kenna fagnaðarerindi Jesú Krists (lærið kafla 1, 2, 3 og 10).

  • Svara spurningum um fagnaðarerindið (lærið kafla 3 og 5).

  • Auka skilning á því að sækjast eftir og treysta á heilagan anda (lærið kafla 4).

  • Skilja mátt Mormónsbókar (lærið kafla 5).

  • Tileinka sér kristilega eiginleika (lærið kafla 6).

  • Framfylgja þeirri sáttmálsábyrgð sinni að miðla fagnaðarerindinu með því að lifa eftir reglunum um að elska, miðla og bjóða (lærið kafla 9 og 13).

  • Þróa einingu við fastatrúboða (lærið kafla 13).

Að læra Boða fagnaðarerindi mitt – einkum kafla 3 – mun verða einkar gagnlegt fyrir bæði unga sem aldna sem búa sig undir trúboðsþjónustu.

Prenta