Trúboðskallanir
5. kafli: Nota mátt Mormónsbókar


„5. kafli: Nota mátt Mormónsbókar,“ Boða fagnaðarerindi mitt: Leiðarvísir að miðlun fagnaðarerindis Jesú Krists (2023)

„5. kafli,“ Boða fagnaðarerindi mitt

Ljósmynd
Jesús kennir í Vesturheimi (Jesús Kristur vitjar íbúa Ameríku), eftir John Scott

5. kafli

Nota mátt Mormónsbókar

Til hugleiðingar

  • Á hvern hátt er Mormónsbók burðarsteinn trúar okkar?

  • Af hverju er Mormónsbók svo máttug í umbreytingarferli trúar?

  • Hvað kennir Mormónsbók um Jesú Krist?

  • Hvernig get ég notað Mormónsbók til að komast nær Guði og hjálpað öðrum að gera það sama?

  • Hvernig svarar Mormónsbók spurningum sálarinnar?

  • Hvernig get ég hjálpað fólki að lesa og hljóta vitnisburð um Mormónsbók?

Mormónsbók, samfara andanum, er máttugasta úrræðið ykkar í trúskiptum. Bókin er forn, heilög heimild, rituð til að sannfæra alla menn um að Jesús sé Kristur (sjá titilsíðu Mormónsbókar). Eins og viðaukanafnið segir, þá er Mormónsbók „annað vitni um Jesú Krist“. Hún er líka sannfærandi sönnun fyrir því að Guð kallaði Joseph Smith sem spámann og endurreisti fagnaðarerindi Jesú Krists fyrir milligöngu hans.

Ljósmynd
bogadregnar dyr með burðarsteini

Mormónsbók er burðarsteinn trúar okkar

Spámaðurinn Joseph Smith kenndi að Mormónsbók væri „burðarsteinn trúar okkar“ (formáli Mormónsbókar). Af öðru tilefni sagði hann: „Takið Mormónsbók og opinberanirnar í burtu, og hvar er þá trú okkar? Við höfum enga“ (Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 193).

Bogadyr eru sterkt byggingarmannvirki úr fleyglaga steinum sem hallast að hver öðrum. Efsti steinninn, eða burðarsteinninn, er yfirleitt stærri en hinir steinarnir og skorðar þá af.

Ezra Taft Benson forseti sagði að Mormónsbók væri burðarsteinn trúar okkar á hið minnsta þrjá vegu:

Vitni um Krist. „Mormónsbók er burðarsteinninn í vitnisburði okkar um Jesú Krist, sem sjálfur er burðarsteinn alls sem við gerum. Hún ber vitni um raunveruleika hans af krafti og skýrleika.“

Fylling kenningar. „Drottinn hefur sjálfur sagt að Mormónsbók geymi ,fyllingu fagnaðarerindis Jesú Krists‘ [Kenning og sáttmálar 20:9; 27:5]. … Í Mormónsbók finnum við fyllingu þeirrar [kenningar] sem krafist er okkur til sáluhjálpar. Og [hún er] kennd skýrt og skorinort, svo jafnvel börn geti lært veg sáluhjálpar og upphafningar.“

Undirstaða vitnisburðar. „Á sama hátt og boginn fellur ef burðarsteinninn er fjarlægður, svo og stendur eða fellur öll kirkjan með sannleiksgildi Mormónsbókar. Ef Mormónsbók er sönn … verður maður að samþykkja kröfurnar um endurreisnina.“ (Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson [2014], 129, 131128.)

Með því að öðlast vitnisburð um að Mormónsbók er orð Guðs, getum við vitað að Joseph Smith var spámaður. Fyrir tilstilli hans var prestdæmisvald Guðs endurreist af himneskum sendiboðum. Guð veitti Joseph líka heimild til að skipuleggja kirkju Jesú Krists. Opinberun heldur áfram á okkar tíma með lifandi spámönnum.

Ljósmynd
piltur les ritningar

Mormónsbók er nauðsynleg fyrir persónulega trúarumbreytingu

Nauðsynlegur þáttur trúarumbreytingar er að hljóta vitni fyrir kraft heilags anda um að Mormónsbók er sönn. Þegar þið lesið og lærið hana af einlægni, munið þið finna orð hennar útvíkka sál ykkar. Orð hennar munu upplýsa skilning ykkar á lífinu, á áætlun Guðs og á Jesú Kristi (sjá Alma 32:28). Biðjist fyrir varðandi bókina með einlægum ásetningi og í trú á Krist. Þegar þið gerið það, munið þið hljóta vitnisburð með heilögum anda um að hún er orð Guðs (sjá Moróní 10:4–5).

Ykkar eigin vitnisburður um Mormónsbók getur leitt til djúprar og varanlegrar trúar á mátt hennar til að hjálpa öðrum að snúast til trúar. Hjálpið fólkinu sem þið kennið að bera kennsl á þá uppljómun sem það finnur þegar það les bókina af einlægni. Leggið áherslu á kröftugt vitni hennar um Jesú Krist. Hvetjið það til að biðjast fyrir til að fá eigin vitnisburð um að bókin sé sönn.

Að hvetja fólk til að leita vitnis frá heilögum anda um Mormónsbók, ætti að vera miðpunktur kennslu ykkar. Mormónsbók getur breytt lífi þess að eilífu.

Notið Mormónsbók til að kenna fagnaðarerindi Jesú Krists

Spámaðurinn Joseph Smith sagði að „Mormónsbók væri réttari en allar aðrar bækur á jörðinni“ (formáli Mormónsbókar). Hún vitnar um Krist og kennir skýrlega kenningu hans (sjá 2. Nefí 31; 32:1–6; 3. Nefí 11:31–39; 27:13–22). Hún kennir fyllingu fagnaðarerindis hans. Frumreglur og helgiathafnir fagnaðarerindisins, eins og þær eru kenndar í Mormónsbók, eru leiðin að gjöfulu lífi.

Notið Mormónsbók sem aðalheimild ykkar til að kenna hið endurreista fagnaðarerindi. Eftirfarandi tafla sýnir nokkur þeirra sanninda í Mormónsbók sem þið munið kenna.

Lexía fyrir trúboða í 3. kafla

Kenning

Tilvísanir

Lexía fyrir trúboða í 3. kafla

Boðskapur hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists

Kenning

Eðli Guðs, þjónusta og friðþæging frelsarans, fráhvarf, endurreisn, Joseph Smith, prestdæmisvald

Tilvísanir

1. Nefí 12–14

2. Nefí 3; 26–29

Mósía 2–5

Lexía fyrir trúboða í 3. kafla

Sáluhjálparáætlun himnesks föður

Kenning

„Hin mikla áætlun hins eilífa föður“ felur í sér fall Adams og Evu, friðþægingu Jesú Krists, upprisuna og dóminn

Tilvísanir

2. Nefí 29

Mósía 3; 15–16

Alma 12; 34:9; 40–42

Lexía fyrir trúboða í 3. kafla

Fagnaðarerindi Jesú Krists

Kenning

Trú á Jesú Krist, iðrun, skírn, gjöf heilags anda og að standast allt til enda

Tilvísanir

2. Nefí 31–32

3. Nefí 11; 27:13–22

Lexía fyrir trúboða í 3. kafla

Verða lærisveinar Jesú Krists til æviloka

Kenning

Helgiathafnir eins og skírn, prestdæmisvígsla og sakramentið

Tilvísanir

3. Nefí 11:22–2818

Moróní 2–6

Ritningarnám

Hvað segir frelsarinn um Mormónsbók?

Mormónsbók vitnar um Krist

Megintilgangur Mormónsbókar er að vitna um Jesú Krist. Hún staðfestir raunveruleika lífs hans, hlutverks, upprisu og krafts. Hún kennir sanna kenningu um Krist og friðþægingu hans.

Nokkrir spámenn, sem eiga ritmál sitt varðveitt í Mormónsbók, sáu Krist persónulega. Bróðir Jareds, Nefí og Jakob sáu Krist er hann var í fortilverunni. Mikill mannfjöldi var viðstaddur þjónustu frelsarans meðal Nefíta (sjá 3. Nefí 11–28). Síðar sáu Mormón og Moróní Krist upprisinn (sjá Mormón 1:15; Eter 12:39).

Þegar fólk les og biðst fyrir varðandi Mormónsbók, mun það kynnast frelsaranum betur og upplifa kærleika hans. Það mun vaxa í vitnisburði sínum um hann. Það mun vita hvernig á að koma til hans og verða hólpið. (Sjá 1. Nefí 15:14–15.)

Ljósmynd
Russell M. Nelson forseti

„Mormónsbók veitir fyllsta og áreiðanlegasta skilninginn á friðþægingu Jesú Krists sem hægt er að finna nokkurs staðar. Hún kennir hvað það þýðir í raun að vera endurfæddur. … Við vitum hvers vegna við erum hér á jörðu. Þessi sannleikur og annar er kenndur á kraftmeiri og meira sannfærandi máta í Mormónsbók en í nokkurri annari bók. Allan kraft fagnaðarerindis Jesú Krists er að finna í Mormónsbók“ (Russell M. Nelson, „Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?aðalráðstefna, október 2017).

Einkanám

Gegnumsneitt í trúboði ykkar, skuluð þið skrifa svör við eftirfarandi spurningum í námsdagbók ykkar:

  • Hvað hafið þið lært um Jesú Krist af námi ykkar í Mormónsbók?

  • Hvernig hefur nám ykkar í Mormónsbók haft áhrif á vitnisburð ykkar um Jesú Krist?

  • Hvernig getið þið notað Mormónsbók til að hjálpa fólki að styrkja vitnisburð sinn?

Ritningarnám

Hvaða ástæður gáfu spámenn Mormónsbókar fyrir því að rita heimildir sínar?

Einkanám eða félaganám

Mormónsbók er rituð til að „sannfæra [alla menn] um að Jesús er Kristur“ (titilsíða Mormónsbókar). Eftirfarandi tafla sýnir nokkra kapítula Mormónsbókar sem bera vitni um líf, kenningar og þjónustu Jesú Krists. Veljið ritningarhluta til að læra allt trúboðið ykkar.

Að auki skuluð þið hugsa um þarfir fólksins sem þið kennið. Gerið áætlanir um að lesa suma þessara ritningarhluta með því til að styrkja þekkingu þess og vitnisburð um frelsarann.

Titilsíða og inngangur

Gerið skýra grein fyrir tilgangi bókarinnar.

1. Nefí 10–11

Lehí og Nefí bera vitni um frelsarann.

2. Nefí 29

Lehí og Nefí bera vitni um Jesú Krist og friðþægingu hans.

2. Nefí 31–33

Nefí kennir kenningu Krists.

Mósía 2–5

Benjamín konungur ber vitni um Krist.

Alma 57

Alma ber vitni um frelsarann.

Alma 36

Alma upplifir friðþægingarmátt Krists.

3. Nefí 9–10

Frelsarinn býður fólki að koma til sín.

3. Nefí 11–18

Frelsarinn kennir Nefítunum um föðurinn og kenningu sína.

3. Nefí 27

Frelsarinn kennir fagnaðarerindi sitt.

Eter 12

Eter og Moróní kenna að trú á Jesú Krist krefst verka og máttar.

Moróní 7–8

Mormón kennir um hina hreinu ást Krists og friðþægingu hans.

Moróní 10

Moróní býður öllum að koma til Krists og fullkomnast í honum.

Mormónsbók hjálpar okkur að komast nær Guði

Spámaðurinn Joseph Smith sagði um Mormónsbók að „maðurinn kæmist nær Guði með því að fara eftir kenningum hennar, fremur en nokkurrar annarrar bókar“ (formáli Mormónsbókar). Með því að kenna og bjóða fólki stöðugt að lifa eftir reglunum í Mormónsbók, hjálpið þið því að þróa trú á Jesú Krist og nálgast Guð.

Mormónsbók þróar vitnisburð og býður upp á persónulega opinberun. Notið Mormónsbók til að hjálpa fólki að upplifa andlega hluti, einkum vitnisburð frá heilögum anda um að bókin sjálf sé orð Guðs.

Hafið ritningarvers Mormónsbókar í fyrirrúmi í kennslu ykkar. Þau búa yfir umbreytandi krafti fyrir milligöngu heilags anda. Þegar þið kennið fagnaðarerindið með því að nota Mormónsbók, mun kennsla ykkar vera kröftug og skýr í hjarta og huga.

Gordon B. Hinckley forseti kenndi að „þeir sem hefðu lesið [Mormónsbók] af kostgæfni, hvort sem þeir væru ríkir eða fátækir, lærðir eða ólærðir, hefðu vaxið fyrir áhrifamátt hennar“. Hann kenndi líka:

„Ég lofa ykkur, án nokkurs fyrirvara, að ef þið viljið lesa Mormónsbók af kostgæfni, burtséð frá því hversu oft þið hafið lesið hana, munuð þið fyllast anda Drottins í ríkari mæli. Þið munuð hljóta aukinn trúarlegan kraft til að ganga í hlýðni við boðorð hans og þið hljótið sterkari vitnisburð um lifandi raunveruleika sonar Guðs“ („Teachings of Presidents of the Church: Gordon B. Hinckley,“ Ensign, júní 1988, 6).

Ljósmynd
trúboðar lesa ritningar

Mormónsbók svarar spurningum sálarinnar

Lestur Mormónsbókar með leiðsögn andans, getur hjálpað fólki að finna svör eða fá innsýn við persónulegum spurningum sínum – eða spurningum sálarinnar. Hjálpið fólki að sjá hvernig kenningar Mormónsbókar svara spurningum lífsins.

Sumar þessara spurninga eru taldar upp hér að neðan, ásamt tilvísunum í Mormónsbók sem fjalla um þær.

Mormónsbók veitir líka leiðsögn um aðrar mikilvægar spurningar, svo sem:

Ljósmynd
Dallin H. Oaks forseti

„Trúboðar verða að vita hvernig nota á Mormónsbók til að svara eigin spurningum, svo þeir geti notað hana á áhrifaríkan hátt til að hjálpa öðrum að læra að gera slíkt hið sama. … Þeir verða að upplifa mátt Mormónsbókar við að kenna hið endurreista fagnaðarerindi. Fyrst með því að beita honum í eigin lífi og síðan með því að deila honum með þeim sem þeir kenna“ (Dallin H. Oaks, „Counsel for Mission Leaders,“ námskeið fyrir nýja trúboðsleiðtoga, 25. júní 2022).

Einkanám eða félaganám

Skráið spurningar sálarinnar sem þið hafið eða sem þið hafið heyrt frá öðrum. Finnið vers í Mormónsbók sem hjálpa við að svara þessum spurningum. Skrifið innsýn og tilvísanir í Mormónsbók í námsdagbók ykkar. Notið það þegar þið kennið.

Mormónsbók og Biblían styðja hvor aðra

Drottinn bauð: „[Kennið] grundvallarreglur fagnaðarerindis míns, sem eru í Biblíunni og Mormónsbók, er geyma fyllingu fagnaðarerindisins“ (Kenning og sáttmálar 42:12). Síðari daga heilagir trúa að „Biblían sé orð Guðs, að svo miklu leyti sem hún er rétt þýdd“ (Trúaratriðin 1:8; sjá einnig 1. Nefí 13:29). Biblían er helg ritning. Mormónsbók er helg ritning og félagi Biblíunnar og geymir fyllingu fagnaðarerindis Jesú Krists.

Biblían og Mormónsbók styrkja og auðga hvor aðra (sjá Esekíel 37:16–17; 1. Nefí 13:40; Mormón 7:8–9). Báðar ritningarbækurnar eru samantektir kenninga sem fornir spámenn hafa skráð. Biblían segir frá samskiptum Guðs við fólk á austurhveli jarðar í þúsundir ára. Mormónsbók segir frá samskiptum Guðs við fólk í Ameríku til forna í yfir þúsund ár.

Ljósmynd
einstaklingur merkir við ritningarvers

Mikilvægast er að Biblían og Mormónsbók bæta hvor aðra upp í vitnisburði um Jesú Krist. Biblían hefur að geyma frásögn af fæðingu frelsarans, jarðneskri þjónustu hans og friðþægingu – þar á meðal dauða hans og upprisu. Mormónsbók hefur að geyma spádóma um fæðingu og hlutverk frelsarans, kenningar um friðþægingu hans og frásögn af þjónustu hans í Ameríku. Mormónsbók staðfestir og útvíkkar vitnisburð Biblíunnar um að Jesús sé eingetinn sonur Guðs og frelsari heimsins.

Bæði Biblían og Mormónsbók kenna lögmál vitna: „Því aðeins skal framburður gildur vera, að tveir eða þrír beri“ (2. Korintubréf 13:1; sjá einnig 2. Nefí 11:2–3). Í samræmi við þetta lögmál, bera báðar bækurnar vitni um Jesú Krist (sjá 2. Nefí 29:8).

Einkanám eða félaganám

Finnið millivísanir varðandi eftirfarandi efni í Mormónsbók og Biblíunni. Dæmi eru gefin í hornklofum eftir hvert atriði. Bætið við ykkar eigin atriðum og ritningarversum.

Hjálpið fólki að lesa og skilja Mormónsbók

Þau sem ekki lesa eða skilja Mormónsbók, munu eiga erfitt með að fá vitni um að hún sé sönn. Þið getið hjálpað fólki að skilja bókina með því að lesa hana með því. Lesið í kennslustund, í eftirfylgniheimsókn eða með notkun tækninnar. Þið getið líka ráðgert að fá meðlimi til að lesa með fólki. Það getur verið mjög gagnlegt að horfa á myndband um Mormónsbók og lesa síðan tengda kapítula.

Biðjið um hjálp þegar þið veljið ritningarhluta sem fjalla um áhyggjur og þarfir fólks. Lesið og ræðið stutta ritningarhluta, svo sem 1. Nefí 3:7 eða Mósía 2:17. Lesið og ræðið líka lengri ritningarhluta eða heilan kapítula, svo sem 2. Nefí 31, Alma 7 eða 3. Nefí 18. Hvetjið fólk til að lesa Mormónsbók allt frá fyrstu síðum hennar, þar með talið vitnisburð þriggja og átta vitna og vitnisburð spámannsins Josephs Smith.

Ljósmynd
sunnudagaskólabekkur

Íhugið eftirfarandi ábendingar þegar þið lesið Mormónsbók með fólki:

  • Biðjist fyrir áður en þið lesið. Biðjist fyrir um hjálp til að skilja. Biðjið þess að heilagur andi vitni fyrir því að hún sé sönn.

  • Skiptist á að lesa. Lesið á þeim hraða sem hentar því. Útskýrið ókunnug orð og orðtök.

  • Staldrið við endrum og eins til að ræða lesefnið.

  • Útskýrið bakgrunn og samhengi textans, svo sem hver talar, hvernig einstaklingurinn er og hvernig aðstæður eru. Ef til er myndband um Mormónsbók sem tengist efninu, skulið þið íhuga að sýna það.

  • Bendið á mikilvægan boðskap eða kenningu sem gæta þarf að.

  • Miðlið vitnisburði ykkar og viðeigandi skilningi, tilfinningum og persónulegum upplifunum.

  • Kennið kenningu beint með orðum spámanna Mormónsbókar. Það mun hjálpa fólki að finna andlegan kraft bókarinnar.

  • Hjálpið fólki að „tileinka sér“ það sem það les í eigin lífi (1. Nefí 19:23). Hjálpið því að skilja hvernig ritningarnar tengjast því persónulega.

Þegar þið beitið þessum reglum, munið þið hjálpa fólki að þróa hæfni og löngun til að lesa Mormónsbók á eigin spýtur. Leggið áherslu á að daglegur lestur bókarinnar sé lykill að framförum í átt að skírn og ævilangri trúarumbreytingu.

Treystið á loforðið í Moróní 10:3–5. Hvetjið fólk til að lesa Mormónsbók af fullri alvöru og að biðja af einlægum ásetningi til að vita að hún sé sönn. Útskýrið að einlægur ásetningur sé að vera fús til að bregðast við svarinu sem það fær fyrir tilstilli heilags anda. Sérhver manneskja sem les og biður af einlægni varðandi Mormónsbók getur fengið vitneskju um sannleiksgildi hennar fyrir krafti heilags anda.

Þið ættuð líka að láta reyna á þetta loforð reglubundið til að styrkja ykkar eigin vitnisburð um Mormónsbók. Vitnisburður ykkar mun veita ykkur fullvissu um að þau sem láta reyna á þetta loforð hljóti vitni um að bókin sé orð Guðs.


Hugmyndir að námi og tileinkun þess

Einkanám

  • Lesið 2. Nefí 2; 9; 30; 3132. Leggið áherslu á hverja tilvísun varðandi Jesú Krist. Skráið hin mismunandi nöfn og titla Krists í þessum köflum. Merkið við orðin sem hann mælir. Leggið áherslu á eiginleika hans og verk.

  • Þegar þið lesið daglega í Mormónsbók, skulið þið skrá í námsdagbókina þá kapítula sem hafa sérstaka þýðingu fyrir ykkur. Skráið hvernig þið hyggist tileinka ykkur þá í eigin lífi.

  • Skrifið í námsdagbók ykkar hvernig ykkur leið þegar þið hlutuð fyrst andlegan vitnisburð um að Mormónsbók væri sönn.

  • Skráið eftirfarandi þrjár spurningar í námsdagbók ykkar. Gegnumsneitt í trúboði ykkar, skuluð þið skrifa svör við þessum spurningum.

    • Hvernig myndi líf mitt vera án Mormónsbókar?

    • Hvað myndi ég ekki vita án Mormónsbókar?

    • Hvað myndi ég ekki hafa án Mormónsbókar?

  • Lesið fjallræðuna í Matteusi 5–7 og prédikun Krists við musterið í 3. Nefí 12–14. Hvernig hjálpar samlestur ykkur að skilja betur kenningar frelsarans?

  • Kynnið ykkur hvert tilvik í Mormónsbók sem vísar til einhvers sem biðst fyrir. Skrifið í námsdagbókina það sem þið lærið í Mormónsbók um bæn.

  • Skrifið samantekt á því sem Abinadí kenndi úr kapítulafyrirsögnum Mósía 11–16. Lesið síðan þessa kapítula og aukið við samantektina ykkar.

  • Skrifið samantekt á því sem Benjamín konungur kenndi úr kapítulafyrirsögnum Mósía 2–5. Lesið síðan þessa kapítula og aukið við samantektina ykkar.

Félaganám og félagaskipti

  • Lesið saman ritningarhluta í Mormónsbók. Miðlið því sem þið lærðuð og skynjuðu. Ræðið hvernig þið hyggist tileinka ykkur efnið í eigin lífi.

  • Lesið saman Alma 26 og 29. Segið frá því hvernig ykkur líður varðandi trúboð ykkar. Skrifið tilfinningar ykkar í námsdagbók ykkar.

  • Lesið Alma 37:9 og ræðið hversu mikilvægar ritningarnar voru fyrir Ammon og trúboðsfélaga hans. Finnið tilvísanir sem lýsa því hvernig þeir notuðu ritningarnar.

  • Lesið Alma 11–14, þar sem annar ykkar leikur Alma eða Amúlek og hinn leikur hlutverk gagnrýnandans. Ræðið hvernig þessir trúboðar brugðust við erfiðum spurningum.

Umdæmisráð, svæðisfundir og trúboðsleiðtogafundir

  • Æfið ykkur í því að nota Mormónsbók á hvern þann hátt sem greint er frá í meginfyrirsögnum þessa kapítula.

  • Skráið spurningar frá þeim sem þið kennið. Útskýrið hvernig þið mynduð bregðast við þessum spurningum með því að nota Mormónsbók.

  • Lesið saman ritningarhluta í Mormónsbók. Miðlið þekkingu, tilfinningum og vitnisburði.

  • Æfið ykkur í því að nota Mormónsbók til að staðfesta boðskap endurreisnarinnar.

  • Bjóðið trúboðum að segja frá upplifunum þar sem Mormónsbók hefur hjálpað þeim og þeim sem þeir hafa kennt við ferli trúarumbreytingar.

  • Fáið trúboða til að deila uppáhaldsritningarversi sínu í Mormónsbók sem hjálpar til við að svara spurningu sálarinnar.

  • Bjóðið meðlim sem nýlega hefur meðtekið trúna að segja frá hlutverki Mormónsbókar í trúskiptum sínum.

Trúboðsleiðtogar og trúboðsráðgjafar

  • Kennið trúboðunum hvernig nota á Mormónsbók til að staðfesta sannleiksgildi boðskapar endurreisnarinnar.

  • Lesið 1. Nefí 1 með trúboðunum og berið það saman við reynslu Josephs Smith.

  • Gefið trúboðum ónotað kiljueintak af Mormónsbók. Bjóðið þeim að lesa bókina tvisvar sinnum og merkja við í henni á næstu tveimur eða þremur flutningstímabilum.

    • Við fyrri lestur skuluð þið biðja þá að merkja við allt sem vísar til eða vitnar um Jesú Krist.

    • Í síðari lestri skuluð þið biðja þá að merkja við kenningar og reglur fagnaðarerindisins.

    Fáið trúboða til að miðla því sem þeir lærðu og skynjuðu. Öldungur Ronald A. Rasband lýsti því hvernig lestur Mormónsbókar með þessum hætti hafði áhrif á hann sem trúboða:

Ljósmynd
Öldungur Ronald A. Rasband

„Í lestri mínum fólst miklu meira en að merkja við ritningarvers. Við hvern lestur Mormónsbókar, spjaldanna á milli, fylltist ég djúpri elsku til Drottins. Ég fann fyrir rótföstum vitnisburði um sannleika kenninga hans og hvernig þær eiga við ‚í dag‘. Titilinn ‚Annað vitni um Jesú Krist‘, er sniðinn að efni bókarinnar. Með þennan lærdóm og þann andlega vitnisburð sem ég hlaut, varð ég trúboði Mormónsbókar og lærisveinn Jesú Krists“ („Í dag,“ aðalráðstefna, október 2022).

  • Bjóðið trúboðum að miðla ykkur ritningarversum í Mormónsbók sem hafa verið mikilvæg í lífi þeirra.

  • Berið kennsl á spurningar sálarinnar fyrir fólk í trúboði ykkar. Bjóðið trúboðum að finna vers í Mormónsbók sem hjálpa við að svara þessum spurningum.

Prenta