Námshjálp
ÞJS, 2. Mósebók 34


ÞJS, 2. Mósebók 34:1–2, 14. Samanber 2. Mósebók 34:1–2, 14; K&S 84:21–26

Guð ritar aftur lög sín á steintöflur, sem Móse hefur útbúið, en tekur Melkísedekprestdæmið og helgiathafnir þess frá börnum Ísraels. Þess í stað gefur hann þeim lögmál holdlegra boðorða.

1 Og Drottinn sagði við Móse: Högg þér tvær aðrar töflur af steini, eins og hinar fyrri voru og ég mun einnig rita á þær þau lögmálsorð, sem stóðu á hinum fyrri töflunum, er þú braust í sundur. Þau verða þó ekki í samræmi við hin fyrri, því að ég mun taka prestdæmið burt frá þeim. Hin helga regla mín og helgiathafnir hennar munu því ekki fara fyrir þeim, því að návist mín verður ekki á meðal þeirra, ella myndi ég tortíma þeim.

2 En ég mun gefa þeim lögmálið eins og í fyrstu, en það verður lögmál holdlegra boðorða, því að ég hef svarið þess eið í heilagri reiði minni, að þeir muni ekki ganga inn til návistar minnar, til hvíldar minnar, á pílagrímsdögum þeirra. Gjör því eins og ég hef boðið þér og ver undir það búinn að morgni að stíga upp á Sínaífjall og ganga þar fyrir mig, á fjallstindinum.

Jehóva er eitt nafnið, sem fólk Gamla testamentisins þekkir á Drottni Jesú Kristi.

14 Því að þú skalt eigi tilbiðja neinn annan guð, því að Drottinn, en nafn hans er Jehóva, er vandlátur Guð.