frá lesendum
Bætandi áhrif
Ég er þakklát fyrir Líahóna í lífi mínu. Við fjölskyldan notum Líahóna til kennslu á fjölskyldukvöldum og til að hjálpa þeim sem vilja fræðast meira um kirkjuna. Mestu varðar að Líahóna hefur bætandi áhrif á mig. Þegar ég les greinarnar þrái ég heitt að gera betur, og ég set mér markmið í samræmi við það sem greinarnar kenna. Ég ann hinu endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists og tækifærinu sem það veitir mér daglega til að verða betri.
Graziele Luiza Ramos de Freitas, Brasilíu
Andlegur lestur
Tímaritið Líahóna er mikil blessun, og ég hef mikla ánægju af að lesa það. Stundum gef ég öðrum Líahóna svo að þeir geti líka notið andlegrar reynslu við lestur þess. Ég naut þess að lesa ræðu Thomas S. Monson forseta sem birtist á barnasíðum aprílblaðsins 2008 og nefndist „Þrjár brýr.“ Allt sem hann segir skiptir miklu fyrir andlegan frið okkar og líf okkar í samræmi við boðorð Drottins. Lestur á Líahóna er undursamlegur og andlegur.
Eleanor Grimaldi, Dóminíska lýðveldinu