Tónlist
Ég fús er að skírast
Íhugult
1. Ég fús er að skírast og fara Guðs veg,
æ fylgi svo Jesú og ei af mér dreg.
Ég sáttmála geri’ um að styðja Guðs ráð,
því svo hefur hann mér af kærleika tjáð.
2. Ég ætla að skírast að átta’ ára sið,
fara’ inn í Guðs ríki um skírnar hans hlið,
að taka’ á mig nafn Krist í trú á hans orð,
og teljast sem barn hans á mannanna storð.
3. Ég vil aðeins skírast af valdhöfum hans,
er veita Guðs anda sem vitni til manns.
Sá andi mig leiðir ef ég hlýða vil,
og aftur mér vísar heim föður míns til.
af tilfinningu
hægt
© 2003 Kathleen Holyoak og Gary Croxall Allur réttur áskilinn. Þennan söng má afrita til nota í kirkju eða heima en ekki í hagnaðarskyni. Sú athugasemd verður að koma fram á hverju afriti sem gert er.