2009
Hugmyndir að fjölskyldukvöldi
April 2009


Hugmyndir að fjölskyldukvöldi

Þessar ábendingar um kennslu má nota jafnt í skólastofum og á heimilum. Þið getið sniðið hugmyndirnar að fjölskyldunni eða bekknum.

„Hvaða þýðingu hefur friðþægingin fyrir þig?“ bls. 14: Bjóðið fjölskyldunni að segja allt sem hún veit um Nefí. Spyrjið hvers vegna þau telji að hann hafi verið hamingjusamur þrátt fyrir erfiðar raunir (sjá (see 2 Nephi 5:27). Ræðið kaflann „Hamingja fyrir friðþæginguna.“ Ræðið hvernig Nefí tókst á við vanda sinn og hvernig hans aðferð eigi við fjölskyldu ykkar. Ljúkið með því að lesa síðustu tvær málsgreinar greinarinnar.

„Nám og Síðari daga heilagir,“ p. 26: Lesið greinina áður og veljið málsgreinar sem mestu skipta fyrir fjölskyldu ykkar. Biðjið einhvern í fjölskyldunni að lesa valdar málsgreinar og ræðið það sem þau lesa. Ljúkið með því að lesa tvær síðustu málsgreinarnar.

„Loforð spámanns,“ p. B6: Biðjið fjölskylduna, eftir lestur á greininni, að opna af handahófi ritningar sínar og reyna að lesa ritningarvers með þvi að byrja síðast í versinu og enda fyrst. Ræðið hvernig reglubundinn ritningarlestur getur blessað fjölskylduna. Lesið aftur loforð Ezra Taft Benson forseta (sjá byrjun greinarinnar), og setjið ykkur það markmið að halda áfram að lesa ritningarnar saman reglulega.

„Spenntur að læra,“ p. B12: Bjóðið börnunum að skiptast á um að leika eitthvert starf án þess að segja eitt orð og látið hina giska á hvert starfið er. Ræðið hvað læra þarf til þess að starfa í þeirri starfsgrein. Lesið söguna. Greinið frá því sem Russell þurfti að vita áður en hann gat lært um risaeðlur. Ljúkið með því að lesa Kenningu og sáttmála 88:118.