2009
Spurningar og svör um skipulag kirkjunnar
April 2009


Spurningar og svör um skipulag kirkjunnar

Hvers vegna er kirkjan nefnd eftir Jesú?

Jesús segir hana nefnda eftir sér vegna þess að hún er hans kirkja (sjá 3 Nefí 27:8). Hann stofnaði hana til að hjálpa okkur að komast aftur til himnesks föður. Jesús Kristur er höfuð kirkjunnar.

Hvað merkir „síðari daga“?

Jesús sagði: „Því að svo mun kirkja mín nefnd á síðustu dögum, já Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu“ (D&C 115:4). „Síðari dagar“ merkir þessa síðustu daga, tímann sem við lifum á.

Hvað merkir „heilagir“?

„Heilagir“ merkir meðlimi kirkju Krists. Ritningarnar tala um heilaga á ýmsum tímum.

Á tímum Gamla testamentisins: Fimmta Mósebók 33:3; Sálmarnir 30:4

Á tímum Nýja testamentisins: 1 Korintubréfið 1:2

Á tímum Mormónsbókar: 1 Nefí 14:14; Moróní 8:26

Á tímum Josephs Smith: Kenning og sáttmálar 57:1; 84:2

Í dag eru kirkjuþegnar einnig kallaðir heilagir.

Hvernig skipulagði Jesús Kristur kirkju sína?

Jesús skipulagði kirkju sína þegar hann lifði á jörðu, þegar hann heimsótti Ameríku og þegar hann endurreisti hana fyrir tilstilli spámannsins Josephs Smith. Í öll skiptin valdi hann tólf postula eða lærisveina til að hjálpa sér við uppbyggingu Guðs ríkis á jörðu með kennslu fagnaðarerindisins (sjá Mark 16:14–15; 3 Nefí 12:1).

Jesús kallaði einnig spámann til að leiða kirkjuna. Forseti kirkjunnar er sá spámaður. Jesús kallaði Joseph Smith sem fyrsta spámanninn á síðari dögum. Thomas S. Monson er 16. forseti kirkjunnar. Spámaðurinn er sá eini sem getur hlotið opinberun fyrir alla kirkjuna.

Tólf postular á tímum Nýja testamentisins

Tólf postular á tímum Mormónsbókar

Tólf postular nú á tímum

Prophet Joseph Smith

Joseph Smith, fyrsti forseti kirkjunnar

President Thomas S. Monson

Thomas S. Monson, 16. forseti kirkjunnar

Síðari daga spámenn

Hvernig hjálpa kirkjuleiðtogar okkar Jesú?

Allir kirkjuleiðtogarnir hjálpa Jesú með því að þjóna hinum kirkjuþegnunum.

Spámaðurinn er yfirmaður postulanna tólf.

Postularnir tólf eru yfirmenn Sveita hinna sjötíu.

Sveitir hinna sjötíu hjálpa postulunum að kenna stiku- og umdæmisforsetum.

Stiku- og umdæmisforsetar hjálpa biskupum og greinarforsetum.

Í deildum og greinum eru biskupar og greinarforsetar yfirmenn Líknarfélagsforseta, Piltafélagsins og Stúlknafélagsins, Barnafélagsforseta, forseta sunnudagaskólans, heimilis- og heimsóknarkennara og annarra leiðtoga.

Leiðtogar og kennarar í deildum og greinum þjóna okkur öllum.

Hvernig getið þið hjálpað Jesú?

Þið hjálpið Jesú þegar þið haldið boðorðin. Þið hjálpið honum með því að fylgja spámanninum. Þið hjálpið honum þegar þið lærið um hann með því að sækja kirkju og lesa ritningarnar. Þið hjálpið honum þegar þið veljið rétt. Með því að gera þetta búið þið ykkur undir að verða leiðtogar í kirkju hans, Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Lítið á hendur mínar og fætur, eftir Harry Anderson; Nefitarnir þrír eftir Gary L. Kapp; teikning eftir WELDEN C. ANDERSEN; hluti af Joseph Smith yngri, birt með leyfi Community of Christ Archives, Independence, Missouri; ljósmynd af Monson forseta tekin af David Newman