Ætti ég að hætta skólanámi og fara í trúboð?
Ég útskrifaðir úr miðskóla árið 1992 og sendi strax pappíra mína inn og bauð fram fulla trúboðsþjónustu mína. Þegar köllun mín kom hafði ég einmitt fengið inngöngu í einn besta háskólann í Nigeru til læknisnáms.
Í Nígeríu er erfitt að fá inngöngu í læknaskóla og því ekki hafnað. Þegar nokkrir vina minna og fjölskyldan tók að þrýsta á mig um að hætta við trúboðið, sagði ég þeim að ég bæri þá ábyrgð að þjóna og hefði hlakkað til þess síðan ég gekk í kirkjuna sex árum áður. Ég var viss um að ég gæti fengið aftur inngöngu í læknaskólann eftir trúboð mitt, en margir töldu að ég myndi iðrast þessarar ákvörðunar.
Ég er þakklátur heimiliskennurum, fjölskyldumeðlimum og vinum í kirkjunni sem studdu ákvörðun mína um þjónustu. Trúarskólanám, lestur ritninganna og hlýðni við fagnaðarerindið gerði mér kleift að standa við sannfæringu mína.
Sem trúboði setti ég mér persónuleg markmið og lagði hart að mér. Tveimur árum síðar var ég leystur úr starfi með sóma. Drottinn blessar heimkomna trúboða en hefur ekki lofað að þeir losni við raunir. Fyrir heimkomna trúboða í Nígeríu fela þessar raunir í sér atvinnuleysi og skort á fjármagni til menntunar.
Fyrstu þrjú árin eftir trúboð mitt tók ég og stóðst þrjú inntökupróf en fékk ekki leyfi til inngöngu í læknaskólann. Þessi sömu þrjú ár fékk ég enga vinnu. Ég var farinn að halda að sumir vina minna og fjölskyldumeðlima hefðu haft rétt fyrir sér og það hefðu verið mistök að hafna inngöngu í læknaskólann.
Í trúboði mínu lærði ég að varpa byrði minni yfir á Drottin, svo að ég fól honum líf mitt í samræmi við vilja hans. Jafnskjótt og ég gerði það fóru hlutirnir að ganga—en ekki eins og ég hafði ráðgert.
Á föstusunnudegi ákvað ég að fasta og biðja heitt um hjálp Drottins. Um kvöldið var barið að dyrum. Þegar ég opnaði dyrnar varð ég hissa að sjá kunningja sem ég hafði hitt við öryggisþjálfun sem ég hafði sótt sex mánuðum áður. Hann sagði mér að tækifæri til öryggisgæslu hefði opnast í fyrirtæki sem eldri bróðir hans ynni hjá og brýnt væri að ráðið yrði strax í stöðuna. Ég var sá eini sem honum kom í hug.
Daginn eftir réði fyrirtækið mig. Þessi sérstaka reynsla staðfesti fyrir mér að himneskur faðir hafði ekki yfirgefið mig og að ég þyrfti að treysta á hann. Þetta starf reyndist verða stökkbretti yfir í önnur störf.
Guðlegar blessanir mælast ekki eftir veraldlegum blessunum einum. Ég hafði í nokkur ár eftir trúboð mitt barist við að finna veraldlegan stöðugleika, en Drottinn blessaði mig andlega. Patríarkablessun mín benti mér á að giftast og sagði mér að tækifærið til æðri menntunar myndi gefast. Það gerði það.
Þó að ég hafi aldrei farið í læknaskólann hef ég náð sambærilegri gráðu í endurskoðun og stærðfræði. Drottinn blessaði mig að lokum með nægilega efnislegum stöðugleika til þess að ég gæti gifst.
Ef við þjónum með sóma í trúboði mun Drottinn blessa okkur þegar við leitum tækifæris til æðri menntunar. Ekkert í lífi ungra karla eða kvenna er meira virði en reynsla, lærdómur og blessanir fastatrúboðs.